Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Page 16
76 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 Garðyrkja Umsjón: Vilmundur Hansen Netfang: kip@dv.is Oft verður tré úr miúkum kvisti útivistarskóga þar sem áhersla er lögð á útiveru og að fólk njóti lífsins. Því næst eru það nytjaskóga, sem eiga að gefa af sér timbur og loks landgræðsluskóga en tilgangur þeirra er að vernda jarðveg og rækta upp örfoka land. Áhugi á skógrækt hefur aukist mikið síðustu áratugina og skógræktarfélög, eldhugar, sumarhúsa- og garðeigendur hafa unnið stórvirki í að klæða landið og árangur starfsins á eftir að koma enn betur í Ijós á næstu árum þegar margfeldis- áhrif ræktunarinnar koma fram. Talið er að á hverjum degi sé eytt um þrjú hundruð ferkflómetrum af skógi, eða um hundrað og tíu þús- und ferkflómetrum á ári. ísland er eitt hundrað og þrjú þúsund ferkfló- metrar að flatarmáli og það tæki því þrjú hundruð fjörutíu og þrjá daga að fella skóg sem þekti allt landið. Ef hafist væri handa 1. janúar væri verkinu fokið 10. desember sama ár. Eyðing skóga Mest er gróðureyðingin í hitabelt- inu og talið er að um helmingur skóglendis heimsins hverfi á næstu áratugum ef ekkert verður að gert og með sama áframhaldi verður búið að eyða öllum skógi í þróunarlönd- unum árið 2020. Regnskógar hita- beltisins þekja eingöngu um 6% af yfirborði jarðar en í þeim er aftur á móti að finna 70 til 80% af öllum tegundum lífvera sem lifa á jörð- inni. Eyðing regnskóganna felst því ekki aðeins í að fella tré, það er einnig verið að eyða heimkynnum fjölda dýra, stórra sem smárra. Talið er að flatarmál skóga á ís- landi hafi minnkað frá því að vera þrjátfu þúsund ferkflómetrar um landnám í um þrettán hundruð fer- kflómetra. Helstu orsakir gróður- eyðingarinnar eru eldgos, uppblást- ur, sandfok, vatnsrof og ofbeit. Allir þessir þættir eru meira eða minna samofnir og þegar þeir leggjast á eitt verður eyðingarmátturinn marg- faldur. Þrátt fyrir að gróðurfar á íslandi sé mun gróskumeira en gera má ráð fyrir vegna norðlægrar legu landsins gera stutt sumur og lágur sumarhiti gróðrinum erfitt fyrir. Þrjár gerðir skóga Ræktun skóga þjónar margvísleg- um tilgangi en almennt er talað um þrenns konar skóga. Fyrst ber að nefna útivistarskóga þar sem áhersla er Iögð á útiveru og að fólk njóti lífsins. Þá eru nytjaskógar sem eiga að gefa af sér timbur og loks landgræðsluskóga en tilgangur þeirra er að vemda jarðveg og rækta upp örfoka land. Gróðursetning er vandasamt verk sem vinna þarfafnatni og alúð. Til flóm íslands teljast um fjögur hundmð og sjötíu tegundir há- plantna en hér á landi geta vaxið mun fleiri tegundir eins og komið hefur í ljós með innflutningi planma. Einangmn landsins er ein helsta skýringin á því hversu fáar plöntur vaxa villtar á Islandi. Frá upphafi skógræktar á íslandi hafa verið gróðursettar um eitt hundrað tegundir trjáplanma og hafa margar þeirra reynst ágætlega. Þrátt fyrir það mynda aðeins fimm innfluttar tegundir stofninn að skógrækt á ís- landi. Þessar tegundir em sitka- greni, stafafura, lerki, ýmsar víðiteg- undir og alaskaösp. Birki er eina tijátegundin sem myndar náttúm- legan skóg á Islandi og það er einnig mikið notað í ræktun landgræðslu- og útivistarskóga. Rætur þola illa sólarljós og það tekur plöntur langan tíma að jafna sig efþær þorna í sól. Þegar rækta á skóg er nauðsynlegt að gera sér grein fýrir tilgangi rækt- unarinnar og taka tillit til veðurs, jarðvegsgerðar og annarra umhverf- isþátta og ákveða tegundir í ffam- haldi af þvf. Plöntumar verða að falla vel að landslaginu og velja verður tegundir sem mynda fallega heild. Það er fátt ljótara en vandlega afmarkaðir reitir þar sem barrtré og lauftré skiptast á í skipulögðum röð- um eða hólfum. Gróðursetning Þegar tré em gróðursett er ekki nóg að hola þeim niður hvar sem er. Gróðursetning er vandasamt verk sem vinna þarf af natni og alúð. Plöntur sem gróðursettar er af vandvirkni em fljótari að ná sér, þær em fljótari að festa rætur og því lík- legra að plönturnar lifi af fyrstu árin sem yfirleitt em erfiðust. Best er að gróðursetja að vori eins fljótt og auðið er, eða um leið og frost fer úr jörðu. Tíminn frá miðj- um aprfl og fram í júní er oftast hentugur því að þá er mikill raki í jörðu og plöntumar að vakna úr vetrardvala. Einnig má gróðursetja að hausti frá byrjun ágúst og fram undir mánaðamótin september og október. Best er að gróðursetja í rigningu eða skýjuðu veðri. Áður en gróðursetning hefst þarf að huga að ástandi girðinga, útvega verkfæri og skipuleggja útplöntun- ina. Hvað á að gróðursetja margar plöntur og hvar á að setja þær nið- ur? Nauðsynlegt er að geyma plönt- urnar í skugga þar til þær em settar niður til að minnka útgufun og draga úr vökvatapi. Einnig verður að vökva plöntumar vel áður en þær em gróðursettar. Rætur þola illa sól- arljós og það tekur plöntur langan tíma að jafna sig þomi þær í sól. Gróðursetja skal skógarplöntur í skjóli milli þúfna eða steina og gott er að setja stein við hliðina á kvist- unum til að skýla þeim fyrir vond- um veðmm. Ekki má gróðursetja uppi á þúfum eða smáhæðum þar sem plöntumar em óvarðar fyrir veðri og vindum. Við gróðursetningu skal þess gætt að plönturnar standi beinar, að ræt- umar fari vel í holunni og gott er að blanda búijáráburði saman við moldina áður en henni er þjappað gætilega að plöntunni. Búfjáráburðurinn góður í einu tonni af búfjáráburði er um eitt og hálft kfló af kalsíum, eitt kfló af magnfum og átta hundmð grömm af brennisteini auk margs konar snefilefna. Efnasamsetning í búfjáráburði er mismunandi eftir fóðmn gripa, afurðum þeirra og þeim aðstæðum sem áburðurinn er geymdur við. Nitur eða köfnun- arefhi í búfjáráburði nýtist yfirleitt illa vegna þess að það gufar upp sem ammoníak í geymslu, við dreifingu og þegar búið er að dreifa áburðinum á jörðinna. Draga má úr útgufun niturs með því að blanda búfjáráburðinn með vami. Hvítsmári - lítil áburðar- verksmiðja Hvítsmári (Trifolium repens) til- heyrir ætt belgjurta en innan henn- ar er að finna margar mikilvægar nytjajurtir eins og jarðhnetur, ýms- ar baunir og lúpínu. Smárinn nýtur mikillar hylli þeirra sem stund líf- ræna ræktun vegna getu hans til að framleiða nitur með hjálp nitur- bindandi gerla sem lifa á rótum hans. Rætur smárans hafa góð áhrif á frjósemi jarðvegs þar sem þær hjálpa til við loftun hans. Smárinn vex í valllendi, móum og túnum um allt land og er víða eins og gamall, rótgróinn slæðingur. Sagt er að fjögura blaða smári boði gæfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.