Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ 2003 MENNING J 7
Menning
Lelkhús • Bókmenntlr • Myndllst • Tónllst • Dans
Höfundr aldar í Reykholti
Klassíkin ræður ríkjum á Reykholts-
hátíð sem verður haldin um aðra
helgi, 25.-27. júlí.Á lokatónleikun-
um verður m.a. frumflutt verkið Höf-
undr aldar eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur, við texta eftir Snorra Sturlu-
son - flutt af Huldu Björk Garðars-
dóttur sópran, Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara og Bryn-
dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Á
opnunartónleikunum á föstudags-
kvöld verður tónlist eftir Franz
Schubert. Á miðdegistónleikum
laugardags verður verk eftir Heise,
Beethoven og Strauss og á kvöld-
tónleikum þann dag flytur Brindisi
tríóið frá Englandi tríó eftir Fauré,
Mozart og Brahms. Fjölmargir þekkt-
ir tónlistarmenn koma fram á hátíð-
inni. Stjórnandi hennar er Steinunn
Birna Ragnarsdóttir.
gun@dv.is
Ylfa og Ólafur „Það er gert grín að öllu því fjölmiðlaefni sem textinn er unninn úr," segir greinarhöfundur. DV-mynd Sig. Jökull
LEIKLISTARGAGNRÝNI
Silja Aðalsteinsdóttir
Þorleifur Örn Arnarsson velur ekki auðvelt
verkefni f fyrsta sinn sem hann leikstýrir, eftir
útskrift úr leiklistardeild Listaháskólans. Að-
farir að lífi hennar, sem hann setur upp fyrir
Hið lifandi leikhús í Tjamarbíói, er langur og
sundurlaus texti, samanklipptur héðan og
þaðan, bútur úr handriti að dæmigerðri af-
þreyingarkvikmynd en mest úr fréttum, ffétta-
skýringum, greinum (minningargreinum?) og
öðru efni í fjölmiðlum.
Með því að nota klisjur og orðaleppa sem
við þekkjum undir eins kallar textinn á auga-
bragði fram í huga okkar myndir og sögur og
þannig getur höfundur sagt margar sögur á
stuttum tíma. Þetta minnir á aðferð auglýsinga
sem sérhæfa sig í að vísa á örskotsstundu í
veruleika sem áhorfandinn/lesandinn þekkir
og kalfa fram ósjálfráð viðbrögð í huga hans
sem gera hann veikan fyrir vörunni sem aug-
lýst er.
Þau fara aðdáanlega skýrt
með þennan mikla texta og
látavelað stjórn.
En írski höfundurinn Martin Crimp og Þor-
leifur Öm, sem vinnur sinn texta úr verki hans,
láta sér ekki nægja eina vísun og einfalda sögu,
enda er tilgangurinn annar en auglýsinganna.
f Aðfömm að lífi hennar er okkur „sögð“ saga
stúlkunnar önnu sem verður eins konar sam-
nefnari kvenna á Vesturlöndum í samtfman-
um. Anna líkamnast þó aldrei á sviðinu heldur
heymm við talað inn á símsvarann hennar og
hlustum á fólk tala um hana eða segja frá
henni og röðum upp fyrir okkur mynd af henni
út ffá upplýsingum sem við fáum úr þeim
texta. Það verður svo margföld mynd að
„Anna" gæti verið margar stúlkur - en virka líf
einstaklinga, til dæmis í tímaritsviðtölum, ekki
stundum eins og mörg ólík líf?
Verkið er bullandi fronía, harkalegur tví-
skinnungur frá upphafi til enda sem er rosa-
lega fjörugur og fyndinn þegar best tekst til.
Það er gert grín að öllu því fjölmiðiaefni sem
textinn er unninn úr, líka að dæmigerðri
menningargagnrýni - jafnvel að framúrstefnu-
leikhúsi! Stundum fannst manni að Anna gæti
vel heitið Ragnheiður Birna og verið söguhetja
Hallgríms Helgasonar í Þetta er allt að koma,
enda verkin sprottin af svipuðu hugarfari.
Þrír karlar og tvær konur gera þessar aðfarir
að lffi önnu á sviðinu, Guðjón Davfð Karlsson,
Orri Huginn Ágústsson, Melkorka Óskarsdótt-
ir, Ylfa Áskelsdóttir og Ólafur Bjöm Ólafsson
sem lék undir á píanó. Þau fara aðdáanlega
skýrt með þennan mikla texta og láta vel að
stjórn, einkum em Guðjón og Orri frábærir í
æsilegustu senunum. En þetta verk þyrfti
þjálfaða (og andskoti magnaða) leikara til að
ná marki sínu fyllilega. Þó hvet ég áhugamenn
Verkið er bullandi íronía,
harkalegur tvískinnungur frá
upphafi til enda.
um leikhús að drífa sig í Tjarnarbíó á miðnætti
í kvöld, föstudag, eða kl. 21 á sunnudagskvöld-
ið. Hið lifandi leikhús hefur nefhilega hug á að
lifa lengur og það verður spennandi að sjá
hvað þau gera næst.
Hifi lifandi leikhús sýnlr f Tjamarbiói: Aðfarir að lífi
hennar, byggt á verki Martins Crimps. Tónlist Ólafur
Björn Ólafsson. Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Svlös-
mynd, búningar og leikstjóm: Þorleifur örn Arnarsson
Leikið fyrirdansi
©
TÓNLISTARGAGNRÝNI
JónasSen
Ég man ekki eftir að hafa heyrt róman-
tíska tónlist á hinni árlegu Skálholtshátíð.
Yfirleitt er aðeins barokk eða enn eldri
tónlist, eða þá að frumfluttar em nýjar fs-
lenskar tónsmfðar, oftast af trúarlegum
toga. Auðvitað er ekkert að þessu, en þó
væri kannski hægt að breyta til og hafa á
dagskrá trúarleg verk frá rómantíska tíma-
bilinu. Það væri a.m.k. tilbreyting fyrir
fastagesti á hátíðinni.
Mér datt þetta í hug eftir tónleika
Helgu Ingólfsdóttur í Skálholti síðastlið-
inn laugardag, en þá hitti ég tvo áheyr-
endur sem vom óskaplega þreyttir. Þeir
vom ekki þreyttir á hvemig Helga spilaði,
heldur vegna þess að hún spilaði ekkert
nema barokktónlist. Samkvæmt því sem
þeir sögðu mér gildir ákveðin formúla fyr-
ir svona tónleika: Semball + eintómt
barokk í X langan tfma = leiðindi.
Ég er ekki sammála þessu og persónu-
lega leiddist mér ekki neitt. Þó er ekki
hægt að neita því að smávegis nútfmatón-
list inn á milli barokkverkanna heföi
óneitanlega kryddað tónleikana. Semball-
inn er lfka fremur flatt hljóðfæri sem býr
ekki yfir miklum túlkunarmöguleikum, og
því getur klukkutfmi af barokktónlist á
sembal örugglega verið skelfilega svæf-
andi fyrir suma.
Þó er ekki hægt að neita því
að smávegis nútímatónlist
inn á milli barokkverkanna
hefði óneitanlega kryddað
tónleikana.
Fyrsta verkið sem Helga spilaði var svíta
í F-dúr eftir Couperin. Fyrir þá sem ekki
vita er svíta röð smáverka sem öll eru í
einhvers konar danstakti, en á undan er
prelúdía, þ.e. forspil. Forspilið má rekja til
Helga Ingólfisdóttir. „Leikur hennar var agaður, nákvæmur og fumlaus og greinilega englr tæknilegir örðug-
leikar að vefjast fyrir hennl," segir m.a (dómnum.
þeirrar venju danshljómsveita að hita upp
áður en ballið byrjaði, en ekki var að heyra
á fingrum Helgu að þeir þyrftu nokkra
upphitun. Þvert á móti var leikur hennar
agaður, nákvæmur og fumlaus og greini-
lega engir tæknilegir örðugleikar að vefj-
ast fyrir henni. Sama má segja um hin
smáverkin, þau voru öll skemmtilega túlk-
uð, hvert á sinn hátt án þess að heildar-
mynd svítunnar bjagaðist.
Næst á dagskrá voru tvær tónsmíðar
eftir Georg Böhm, sálmapartítan Ach wie
nictig og Prelúdía, fuga og póstlúdfa. Bæði
verkin eru litrík og margræð, sérstaklega
hið síðara, sem Helga lék af mikilli innlif-
un og næmri tilfinningu fyrir fínlegustu
blæbrigðunum.
Sfðast á efnisskránni var hin stór-
brotna Krómatíska fantasfa og fúga eftir
Bach, sem hlýtur að hafa þótt framúr-
stefnuleg með afbrigðum þegar hún var
fyrst flutt, enda ómstríð á köflum. Hér
sýndi Helga enn einu sinni að hún hefur
algert vald á hljóðfæri sínu og þó að semb-
allinn hafi ekki notið sfn eins vel og þegar
hún lék á hann í Salnum í Kópavogi í vet-
ur var flutningurinn engu að sfður
ánægjuleg upplifun og langt frá því að
vera leiðinlegur.