Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003
DV Sport
Keppni I hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Guðlaugur í ÍS
KÖRFUKNATTLEIKUR: Bak-
vörðurinn sterki Guðlaugur
Eyjólfsson, sem hefur leikið all-
an sinn feril með Grindavík, og
félagi hans Guðmundur Ás-
geirsson hafa ákveðið að söðla
um og spila með (S í 1. deild-
inni í vetur. Friðrik Ingi Rúnars-
son, þjálfari Grindavíkur, stað-
festi þetta í samtali við DV-
Sport í gær.
Dade aftur til Hamars
KÖRFUKNATTLEIKUR: Ham-
arsmenn munu að öllum lík-
indum tefla fram tveimur
Bandaríkjamönnum í Inter-
sport-deildinni á komandi
vetri.
Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham-
ars, sagði í samtali við DV-
Sport í gær að bakvörðurinn
Chris Dade, sem lék með
Hamri fyrir tveimur árum, væri
búinn að skrifa undir samning
við liðið og að auki væri nánast
frágengið að landi hans
Faheem Nelson myndi einnig
spila með liðinu.
„Við þekkjum Dade og vitum
hvar við höfum hann. Það er
mikilvægt fyrir félag eins og
okkur sem hefur ekki úr miklu
að moða," sagði Pétur.
Gengur hvorki
né rekur hjá
Skagamönnum
Enn heldur lánleysi Skaga-
manna áfram. í gær mættu
þeir FH-ingum uppi á Skipa-
skaga og urðu að sætta sig
við jafnan hlut eftir að hvor-
ugu liðinu tókst að skora. Lið-
ið er enn í fallsæti í Lands-
bankadeild karla.
Miðað við hvernig Skagamenn
voru að spila í gær áttu þeir sig-
urinn skilinn. En hið forkveðna
sannaðist að það eru mörkin
sem telja að leikslokum, ekki
marktækifærin. Það hefði reynd-
ar ekki komið á óvart ef FH hefði
náð að „stela“ sigrinum í lokin,
miðað við sumarið sem Skaga-
menn hafa átt.
Skagamenn í sókn
Skagamenn sóttu í sjálfu sér
nánast linnulaust, með nokkrum
hættulausum sóknarlotum gest-
anna inn á milli. Eins og venju-
lega í sumar fengu þeir aragrúa
af hornspyrnum en eins og svo
oft áður tókst þeim ekki að færa
sér það í nyt. Færeyingurinn Juli-
an Johnson fékk bestu færi sinna
manna þegar hann skallaði í slá í
upphafi leiks og þá komst hann
einn inn íyrir vörn FH-inga í
þeim síðari en slakt skot hans
hafnaði í öruggum höndum
Daða Lárussonar. Hann fékk svo
enn og aftur kjörið færi undir lok
leiksins en var óheppinn að
slæma fætinum ekki í knöttinn í
markteignum. Homspymumar
virtust flestar rata á koll Gunn-
laugs Jónssonar sem náði þó
aldrei að skapa verulega hættu.
Leikurinn bar það með sér að
vera hin ágætasta skemmtun ef
bara mörkin hefðu komið.
Skagamenn mættu grimmir til
leiks og léku mun betur en í síð-
asta heimaleik, þegar þeir töp-
uðu illa fyrir ÍBV, 3-0. Vörnin
virtist mjög þétt og miðjuspilið
var gott, með Julian sem besta
mann. Enn og aftur var það
sóknarleikurinn sem var meinið
við leik þeirra enda með ein-
dæmum bitlaus.
Þétt vörn
FH-ingar náðu sér aldrei á
strik fram á við enda var þeirra
skæðasta sóknarmanni, Allan
Borgvardt, algerlega haldið niðri
af sterku miðvarðaparinu. Hann
Enn og aftur var það
sóknarleikurinn sem
var meinið við leik ÍA
enda með eindæmum
bitlaus.
sýndi þó lipra takta þó svo að
færin væm fá. Miðjan var alger-
lega týnd en vann ágætlega aftur
á við með vöminni, sem var það
jákvæðasta við leik liðsins. Daði
markvörður virkaði mjög ömgg-
ur og steig vart feilspor í leikn-
um.
Erum að spila ágætlega
„Já, þetta var mjög gremju-
legt," sagði Julian í leikslok um
markaþurrð Skagamanna. „Við
virðumst vera að ganga í gegn-
um ákveðið tímabil þar sem okk-
ur virðist algjörlega fyrirmunað
að skora. Við emm að spila fínan
fótbolta og vomm betri aðilinn
„Okkur virðist algjör-
lega fyrirmunað að
skora."
mestallan leikinn. Við sköpuð-
um mun fleiri færi en ef við skor-
um ekki telur það skammt. Við
verðum bara að trúa því að
mörkin fari að koma,“ sagði fær-
eyski landsliðsmaðurinn.
„Nú er ekkert annað í stöð-
unni en standa saman sem eitt
lið og ná inn einhverjum stigum
til að færa okkur ofar í töflunni.
Liðsandinn er nokkuð góður, við
emm alls ekki á því að gefast
upp. Ég er viss um að ef við byrj-
um að nýta færin okkar fara stig-
in að skila sér.“
Sáttur við stigið
„Jú, ég get vel verið sáttur við
þetta stig," sagði Ólafur Jóhann-
esson, þjálfari FH. „Við byrjuð-
um leikinn með stigið og við æd-
uðum alls ekki að tapa því. Við
vissurn vel að Skagamenn
myndu mæta grimmir til leiks
enda kom það ekki til greina hjá
þeim að verða aftur skellt, annan
leikinn í röð, á heimavelli. Okkur
gekk illa að halda boltanum en
annars er ég sáttur við baráttu-
gleði leikmanna minna."
eirirkust@dv.is
IA-FH
0-0
ÍA (4-3-3)
Þórður Þórðarson.............3
Hjálmur Dór Hjálmsson........3
(73., Unnar Orn Valgeirsson .-)
Reynir teósson ..............4
Gunnlaugur Jónsson ..........4
Andri Karvelsson..............3
Grétar Rafn Stelnsson ........3
Pálmi Haraldsson .............4
Julian Johnson................4
GuðjónH.Sveinsson ...........2
(73., Aleksandar Linta.......-)
Hjörtur Hjartarson ..........2
Kári Steinn Reynisson .......2
(78.,GarðarGunnlaugsson......-)
Samtals 11 menn..............34
Gul spjöld:
lA: Gunnlaugur,
Julian.
FH:Guðmundur,
Heimlr.Tommy.
Rauð spjöld:
Engln.
Skot (á mark);
15 (7) - 5 (2)
Horn:
11-3
Aukaspyrnur:
15-16
Rangstöðun
3-1
FH (4-5-1)
DaðiLárusson ................4
Guðmundur Sævarsson .........3
(78„ Freyr Bjamason..........-)
Sverrir Garðarsson ..........4
TommyNielsen ................4
Magnús Ingi Einarsson .......4
Jón Þ. Stefánsson ...........2
Heimir Guðjónsson............3
(87., Víöir Ifiifsson........-)
Jónas Grani Garðarsson.......1
(80„AtliViöarBjörnsson.......-)
BaldurBett ..................2
Hermann Aibertsson...........1
Allan Borgvardt..............3
Samtalsll menn...............31
Varin skot:
Þórður 2 - Gæöí ,eiks: Dómari: Glsli Hlynur Jóhanns- Daði 6. WH| son (4). Ahorfcndun 830.
íjgT
Maður leiksins hjá DV-Sporti: §g.
Daði Lárusson, FH
SKORUÐU ÞEIR MÖRKIN?
Skagamenn hafa löngum skorað
mörkin I íslenskum fótbolta en
markaþurrð liðsins I ár er hins veg-
ar farin að há liðinu mikið enda
sitja Skagamenn nú í fallsæti þegar
átta umferðir eru eftir.
Skagamenn hafa aðeins nýtt 7,6%
skota sinna I sumar og skorað fæst
mörk allra liða (11) þrátt fýrir að
hafa náð að skjóta langoftast að
marki eða 14,5 sinnum að meðal-
tali I leik.
Besta skotnýting
delld karia 2003:
Þróttur
Grindavlk
KA
(BV
Fram
Fylkir
FH
KR
Valur
(A
í Landsbanka-
15,5% (116/18)
15,1% (106/16)
14,7% (109/16)
14,3% (112/16)
12,7% (102/13)
12,2% (123/15)
11,9% (118/14)
11,0% (109/12)
9,5% (137/13)
7,6% (145/11)
ooj.sport@dv.is
LANDSBANKADEILD
&
Staðan:
Fylkir 10 6 1 3 1S-8 19
Þróttur 10 6 0 4 18-13 18
Grindavík 10 6 0 4 16-16 18
KR 10 5 2 3 12-12 17
KA 10 4 2 4 16-14 14
(BV 10 4 1 5 16-15 13
Valur 10 4 0 6 13-17 12
FH 10 3 3 4 14-15 12
wm 10 2 5 3 12-13 11
Fram 10 2 2 6 13-22 8
Næstu leikir (11. umferð):
Grindavlk-Fylkir Fim. 24. júlí kl. 19.15
(BV-Valur Fim. 24. júlíkl. 19.15
Þróttur-IA Fim. 24. júlí kl. 19.15
FH-KA Fim. 24. júlí kl. 19.15
KR-Fram Sun. 27. júlí kl. 19.15
MARKAHÆSTU LEIKMENN
BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 8
SteinarTenden, KA 6
Jóhann Hreiðarsson, Val 5
Hreinn Hringsson, KA 5
Sören Hermansen, Þrótti 5
Jónas Grani Garðarsson, FH 4
Sinisa Kekic, Grindavík 4
Haukur Ingi Guðnason, Fylki 4
Kristján Brooks, Fram 4
Veigar Páll Gunnarsson, KR 3
Guðjón Heiðar Sveinsson, (A 3
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR 3
Tommy Nielsen, FH 3
Sigurbjöm Hreiðarsson, Val 3
Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki 3
Óli Stefán Flóventsson, Grindav. 3
MARKALAUSIR LEIKIR
Flestir markalausir leikir liða f Landsbankadeild karia 2003:
ÍA 4
FH 3
KR 2
Fylkir 2
Grindavfk 2
KA 2
IBV 2
Fram 2
Valur 2
Þróttur 0
STEINAR „SKALLF'TENDEN
Norðmaðurinn SteinarTenden hef-
ur skorað fimm af sex mörkum sín-
um í Landsbankadeild karla með
skalla en bæði mörk hans gegn
Fram I gær voru skoruð með skalla
úr markteig. Þrjú af skallamörkum
Tenden í deildinni I sumar hafa
komið úr markteignum en tvö
þeirra utan hans.
ooj.sport@dv.is