Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Blaðsíða 39
I I I I 1 FÖSTUDAGUR 18.JÚLI2003 DVSPORT 39 Cook áfram hjá Tindastóli Bárður áfram með Snæfell KÖRFUKNATTLEIKUR: Bandaríkjamaðurinn Clifton Cook mun leika með Tindastóli í Intersport-deildinni í körfuknattleik næsta vetur. Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls, sagði í samtali við DV-Sport í gær að Cook væri búinn að gera munnlegt sam- komuleg við félagið og að hann byggist við því að hann myndi skrifa undir samning á næstu dögum. Cook lék mjög vel á síðasta tímabili og skor- aði 24,3 stig og tók 7,6 fráköst að meðaltali. Kristinn sagði jafnframt að það væri mjög ólíklegt að Rússinn Michail Antropov myndi spila meðTindastóli á næsta ári en að hann væri að leita að mönnum erlendis. Cook spilar áfram með Tindastóli. KÖRFUKNATTLEIKUR: Bárð- ur Eyþórsson mun þjálfa lið Snæfells í Intersport-deildinni í körfuknattleik næsta vetur en eins og kom fram í DV mið- vikudaginn 9. júlí síðastliðinn þá hafði blaðið heimildir fyrir því að Bárður væri hættur störfum. GissurTryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæ- fells, sagði í samtali við DV- Sport í gær að Bárður hefði verið endurráðinn í vor, æfing- ar væru byrjaður og að Bárður stjórnaði þeim. Gissur sagði að tveir Banda- ríkjamenn myndu spila með liðinu á komandi tímabili. Ann- ar þeirra er bakvörðurinn Cor- ey Dickerson en hann lék tvo leiki með Grindvíkingum í úr- slitakeppninni í vor, í fjarveru Darrells Lewis. Hinn leikmaður- inn er Joe Ransom, tveggja metra hár miðherji, sem lék % með Brimingham South Col- lege, sama skóla og Jakob Sig- urðsson og Helgi Margeirsson leika nú með. Ransom skoraði 19,1 stig og tók 7,9 fráköst síð- asta ár sitt í skólanum og var stigahæsti maður liðsins. Opna breska meistaramótið hófst í gær með látum: Erfiður fyrsti dagur TOPPMAÐUR: Hennie Otto, kylfingur frá Suður-Afríku, lék best allra á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi. Hér slær hann högg á 18. braut. Reuters ---- —— ---j----—-------- Veiddi maríulaxinn á maðk í Hvolsá Á hverju ári veiða veiðimenn maríulaxinn sinn og það eru mikil tímamót, veiðiugginn er bitinn af og rennt er fyrir fleiri fiska. Þannig gengur veiðiskap- urinn fyrir sig. Hann Hjörvar Gísli Valgeirsson, 10 ára, veiddi maríulaxinn sinn í Hvítadalsstrengnum í Hvolsá fyrir fáum dögum og var að vonum ánægður með fenginn. , -^að var skemmtilegt að strákur- inn skyldi veiða maríulaxinn sinn þarna en fiskurinn var 5 pund og veiddist á maðkinn," sagði faðir hans, Valgeir Ólafur Guðmunds- son, í samtali við DV-Sport en hann var á svæðinu þegar sonur hans veiddi laxinn. Núna eru komnir 2 laxar úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, en ríflega 150 bleikjur hafa veiðst og eru þær stærstu um 4 pund. Veiðimenn, sem voru við veiðar í „Það var skemmtilegt að strákurínn skyldi veiða maríulaxinn sinn þarna en fiskurinn var 5 pund og veiddist á maðkinn." Fáskrúð í Dölum, voru lítið að fá fyrir fáum dögum, enda áin vatns- lítil. Mikið líf var fyrir utan ósinn en kannski ekki af fiski. Krossá á Skarðsströnd hefur geflð laxa en ekki mikið ennþá. G. Bender Það var heldur vindótt á hinum konunglega St. George golfvelli á Englandi í gær þar sem Opna breska meistaramótið í golfi hófst í gær. Kári í jötunmóð lét til sín taka og þeytti mörgum frægum kylfingum heldur aft- arlega á skorlistann. Fyrstan ber að nefna sigurvegara síðasta árs, Suður-Afríkumannin- um Ernie Els sem náði sér engan veginn á strik og lauk keppni á 7 höggum yfir pari. Þá lenti stór- stjarnan Tiger Woods í miklum vandræðum strax á fyrstu braut þegar hann týndi boltanum eftir teighöggið. Hann lauk holunni á þreföldum skolla. Það var hins vegar annar golfari frá Suður-Afríku, Hennie Otto, sem gerði sér lítið fyrir og spilaði best manna f gær, á þremur undir pari. Hann er ekki mjög þekktur í golf- heiminum og þurfti að spila sig inn á mótið í forkeppnum. Hvíta hákarlinum, Greg Norman, líkar greinilega vel á St. George og Tiger Woods lenti í miklum vandræðum á fyrstu braut þegar hann týndi boltanum. spilaði á tveimur undir pari en hann vann mótið þegar það fór síð- ast fram á þessum velli, fyrir 10 ár- um. Sá gerði sér lítið fyrir og fékk örn á hinni löngu 4. braut. Hinn 53 ára gamli Tom Watson, sem hefur unnið mótið 5 sinnum á ferlinum, var í góðu formi og hefði vel getað verið á toppnum ef ekki hefði verið fyrir skolla á næstsíð- ustu braut og tvöfaldan skolla á þeirri síðustu. Hann lék á pari. Tiger Woods náði að redda deg- inum eftir slæma byrjun með 4 fuglum. „Ég er ennþá með í þessu móti,“ sagði Tiger. „Maður þarf bara að hafa þolinmæði og einbeita sér því það er mjög auðvelt að falla úr leik á þessu móti. „Maður þarf bara að hafa þolinmæði og einbeita sér, því það er mjög auðvelt að falla úr leik á þessu móti." Helsta von heimamanna, Colin Montgomerie, hrasaði yfir morg- unverðarborðinu áður en keppnin hófst og varð fyrir meiðslum í hönd. „Það var mjög sárt að spila í dag. Ég reyndi sem ég gat að ná til boltans með almennilegum högg- um en sársaukinn bar mig ofur- liði,“ sagði Montgomerie sem hætti keppni á 7. braut, fjórum höggum yfír pari. Hann var ekki sá eini sem hætti því Bandaríkjamennirnir Paul Azin- ger og Jerry Kelly hættu lika. Sá síð- arnefndi var sérstaklega seinhepp- inn - fór fyrstu holuna á 11 höggum og hætti svo keppni á þeirri 17. þeg- ar hann slasaði sig á vinstri hönd. eirikurst@dv.is STAÐAN EFTIR FYRSTA DAG Efstu menn: Hennie Otto, Suöur-Afrlku 68 Davis Love III, Bandaríkjunum 69 Greg Norman, Ástrallu 69 S.K. Ho, Suður-Kóreu 70 Fredrik Jacobson, Svíþjóö 70 Fred Couples, Bandarlkjunum 71 Gary Evans, Bretlandi 71 Mathias Gronberg, Svíþjóð 71 Charles Howell III, Bandaríkjunum 71 Thomas Levet, Frakklandi 71 Scott McCarron, Bandaríkjunum 71 Tom Watson, Bandarikjunum 71 m Þessir helstu: Jesper Parnevik, Svíþjóð 72 Thomas Bjorn, Danmörku 73 Sergio Garda, Spáni 73 Retief Goosen, Suður-Afríku 73 Sandy Lyle, Bretlandi 73 Mark O'Meara, Bandaríkjunum 73 Tiger Woods, Bandarikjunum 73 lan Woosnam, Bretlandi 73 Jim Furyk, Bandarikjunum 74 Justin Leonard, Bandarikjunum 74 Phil Mickelson, Bandaríkjunum 74 Jose-Marie Olazabal, Spáni 74 Nick Price, Zimbabwe 74 •• Mike Weir, Kanada 74 Stuart Appleby, Ástrallu 75 Darren Clarke, Bretlandi 75 Padraig Harrington, (rlandi 75 Vijay Singh, Fídji-eyjum 75 Nick Faldo, Bretlandi 76 Bernhard Langer, Þýskalandi 76 Lee Westwood, Bretlandi 76 Tom Lehman, Bandaríkjunum 77 Ernie Els, Suður-Afrlku 78 Justin Rose, Bretlandi 79 David Toms, Bandaríkjunum 80 Paul Lawrie, Bretlandi 81 David Duval, Bandaríkjunum 83 Bretinn Colin Montgomerie hætti keppni á 7. braut, þá 4 yfir pari. Við höfum veiðileyfin handa þér! i Bjarnafjaröará, Blanda, Brynjudalsá, Eldvatn, Eystri Rangá, Ferjukotseyrar, Galtalækur, Grenlækur sv. 3, Hafralónsá, Kráká, Langadalsá, Laugardalsá, Laxá í Aðaldal - Árbót, Múlatorfa og Staðartorfa, Laxá á Ásum, Litlá, Miðfjarðará, Sog - Tannastaðatangi og Þrastarlundur, Svartá, Straumarnir, Tungufljót, Vatnasvæði Lýsu, Vesturbakki Hólsár, Ytri Rangá o.fl. ^ STANGVEIÐIFELAGIÐ Vatnsendabletti 181 203 Kópavogi Sími 557 6100 lax-a@lax-a.is www.lax-a.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.