Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Page 12
12 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR18.JÚLÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5828 Prodi yfirheyrður um misferli EVRÓPUSAMBANDIÐ: Evrópu- bankareikningar til að koma fé þingið hefur kallað Romano undan. Neil Kinnock, varafor- Prodi, forseta framkvæmda- seti framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar Evrópusambandsins, á sagði við þingnefnd í vikunni sinn fund í september vegna að til væru gögn sem sýndu að rannsóknar á meintu misferli slík starfsemi væri enn stund- innan stofnana þess. Árið 1999 uð. Prodi var einmitt kallaður kom upp að umfangsmikið til starfa eftir að upp komst um misferli hefði átt sér stað innan misferlið 1999. Þá lýsti hann stofnunarinnar þar sem notað- því yfir að ekkert slíkt yrði liðið ir voru ólöglegir, leyndir í framtíðinni. V •'SÁ* 'JpjS Gen fundið ÞUNGLYNDI: Nýjar rannsóknir sýna að líkurnar á að þjást af þunglyndi ákvarðast að hluta til af því hvaða tegund ákveð- inna gena einstaklingar búa yf- ir. Þeir sem hafa genið sem hefur minnstu vörn gegn þunglyndi eru rúmlega tvöfalt líklegri til að fá sjúkdóminn en þeir sem hafa genið sem veitir mestu vörnina. BUSH OG BLAIR Á RAUÐUM DREGLI: Þeir baráttubræður eru sannfærðir um að hafa gert rétt. Röddin hafnar ásökunum Breta og Bandaríkjamanna um að írakar hafi búið yfir gjöreyðingarvopnum og ásakar þá Bush og Blair um falsanir og lygar til þess að geta réttlætt stríð. Miklar varúðarráðstafnair voru gerðar hjá setuliðinu í írak vegna afmælisins vegna ótta við árásir og hryðjuverk, en dagurinn hefur var einn helsti hátíðisdagur Iraka meðan Saddam var við völd. Bush og Blair funda í Washington: Rlair conir j|ð >agan muni fyrirgefa Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, vörðu í gær stríðsað- gerðirnar í (rak og héldu því fram að ákvörðunin um að koma Saddam Hussein frá völd- um hefði verið byggð á öruggum leyniupplýsingum. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi sem leiðtogarnir héldu eftir að Tony Blair hafði haldið sögulega ræðu f bandaríska þinginu yfir sameinuðum þing- heimi fulltrúa- og öldungadeildar, en aðeins örfáir hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi og þar á meðal Margaret Thatcher, fyrrum forsæt- isráðherra Bredands. Það kom fram á blaðamanna- fundinum að eitt af þeim málum, sem þeir félagar myndu ræða nánar í dag, væri fangamálið í Guanta- namo en heima fyrir er mikill þrýst- ingur á Blair um að fá tvo breska fanga framselda til þess að hægt verði að rétta yfir þeim heima í Bretlandi en ekki fyrir bandarískum herrétti. Blair sagði að yfírlýsingar um málið væri að vænta í dag. Blair, sem hlaut hlýjar móttökur þingheims, sagði í ræðu sinni að þrátt fyrir að þeir hefðu haft rangt fyrir sér um gjöreyðingarvopnin þá myndi sagan fyrirgefa það að Saddam Huss- ein hefði verið steypt af stóli. Engin sigurræða Þrátt fyrir hlýjar móttökur í bandaríska þinginu er langt frá því að hægt verði að túlka ræðu Blairs sem sigurræðu því beggja vegna Atlantsála, bæði í Lundúnum og Washington, eru leiðtogarnir harð- lega gagnrýndir fýrir að leggja fram meintar falsaðar leynilegar upplýs- ingar til þess að réttlæta stríðs- reksturinn í Irak. Bush hélt því þó ákveðið fram í gær að Saddam Hussein hefði framleitt og haft í fórum sínum efna- og sýklavopn og hefði unnið að því að endurvekja kjarnavopna- framleiðsluna. „Þegar málin hafa verið skoðuð ofan í kjölinn þá á sannleikurinn um að upplýsingarnar voru góðar eftir að koma f ljós,“ sagði Bush, sem nú virðist hafa lagt til hliðar fyrrum ásakanir sínar um að írakar hafí reynt að kaupa úraníum í Afríkuríkinu Níger, en í staðinn lýst trúnaði á upplýsingar bresku leyni- þjónustunnar um sama mál. „Ég vil Þrátt fyrir hlýjar móttökur í bandaríska þinginu er langt frá því að hægt verði að túlka ræðu Blairs sem sigurræðu. bara segja það um úraníummálið að ég treysti fullkomlega upp- lýsingum bresku leyniþjónustunn- ar. Við stöndum við þær og trúum að þær séu réttar," sagði Bush. Rödd Saddams ómar enn Á sama tíma og þeir Blair og Bush funduðu f Washington, sendi al-Arabiya-sjónvarpsstöðin út hljóðupptöku, sem sögð var inni- haldá skilaboð frá Saddam Hussein sjálfum, þau þriðju á síðustu vik- um. Röddin, sem þykir eins og þær fyrri lík rödd Saddams, hvetur til frekari árása á setulið bandamanna í Irak og fordæmir þá íraka sem vinna með innrásarliðinu. Umrædd upptaka barst sjón- varpsstöðinni í gær þegar nákvæm- lega 35 ár voru liðin frá valdatöku Saddams og Baath-flokksins í írak. Blaðamaður „breytir framburði" Meðlimir þingnefndar í Bret- landi ásökuðu í gær blaða- mann frá BBC um að breyta framburði sínum og vera ófull- nægjandi vitni. Hann hafði haldið þvi fram að Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Tonys Blairs, hefði fært njósnaskýrslu um írak í stílinn. Mikill styr hefur staðið um þetta mál í Bretlandi síðustu vikur og hafa ásakanir gengið á víxl milli breska ríkisútvarpsins, BBC, og bresku ríkisstjómarinnar. Blaða- maðurinn, Andrew Gilligan, hafði frétt sína á sfnum tfma eftir einum ónefndum heimildarmanni og hefur harðneitað að gefa upp hver það var. Breska ríkisstjórnin hefur gagnrýnt vinnubrögð Gilligans og BBC og hefur án árangurs heimtað afsökunarbeiðni. Gilligan stendur á sínu Gilligan var kallaður í gær fyrir þingnefnd sem rannsakar aðdrag- anda fraksstríðsins. Eftir yfir- heyrslur lýsti formaður nefndar- innar og þingmaður Verkamanna- flokksins, Donald Anderson, því yfir að Gilligan hefði verið „ófull- nægjandi vitni" og að hann hefði breytt framburði sínum. „Gilligan hefur greinilega skipt um skoðun síðustu daga, sérstaklega hvað varðar ásakanir á hendur Camp- bell,“ sagði Anderson. Þessu neitar hins vegar Gilligan sem segir að þvert á móti hafi hann staðið fastur á sinni skoðun og ítrekað mörgum sinnum við þingnefndina að hann stæði við ásakanir heimildarmanns síns. Al- menningur fær að dæma sjálfur um trúverðugleika Gilligans, því yfirheyrslur þingnefndarinnar verða gerðar opinberar. UMDEILDUR BLAÐAMAÐUR: Andrew Gilligan stóð í gær við fullyrðingar sínar um að upplýsingafulltrúi Tonys Blairs hefði fært njósnaskýrslu um (rak í stílinn. Meðlimir þing- nefndar ásaka hann hins vegar um að skipta um skoðun í málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.