Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2003, Qupperneq 18
18 FÓKUS FÖSTUDAGUR 18.JÚLÍ2003 If ó k U S Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Netföng:fokus@fokus.is, hdm@fokus.is,sigrun@fokus.is Sími: 550 5894 • 550 5897 www.fokus.is Stjáni stuð lýsir úrslitunum f kvöld verður keppttil úrslita íFoosball, barmóti ll-unnar, en und- ankeppnin hefur verið haldin undanfarin föstudagskvöld. Liðin sem keppa til úrslita eru Sukkmaster Pro, The B.B. Kings, Double a Turbo, Cunts in the Kitchen, Vaxandi og Bútur FC. Að sögn forsvarsmanna mótsins má búastvið hörkukeppni enda samankomnir hæfustu foos- ballspilarar landsins. Öttum er frjálst að mæta og fylgjast með. Það ætti að vera vel þess virði því að Stjáni stuð, útvarpsmaðurinn góð- kunni, hefur tekið að sér að lýsa úrslitunum fyrir gestum. Er hægt að verja föstudagskvöldi betur en i að fylgjast með foosballspilurum í fremstu röð, hlusta á Stjána stuð og fá sér einn öl? Hollenskur plötusnúður á Vídalín Hollenski teknóplötu- snúðurinn Mike Scott spilar á Vídalfn ann- að kvöld. Mike Scott hefur þeytt skífum frá byrjun ní- unda áratug- arins i Hollandi en sló ígegn fyrir tveimur árum þegar hann spilaði á Love Parade. Síðan þá hefur hann verið að spila á stórum danshátíð- um og klúbbum um alla Evrópu. Aðspurður segist hann spila teknó með elektró og drum ‘n bass ívafi. Héðan flýgur hann beint til Spán- ar til að spila á Pacha og í strandpartý í Salao/Barcclona. Ástæðan fyrir komu hans á klakann er sú að hollenskur fétagi hans er búsett- ur á fslandi um þessar mundir. Upphitun kvöldsins verður í höndum kanadiska tónlistarmannsins Dadapogrom ásamt fslenska plötu- snúðnum Ingva úr Hafnarfirði. Undanfarnar vikur og mánuði hefur staðið yfir leit að nýjum stjórnendum í Djúpu laugina á SkjáEinum. Alls reyndu sex fyrir sér í þremur prufuþáttum og fengu áhorfendur að kjósa hvern þeirra þeir vildu sjá á Skjánum. Niðurstaðan varð sú að helming- ur þátttakenda náði kjöri og verður þetta í fyrsta sinn sem þrír skiptast á um að stjórna þættinum. Fókus tók nýju sjónvarps- stjörnurnar tali. Nyja fólkiö í Lauginni Hvemig leggst nýja starfið íþig? „Mér lxst þó nokkuð vel á þetta. Prufuþátturinn gekk, held ég, ágætlega. Þetta er bara nýtt verkefhi til að takast á við - er það ekki það sem þetta snýst um? Maður er þama að uppfylla æskudraum um að fá að koma fram í sjónvarpi, draum sem ég held að allir hafi átt. Eg var reyndar ekkert að missa legvatnið yfir þessu. Ég sótti ekki einu sinni um; það voru einhverjir gárungar úti í bæ sem töldu mig eiga heima þama. Ég prófaði að vera í útvarpinu í vetur og það gekk mjög vel þannig að ég finn mig greinilega vel í þessum bransa.“ Hyemig líst þér á samstarfsfóUáð? „Ég er auðvitað mjög sáttur við Bryndísi enda náðum við þrælvel saman í pmfuþættinum okkar. Mér líst líka vel á Auði. Það er alltaf gaman að vinna með skemmtilegu fólki þannig að þetta á eftir að vera þrælgaman." Ekkert smeykur við að það verði erfitt að finna fólk í þáttinn? „Nei, ekkert sérstaklega en fyrirkomulagið hjá okkur stjómendunum hjálp- ar óneitanlega. Það er samt nóg af furðulegum náungum hér á landi sem vilja koma í þáttinn og láta þar með æskudraum rætast. Þetta verður varla vanda- mál. Það er reyndar viss „fóbfa“ f spilinu. Við fúndum það þegar við gerðum prufúþáttinn en það gekk samt betur að finna fólk en ég bjóst við. Annars vilj- um við gera það áhugaverðara fyrir fólk að koma í þáttinn, að það verði meira í boði fyrir það, til dæmis verðlaun. Það er að vísu ekki búið að bera það undir framleiðandann þannig að það verður bara að koma í ljós.“ Nafn: Arthur Karlsson. Aldur: 27 ára. Starf: í smíðavinnu í Kópavogi og út- varpsmaður á Radíó Reykjavík. Hjúskaparstaða: Á yndislega fyrrver- andi kærustu sem ég var með í tfu ár en er núna á lausu. Nafn: Auður Lilja Davíðsdóttir Aldur: 25 ára. Starf: Vinn sem söturáðgjafi á fyrirtækjasviði ATV. Hjúskaparstaða: Er að fara að gifta mig eftir mánuð. Hvemig leggst nýja starfið íþig? „Mér líst rosalega vel á það. Þetta er frábært tækifæri." Þú heldur ekki að það verði erfitt að finna fólk til að koma fram í þættin- um? „Nei, það er fullt af góðu og skemmtilegu einhleypu fólki þama úti.“ Sérðu fyrir þér breytingar á þættinum? „Ég held nú að formið á þættinum bjóði ekki upp á miklar breyting- ar en það koma alltaf nýjar áherslur með nýju fólki. Það verða ein- hverjar breytingar en ekki miklar.“ Hvemig líst þér áaðþið verðið þrjú með þáttinn? „Ég er mjög ánægð með það. Það er mikið álag að vera í beinni út- sendingu í hverri viku og þetta léttir á því. Þetta er líka frábær hópur og frábærir einstaklingar þannig að ég er mjög spennt." m t Nafn: Bryndís Ásmundsdóttir. Aldur: 27 ára. Starf: Nýútskrifuð leikkona. Hjúskaparstaða: í sambúð. Hvemig leggst nýja starfið íþig? „Mér líst mjög vel á nýja starfxð og held að það verði mjög skemmtilegt. Ég ætla svo sann- arlega að lífga aðeins upp á þátt- inn og er þegar byrjuð að brjóta heilann um það.“ Heldurðu að það sé alveg hægt að halda úti svona þætti hér á laridi til lengdar? „Já, algjörlega. Ef hugmynda- flugið er blússandi virkt þá er það alveg hægt. Ég var einmitt að ræða þetta við félaga mína áðan. Ein(n) þeirra sagði að það væri merkilegt á þessu litla skeri, þar sem allir þekkja alla, að fólk fengist til að koma í svona þátt. Málið er bara að þetta er skemmtilegt „concept“. Það eru margir til í að víkka sjóndeildarhringinn, mæta í þáttinn, hitta aðra og skreppa út á land, gera eitthvað annað en bara að hoppa upp í bólið.“ Hvemig h'st þér á nýju samstarfsmennina? „Þau eru bæði hress og jákvæð og mjög drífandi. Við Arthur náðum vel saman f prufuþættinum og gerum enn. Ég hef að vísu ekki enn kynnst Auði mikið en ég held að við eigum eftir að smella saman. Við Auður deil- um Arthuri bara á milli okkar.“ Hugsið ykkur viðskiptin sem Aktu-Taktu hefðu misst af ef það hefði ekki verið breytt í hægri umfeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.