Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Reglugerð um Sjávarútvegur: Sjávarútvegs- ráðuneytið gaf í gær út reglu- gerðir sem lúta að stjórnun fisk- veiða og taka þær til úthlutunar aflaheimilda á komandi fisk- veiðiári, auk veiða dagbáta. Gef- in var út reglugerð um úthlutun byggðakvóta en samkvæmt henni er heimilt að úthluta 1.500 lestum af óslægðum botn- fiski til stuðnings byggðarlögum byggðakvóta sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Einnig var gefin út reglugerð sem lýtur að úthlutun aflaheimilda til skel- og innfjarðarækjubáta, en 4.300 þorskígildislestir koma til skipt- ingar milli báta sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum í skel og rækju. Þá hefur ráðu- neytið gefið út reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða en þar hefur verið fellt niður ákvæðið um að sleppa eigi und- irmálsfiski sem fæst á handfæri. Á blaðamannafundi í gær kom einnig fram að sjávarútvegsráð- herra telur sig, eftir álit umboðs- manns Alþingis, ekki hafa laga- heimild fyrir því að koma á línuí- vilnun fyrr en í fýrsta lagi 1. sept- ember árið 2004. Hagnaður vex um 32% VlÐSKIPn: Hagnaður Lands- banka (slands hf. nam 1.439 millj- ónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, samanbor- ið við 1.107 milljónir króna í fyrra. Hagnaður eftir skatta nam 1.221 milljón króna og jókst hann því um 32% á milli ára. Rekstrartekjur Landsbankans á fyrri hluta ársins jukust um 34% og voru 8.597 milljónir króna í samanburði við 6.425 milljónir fyrir sama tímabil á fyrra ári. Aukna tekjumyndun má rekja til meiri umsvifa, eink- um á sviði verðbréfastarfsemi, stækkun heildareigna samstæð- unnar og almennt batnandi stöðu á verðbréfamörkuðum. Heildareignir bankans jukust um 51 milljarð króna, eða 18%, og námu þær 329 milljörðum króna þann 30. júní 2003. Níels Ársælsson skipstjóri dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða: Ein milljón króna í sekt fyrir brottkast Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt Níels A. Ársælsson, vest- firskan skipstjóra, til að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að hafa hent að minnsta kosti 53 þorskum í hafið skömmu eftir veiði í nóvember 2001. í fréttatíma Sjónvarpsins var sýnt myndband sem tekið var ofan frá borðstokki skips þar sem flskar féllu út um lúgu á skipshlið og ofan í sjó. Skipstjórinn kannaðist við að myndirnar hefðu verið teknar um borð í skipinu sínu. Hann sagði þó BROTTKAST: Myndskeið sem Friðþjófur Helgason tók og tilheyrir fréttamyndum sem sýndar voru i fréttatíma Sjónvarpsins. ICELANDAIR ,0t- www.ícclandnit r, að engum fiski hefði verið hent nema vegna þess að hann væri svo sýktur af hringormi að hann væri augsýnilega ónýtur. Hefði einhverj- um ósýktum fiski verið varpað fyrir borð hefði það verið andstætt fyrir- mælum hans og án hans vitundar. Hann sagði að tveir fréttamenn hefðu verið um borð í þeim tilgangi að taka myndir en kvaðst ekki muna hvort hann hefði skýrt það fyrir þeim að fiskinum væri hent vegna þess að hann væri sýktur. Fyrirmæli um brottkast Meðal vitna var Magnús Þór Haf- steinsson þingmaður sem þá starf- aði sem fréttamaður. Hann bar svo fyrir dómi að hann og myndatöku- maður hefðu verið um borð í skip- inu þar sem hann hefði lengi talið ólögmætt brottkast fisks vera vandamál í fiskveiðistjórnun á ís- landi. Skipstjórinn hefði hringt til fréttastofu og lýst þessu vandamáli og samkomulag orðið um að þeir fengju að vera um borð og taka myndir af brottkasti. Magnús Þór kvað skipstjórann hafa sagt sér að hann hefði gefið áhöfninni fyrir- mæli um að fleygja öllum fiski und- ir ákveðnum stærðarmörkum og sagðist ekki hafa séð betur en að sá fiskur hefði verið heill og ósýktur. Dómurinn taldi að þegar m.a. væri litið til framburðar Magnúsar Þórs, sem væri fiskifræðingur að mennt, og tveggja skipverja sem voru um borð í umræddum veiðiferðum, væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að ástæða brottkastsins væri ekki sýking í fiskinum. Var staðhæf- ing skipstjórans um það metin fyr- irsláttur einn. Við ákvörðun refs- ingar var skipstjórinn látinn njóta þess að ekki væri staðreynt hve miklu var varpað fyrir borð umfram ofangreinda 53 fiska og var brot hans ekki metið stórfellt þannig að það varðaði fangelsi. Ferðamenn kunna ekki að keyra og nenna ekki að iesa, segir verkefnastjóri Landsbjargar Verkefnastjóri Landsbjargar segir Ijóst að erlendir ökumenn hafi gleymst í forvarnarstarfi. Hann segir að erlendir ferða- menn séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að og hafi fyrirtæki lagt sitt af mörkum, eins og með mynd- bandi um akstur á þjóðvegum ís- lands sem bílaleigan Hertz gerði í samvinnu við Sjóvá-Almennar og sýnt er í vélum Flugleiða þegar þær fljúga með erlenda ferðamenn til landsins. Jóhann segir að mikið sé til af leiðbeiningum um akstur á malarvegum og séu þær á mörgum tungumálum en einhvers staðar sé pottur brotinn varðandi dreifmgu þeirra. Að hans sögn nenna erlend- ir ferðamenn einfaldlega ekki að lesa þessa bæklinga og taka göngu- kortið við hliðina á þeim ffekar með. Jóhann segir það alveg ljóst að þeir ferðamenn sem aka um þjóð- vegi landsins séu vanir miklum umferðarhraða á bundnu slitlagi en ekki mjóum malarvegum. 97% þeirra tjóna sem urðu á bflum hjá einni bflaleigunni á síðasta ári má rekja til erlendra ferðamanna sem misstu bfla sína út af í lausamöl. Mörg merki sem standa við ár og vötn á fjölförnum ferðamannaleið- um eru einungis með íslenskum viðvörunum. Að sögn Jóhanns hafa menn haft það á orði að Vegagerð- in verði að fjölga hraðatakmörkun- um og viðvörunarmerkingum á malarvegum einmitt til þess að ná til þessa hóps ökumanna. ió A 7) Sótarlag f Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 22.06 Rvík 03.49 Ak. 22.08 Ak. 03.51 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvík 16.29 Rvík 03.48 Ak. 21.03 Ak. 08.21 Vtðrið kl. 12 ígær Akureyri alskýjað 15 Reykjavík skýjað 15 Bolungarvík skýjað 17 Egilsstaðir léttskýjað 17 Stórhöfði úrkoma 12 Kaupmannah. léttskýjað 26 Ósló léttskýjað 25 Stokkhólmur 23 Þórshöfn þoka 12 London mistur 16 Barcelona léttskýjað 27 NewYork rigning 22 París heiðskírt 36 Winnipeg heiðskírt 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.