Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 9. ÁQÚ5T2003 TEKJUBLAÐIÐ www.heimur. íi Áskriftarsíminn ar 512 7575 IkHiðl IKT eaUM TAKMARKAD UPPLAfi AÐEINS SELTTIL14. ÁGÚST V heimur Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heildsala, hljóðfæri, Internet, matsölustaöir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, iandbúnaður...marka5storgi5 550 5000 SÖGULEG FLUGVÉL Páll Sveinsson TF-NPK á Reykjavíkurflugvelli á leið i hringflug um fsland í gær. Fyrir framan vélina standa, talið frá vinstri: Páll Stefánsson flugstjóri, Gétar Kristjánsson, varaformaður stjórnar Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri, Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hallgrímur Jónsson flugstjóri. DV-MYNDIR GVA „Þristurinn" Páll Sveinsson TF-NPK og fyrrverandi Gljáfaxi: Til þjónustu reiðubúinn í 60 ár í HRINGFLUG UM fSLAND: Landgræðsluvélin Páll Sveinsson við upphaf hringferðar um (s- land. f glugganum er Páll Stefánsson flugstjóri. f gær hófst hringflug hinnar sögufrægu DC-3 flugvélar TF- NPK, eða „Þristsins", um landið. Vélin hefur þjónað íslendingum í 60 ár og þar af Landgræðslu ís- lands síðastliðin 30 ár. Þetta ár er um margt merkilegt varðandi sögu flugsins og þá ekki síst hér á landi. Liðin eru 100 ár frá því bræðurn- ir Wilburn og Orville Wright urðu fyrstir manna til að fljúga vélknú- inni flugvél við Kitty Hawk í Norð- ur-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Þótt flugið væri afar stutt markaði það tímamót og upphaf stórmerki- legrar flugsögu heimsins. Þann 16. ágúst verður fagnað 30 ára afmæli Flugleiða með mikilli flughátíð í Reykjavík, en Flugleiðir urðu til við sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða 1973. Þá verður einnig fagnað 60 ára afmæli „Þrists- ins“. Hringflug TF-NPK er eins konar undanfari þessarar hátíðar sem er jafnframt liður í dagskrá Menningarnætur Reykjavíkur 18. ágúst. Þristurinn kom úr verk- smiðju Douglas Aircraft á Long Beach í Kaliforníu 1. október árið 1943. Þristurinn á þó í raun tvöfalt af- mæli því að 30 ár eru síðan vélin var afhent Landgræðslunni til landgræðsluflugs. Þá er líka enn eitt afmælið í flugsögunni hérlend- is á þessu ári því að 45 ár eru frá upphafi landgræðsluflugs. Smíðuð 1943 Samkvæmt upplýsingum í riti Landgræðslunnar, „Á grænum vængjum“, er flugvélin Páll Sveins- son, TF-NPK, af gerðinni Douglas C-47A sem var herflutningaútgáfa af Douglas DC-3 farþegavélinni. Hún kom úr verksmiðju Douglas Aircraft á Long Beach í Kaliforníu 1. október árið 1943 og bar skráning- arnúmerið 43-30710. Hún var fljót- lega tekin í þjónustu Norður-Atl- antshafsdeildar flutningaþjónustu Bandaríkjahers og var innan tfðar komin til íslands. Hún var staðsett í „Base Command 1386“ á Meeks- flugveili, sem nú heitir Keflavíkur- flugvöllur. Vélin var notuð til marg- víslegra flutninga hér á landi á veg- um hersins, m.a. til að fljúga með hermenn í skemmtiferðir til Akur- eyrar. Mun þá hafa verið lent á Melgerðismelum. Fiugfélag fslands keypti þessa vél af Bandaríkjaher árið 1946 og var hún skráð á íslandi til bráðabirgða 26. júlí sama ár og fékk þá einkenn- isstafina TF-ISH. Fyrstur íslend- inga til að fljúga vélinni var Öm Ó. Johnsen, er hann fór í lendingaræf- ingar daginn eftir skráninguna, eða 27. júlí, og þá með herflugmannin- um Hartraft lautinant. Tuttugu dögum síðar fékk vélin formlega skráningu hér á landi. í fyrstu var vélin með herinnréttingum og málmsætum fyrir farþega. Skipt var um innréttingu 1947 og þá sett í hana 21 sætis innrétting í Bret- landi. í nóvember það ár var vélinni svo gefið nafnið Gljáfaxi. Vélin skemmdist verulega þegar hún rann út af flugbraut í Keflavík í hálku 1. nóvember 1948. Gert var við hana hérlendis og var það fyrsta stórviðgerð á flugvél sem fram- kvæmd var á íslandi. Gljáfaxi var notaður í farþega- flugi hérlendis um árabil og einnig sem skíðaflugvél í flugi til Græn- lands. Þegar Fokker Friendship- flugvélar höfðu tekið við hlutverki DC-3-véla Flugfélagsins var ákveð- ið í stjórn Flugfélags íslands að gefa landgræðslunni Gljáfaxa árið 1972. Eftir breytingar hóf vélin svo, 12. maí 1973, flug fyrir Landgræðsluna og fékk skráningarstafma TF-NPK. Það er skammstöfun fyrir efna- fræðileg tákn þeirra áburðarteg- unda sem mest em notaðar; N=köfnunarefni, P=fosfór og K=kalí. f kjölfarið var vélinni Gljá- faxa gefið nýtt nafn, Páll Sveinsson, í höfuð fyrrverandi landgræðslu- stjóra. hkr@dv.is HMawMnmini iiii íirr'fíir" mw m? mmammaagmmsirmmmm.itímmmsi a winrw 'nirmin TiWBaaBMBMaaMtreaBwr "r n iitiiim timwwM ynnatmmmrTiminfínr' ^MTfwarrriT'rriíg Eftirtalin sveitarfélög senda liðum sínum baráttukveðjur á Pæjumót Reykjavíkurborg Bessastaöahreppur Kópavogur Hafnarfjöröur Mosfellsbær Grindavík Grundarfjörður Fjaröabyggö ísafjöröur Akureyri Garöabær Húsavík Skagafjöröur Bolungarvík Dalvík Blönduós Ólafsfjöröur Siglufjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.