Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR LAUGARDACUR 9.ÁGÚST2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson Netfang: erlingur@dv.is Sími: 550 5828 Sky tryggði sjónvarpréttinn ENSKI BOLTINN: Sky-sjónvarps- stöðin tryggði sér í gær áfram- haldandi rétt til að sýna beint leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til þriggja ára, frá og með leiktíðinni 2004-'05. Samingurinn, sem undirritaður var í gær, er í fjórum liðum og metinn á meira en einn milljarð punda sem rennur í sjóði úrvalsdeildarliðanna. Samningurinn næryfir beinar útsendingar á 138 leikjum á hverju tímabili og verða tveir sýndir á laugardögum, sá fyrri um hádegisbil og sá seinni klukkan 17.15 og einnig verða útsendingar á sunnudögum og mánudögum. Þetta er nokkur aukning frá núverandi samningi, sem leyfir Sky beinar útsendingará 106 leikjum. Ný vopnaskýrsla VOPNAÁÆTLUN ÍRAKA: Samkvæmt fréttum tímaritsins Economist er breska leyniþjónustan MI6 að undirbúa nýja skýrslu um gjör- eyðingarvopnaáætlun íraka. Samkvæmt fréttum tímaritsins mun skýrslan ma. innihalda fullyrðingar um viðamikla sýklavopnaáætiun Iraka, byggða á nýjum sönnunargögnum frá íröskum vísindamönnum sem aðstoða við gerð skýrslunnar. Spennan eykstí írak: Bandarískum her- mönnum skipað að fara varlegar Yfirmenn bandaríska hersins í írak hafa skipað hermönnum sínum að fara varlegar eftir að íraska framkvæmdaráðið var- aði við því í gær að almönning- ur væri að snúast gegn þeim. Ekki er að sjá að þessi skipun yfir- mannanna hafi verið tekin alvar- lega því stuttu síðar skutu banda- rískir hermenn að minnsta kosti tvo Iraka til bana í heimabæ Saddams Husseins, Tikrit, um 175 kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad og gáfu þá skýringu að þeir hefðu verið að selja vopn. Að sögn sjónarvotta komu her- mennirnir að fjórum mönnum þar sem þeir voru að afferma riffla og efni til sprengjugerðar af pallbfl á markaðstorgi í bænum og skutu á þá umsvifalaust án þess að spyrja nokkurs. Vopnasala á föstudögum Tveir mannanna munu hafa sloppið á flótta en að sögn tals- manns Bandaríkjahers í Tikrit var annar þeirra handtekinn á sjúkra- húsi í bænum stuttu síðar þar sem hann leitaði aðstoðar vegna skot- sára. Hins mun enn leitað og talið að hann sé líka særður. Að sögn Steves Russels, yfir- manns bandaríska hersins f Tikrit, voru hafðar sérstakar ' gætur á umræddu markaðstorgi í gær þar sem grunur leikur á að þar hafi farið fram verslun með vopn alla föstudaga. „Við gáfum þeim ekki færi á að snúast til varnar. Ef menn ganga um með vopn í miðjum bænum eru þeir að bjóða hættunni heim því litið er á vopnaðan mann sem stríðsmann," sagði Russell. Fréttum ber ekki saman af at- burðinum í Tikrit og er haft eftir lækni á aðalsjúkrahúsi bæjarins að fimm írakar hafðu fallið í árásinni og þar að auki barn sem lent hefði í miðri skothríðinni. Skotið hefði verið að mönnunum þar sem þeir voru að prófa Kalashnikov-riffla með því að skjóta upp í loftið. Ansar-samtökin ábyrg? Talsmaður Bandaríkjahers í Irak sagði í gær að líklega hefðu Ansar al-Islam-samtökin, tengd al- Qaeda-samtökum Osama bin Lad- ens, staðið fyrir sprengjuárásinni við jórdanska sendiráðið í Bagdad í fyrradag þar sem að minnsta kosti nítján manns fórust samkvæmt nýj- „Við gáfum þeim ekki færi á að snúast til varnar. Efmenn ganga um með vopn í miðjum bænum þá eru þeir að bjóða hættunni heim, því litið er á vopnaðan mann sem stríðs- mann," sagði Russell. ustu heimildum. Aðalbækistöðvar samtakanna, nálægt írönsku landamærunum, voru sprengdar í loft upp í upphafi stríðsins í frak en talið að samtökin hafi að undanförnu byggt sig upp aftur innan íraks. Þá bárust fréttir af því að einn bandarískur hermaður til viðbótar hefði verið skotinn til bana í vest- urhluta Bagdad í gær. ÁVERÐI: Bandarískir hermann hafa góðar gætur á öllu sem hreyfist. Hamas hóta hefndum Vopnaður armur Hamas-sam- takanna hefur hótað grimmi- legum hefndum vegna drápa ísraelsmanna á tveimur leið- togum þeirra í Askar-flótta- mannabúðunum í nágrenni bæjarins Nablus á Vestur- bakkanum í gærmorgun. ísraelsk hersveit réðst inn í búðirnar í bítið í gærmorgun og var aðgerðunum strax beint að fjög- urra hæða byggingu þar sem Ham- as-liðarnir dvöldu en grunur lék á að vopn væru geymd í húsinu. Að sögn talsmanns ísraelska hersins var skotið að hersveitinni frá þriðju hæð hússins og var því svarað með öflugri sprengjuvörpu- árás með þeim afleiðingum að annar Hamas-liðinn féll. Að sögn sjónarvotts varð mikil ÍSRAELSKUR HERMAÐUR: Einn liðs- manna ísraelsku hersveitarinnar sem réðst inn í Askar-flóttamannabúðirnar í Nablus i gærmorgun. sprenging í byggingunni og voru efri hæðir hennar að mestu f rúst á eftir. Lík hins Hamas-liðans fannst síðan í rústunum. Einn ísraelskur hermaður féll í átökunum og auk þess einn Palest- ínumaður sem féll þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp manna sem grýttu þá. Þá lést ungur Palestínumaður úr eitrun eftir að hafa andað að sér táragasi. Abdelaziz al-Rantisi, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas-samtak- anna, sagði í gær að samtök st'n væru enn bundin vopnahléssam- komulaginu sem gert var í síðasta mánuði en sagðist óttast að það héldi ekki eftir atburði gærdagsins. í yfirlýsingu frá vopnuðum armi samtakanna eru stríðsmenn þeirra hvattir til þess að hefna drápanna grimmilega og kenna óvininum sína lexíu. Hótelárásin í Jakarta: Kennsl borin á höfuð Lögreglan í Indónesíu til- kynnti í gær að kennsl hefðu verið borin á mannshöfuð, sem fannst í sprengjurústun- um við Marriott-hótelið í Jakarta. Að sögn talsmanns lögreglunnar reyndist höfuðið vera af hinum 28 ára gamla Asmar Latinsani frá Vestur-Súmötru en hann er grun- aður um að vera félagi í Jemaah Islamiah-samtökunum sem grun- uð eru um að hafa staðið að sprengjuárásinni við hótelið sem varð að minnsta kosti tíu manns að bana. Það voru tveir fangelsaðir liðs- menn Jemaah-samtakanna sem báru kennsl á höfuðið og sögðust þeir hafa fengið Asmar til þess að ganga til liðs við samtökin. HÖFUÐ SPRENGJUMANNSINS: Lög- reglan í Indónesíu sýnir mynd af höfði Asmars Latinsanie sem grunaður er um að hafa komið sprengjunni fyrir við Marriott-hótiið í Jakarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.