Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 39
Sakamál HVAÐ GERÐIST? Stúlku var nauðgað og móðir hennar og bróðir myrt. HVAR? (Las Vegas. HVENÆR? 4. apríl 2002. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 GVtm-GmBtm 43 , ---------------------------------------- Hún varálitin ein höfuðstoð samfélagsins. Kona sem hafði hugrekki til að segja glæpaflokkum og fíkniefnasölum hverfisins stríð á hendur. Henni. var hælt í blöðunum, henni var boðið að sjá um dagskrárgerð í útvarpinu, borgarstjórinn hældi henni á hvert reipi og hún var álitin góður kost- ur til að taka við stöðu hans. Mary Thompson varsú manngerð sem allir vildu þekkja og vildu. hafa sem góðan granna. Svo var ungur maður skotinn til bana í rúmisínu... Það var í háskólabænum Eugene í Oregon- ríki að ungur maður bankaði á glugga húss í úthverfi. Það var klukkan 1.30 aðfaranótt 3. október 1994. „Hann er örugglega sofandi," sagði ungi maðurinn við félaga sinn sem var ári yngri, aðeins 17 ára. Þeir voru félagar í glæpaflokki sem kallaði sig 74 Hoover Crips. Félagarnir fóru hljóðlega að bflskúrnum og komust auðveldlega inn í hann og þaðan var greið leið inn í eldhúsið. Þaðan fóru þeir rakleitt inn í herbergi 18 ára pilts sem rumskaði við komu þeirra. Ann- ar innbrotsmannanna var með skammbyssu og beindi henni að höfði unglingsins í rúm- inu og skaut hann í hnakkann. Verkefninu var lokið og piltanir hröðuðu sér út og óku á brott í bfl sínum. Klukkustund síðar hringdi síminn hjá rannsóknarlögreglumanninum Jim Michaud sem var nýsofnaður eftir 14 klukkustunda vakt. Hálftíma síðar var hann kominn að hús- inu þar sem glæpurinn var framinn. Aaron It- urra lá enn í rúmi sínu og var með lífsmarki en sjúkraliðar vöruðust að hreyfa hann og búist var við að hann gæfí upp öndina á hverri stundu. Móðir hans, Janice Iturra, beið f eldhúsinu og reyndi að hugga fjögur önnur börn sín. Hún sagðist ekki hafa hugmynd um hver hefði skotið son sinn sem hún kvað vera prúðan pilt sem ekki kærði sig um að vera í vondum félagsskap og hefði ávallt haldið sig frá vandræðum. Hins vegar var hann með- limur í samtökum sem höfðu á stefnuskrá sinni að vinna gegn glæpahópum unglinga og reyna að leiða meðlimi þeirra til betri veg- ar. Það gæti verið ástæða þess að hann var skotinn. Aaron dó skömmu síðar og áður en morg- unskíman roðaði austurhimininn stóð morð- inginn á bökkum Williametteár og eftir að hafa fullvissað sig um að enginn óviðkom- andi væri nærri kastaði hann skammbyss- unni í ána og skundaði að pallbfl sem beið hans og ekið var á bott. Blásið til sóknar Lögreglan í bænum ráðlagði Michaud rannsóknarlögreglumanni, sem annars hafði aðsetur í borginni Portland, að hafa samband við Mary Thompson sem gæti gefið honum nánari upplýsingar um glæpaflokka unglinga í nágrenninu. Hún væri lfkleg til að vita flest um þá og starfsemi þeirra. Michaud minntist þess að hafa lesið um dáðir frúarinnar og hve ötullega hún gekk fram í því að vinna gegn skipulögðum glæpum í sínum bæ. Þegar ungmennin hófu að skipuleggja af- brotastarfsemi sína kringum 1991 varð sonur hennar, Beau Flynn, einn hinna fyrstu til að ganga í 74 Hoover Cisp. Hann var aðeins 13 ára þegar hann var fyrst handtekinn fyrir hvinnsku og var um tíma hafður á betrunar- hæli fyrir unglinga. Það var upp úr því sem Mary Thompson sté fram í sviðsljósið. Hún var þá stæðileg kona, þrekin og örugg með sig og var að nálg- ast fertugsaldurinn. Baráttu sfna hóf hún með því að ávarpa óttaslegna foreldra og VANDLÆTARINN: MaryThompson barðist ötullega gegn glæpastarfsemi í heimabæ sínum og var ein höf- uðstoð samfélagsins. En hún var ekki öll þar sem hún var séð. „Vitfirringurinn" var gælunafn sem kunningjar gáfu Joe Brown sem var reiðubúinn að vinna skitverk fyrir foringja 74 Hoover Cisp-glæpaklíkuna. segja þeim að fyrst þetta hefði komið fyrir í hennar fjölskyldu gætu þeir alveg eins búist við að glæpalið kæmi upp í hvaða fjölskyldu sem væri og enginn gæti verið öruggur um að börnin leiddust ekki út í afbrot í slæmum fé- lagsskap annarra. Brátt var Mary fengin til að flytja boðskap- inn á námskeiðum f framhaldsskólum, þar sem kennt var hvernig unglingar ættu að var- ast óhollan félagsskap. Hún var beðin um að leiða samtök sem höfðu þetta að markmiði og vegur hennar innan samfélagsins óx hrað- fara. Horton borgarstjóri sagði að bæjarfélag- ið þyrfti á hundrað slflcum boðberum að halda og samfélagið yrði byggt utan um ein- staklinga eins og Mary Thompson, sem var dillað í sjónvapi, útvarpi og blöðum, og vin- sældir hennar og áhrif urðu æ meiri. Dag nokkurn í febrúar 1994 hringdi Mary í Janice Iturra og sagðist vera að fara í fyrir- lestraferð í framhaldsskólum og vildi hún gjarnan hafa pilt eins og Aaron son hennar með sér og væri hann líklegur til að flytja ávörp og hafa góð áhrif á unglingana. Aaron var hár vexti og sterklega byggður. Þegar hann var yngri daðraði hann svolítið við glæpaflokka unglinga en fann brátt að þeirra lffssýn átti ekki við hann og sneri hann sér að námi og íþróttaiðkun. Lakari krökkum þótti ekki vænlegt að kássast upp á hann. Fyrirmyndarpilturinn varð fljótlega einn aðaltalsmaður Mary og hugsjóna hennar og hún og Janice urðu nánar vinkonur. Meðal þess sem Aaron tók sér fyrir hendur var að tala um fyrir syninum Beau sem átti erfitt með að slíta sig frá afbrotaflokkunum. Villur vega Rannsóknarlögreglumenn heimsóttu Mary Thompson sem þeir töldu að gæti gefi þeim vísbendingu um hver eða hverjir myrtu Aaron Iturra. Hún lá ekki á liði sínu en skýrði frá því að meðlimur glæpaklíku í Portland hefði heimsótt sig og spurt um Aar- on. Nafn hans var Sonny og var hún þess fullviss að hann væri bendlaður við glæpinn. Enginn Sonny var á lista lögreglunnar í Portland sem meðlimur í glæpagengi. Michaud lögreglumaður velti því fyrir sér hvort Mary hefði skrökvað af ótta við að lausmælgi yrði hefnt. Nú fóru lögreglumennirnir að rannsaka gömul unglingaafbot og glæpaferil þeirra sem þar voru að verki. Fjöldi ungmenna sem þekktu Mary voru yfirheyrð en ekkert þeirra bendlaði neinn við morðið. En tvö nöfn komu upp aftur og aftur í rannsókninni. Joe Brown og Jim Elstad voru þar meira áber- andi en aðrir og voru oft í heimsóknum hjá Mary og ákvað Michaud að yfirheyra hana á ný. Þá skýrði hún svo frá að fyrir um þrem vik- um hefðu Beau sonur hennar og Aaron ver- ið handteknir ásamt nokkrum öðrum ung- lingum. Þeir lentu í slagsmálum við pilt í verslun og einhver hafði gripið til hnífs og rispað maga unga mannsins sem slegist var við. Aaron sagði lögreglunni að Beau hefði haldið á hnífnum og væri hann reiðubúinn að vitna um það. Nú var morðmálið leyst og hefði átt að vera úrsögunni hvað lögreglurannsókn snerti. En Michaud lögreglumaður var ekki ánægður. Hann vissi afreynslu sinni að ótíndir bóf- ar í glæpaflokki frömdu ekki svo alvarlegan glæp nema eft- ir skipunum að ofan. En hver var foringinn? Mary lýsti því sfðan þegar piltarnir tveir hófu að ræða um að ryðja Aaron úr vegi. Voru það þeir Elstad og Joe Brown? var spurt. Hún kinkaði kolli. Hún sagði þá hafa komið heim til sín um miðja nótt og sagst hafa banað Aaron en verið of skelkuð til að skýra lögreglunni frá vjtneskju sinni. Elstad og Brown voru teknir til yfirheyrslu og brátt urðu þeir tvísaga og að því kom að þeir fóru að kenna hvor öðrum um að hafa myrt piltinn. Þeir voru leiddir að ánni þar sem þeir viðurkenndu að hafa kastað morð- vopninu frá sér en veiðimaður var þá þegar búinn að finna byssuna. Mánuði síðar játuðu strákarnir gegn lof- orði um að dómurinn hljóðaði upp á fang- elsisvist og að þeir hefðu leyfí til að sækja um náðun ef þeir hegðuðu sér vel í fanga- vistinni. Nú var morðmálið leyst og hefði átt að vera úr sögunni hvað lögreglurannsókn snerti. En Michaud lögreglumaður var ekki ánægður. Hann vissi af reynslu að ótíndir Hlýddi hverri skipun foringjans. Jim Elstad taldi það sóma að vera valinn til að myrða félaga sinn. bófar í glæpaflokki frömdu ekki svo alvarleg- an glæp nema eftir skipunum að ofan. En hver var foringinn? Hann minnti að hafa rekist á nafn Mary Thompson í einhverjum málum sem hann, rannsakaði og við eftirgrennslan kom í ljós að hún hafði dregið sér fé hjá fyrirtæki sem hún vann hjá f Portland. Hún hafði logið til um menntun sfna og síðan fundust gögn sem sýndu að konan hafði komið upp um fíkniefnasala til að sleppa sjálf við ákæru fyr- ir sömu sakir. Þrátt fyrir mótmæli aðdáenda Mary innan löggæslunnar fékk Michaud leyfi til að hlera t _ síma hennar og hófst hlustun þann 13. jan- ' úar 1995. Til að gera langa sögu stutta leið ekki á löngu áður en íyrir Iágu margháttaðar upplýsingar um að Mary barðist ekki aðeins gegn glæpastarfsemi opinberlega heldur var hún sjálf stofnandi og aðalforingi klíkunnar 74 Hoover Crisp og stjórnaði henni af hörku. Upphaflega var meiningin að vernda soninn Beau Flynn frá því að lenda aftur í betrunar- stofnun. Samt sem áður var hann hvattur til glæpaverka og útveguð byssa til að hafa eitt- hvað í höndunum þegar í harðbakkann sló. Skipt um hlutverk Fyrirmyndarborgarinn var handtekinn og varð nú skaplyndið og framkoma allt önnur en þegar ræður voru fluttar til að berjast gegn glæpaklíkum. Mary var öskureið þegar hún sagðist hafa skipulagt morðið á Aron þegar hann hótaði að bera vitni um að Beau sonur hennar hefði beitt hníf í slagsmálum á sínum tíma. Hún fékk einn strákanna í klíkunni til að hringja í Aaron til að tryggja að hann væri heima. Sá sagði sig hafa grunað hvað til stóð en ekki þorað annað en hlýða og að leyna vitneskju sinni fyrir lögreglunni af hræðslu við að næst kæmi röðin að honum því að strákarnir í glæpaflokknum vissu hve ill- skeytt kvensan var. Eftir verknaðinn fóru þeir heim til Mary og sögðu tíðindin. Hún ók þeim þá heim í pallbfl sínum. Komið var við á árbakkanum^ þar sem morðvopnið var skilið eftir. Mary Thompson var ákærð fyrir að hafa hvatt til og skipulagt morð þegar hún stjórn- aði glæpaklíku unglinga í heimabæ sínum. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi án réttar til að sækja um reynslulausn. 74 Hoover Crisp var ekki lengur ógnun við friðsamaborgaraíbænum Eugene.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.