Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 24
24 DVHBLGARBLAÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Kartöflujurtin er afsömu ætt og tómataplantan og er einnig skyld tóbaksplöntunni. Hún er ættuð frá Suður-Ameríku. Frá inkunum ífjalllendi Perú bárust þær með Spánverjum til Evrópu um mlðja sextándu öld. Fyrst ístað var kartaflan ræktuð tll skrauts en í lok 18. aldar voru kartöflur orðnar algengt fátækrafæðl víðast hvar í Evrópu. iúðvík sextándi ræktaði kartöflur. Hann hafðl vopnaðan vörð um garðinn á daginn og það vaktiáhuga almennings á tegundinni. Hér á landi voru kartöflur fyrst ræktaðar á Bessastöðum árið 1758 en séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hóf skipulega ræktun á þeim tveimur árum síðar. Kartöfluræktun varð þó ekki almenn á landinu íyrr en á síðari hluta 19. aldar en allar götur síðan hafa kartöflur verið algengasta grænmetið á íslandi. Fjölmörg afbrigði eru til afkartöflum. Meðalþeirra algengustu hér á landi eru gullauga, rauðar íslenskar, helga og premier. Kartöflur eiga að geymast á svölum, þurrum og dimmum stað en ekki íplastpoka. Þær á að sjóða sem styst, einkum meðan þær eru nýjar. Kjarnafæði sem hægt erað matbúa á marga vegu „Kartöflur eru mikið kjarnafæði og hægt að matbúa þær á marga vegu en ég ætla bara að nefna tvær mjög einfaldar aðferðir til að búa til góða rétti úr þeim,“ segir Ásbjöm Pálsson, veitingastjóri á Ruby Tuesday. Staðurinn er með amer- ísku yfirbragði og Ásbjörn segir kartöflur stóran part af amer- ískri matargerð. Kartöflur séu mjög mikið notaðar á Ruby Tuesday, bæði sem þykk- ingarefni í súpur og sósur, kartöflusterkju í kjúklinga- rétti og svo séu endalausir möguleikar í meðferð þeirra. Hann nefnir kart- öflusalöt, súpur, fylltar kart- öflur, kartöflukökur, kartöflu- mauk með osti og án osts, með sykri og með múskati. Ásbjörn kveðst að sjálfsögðu fagna nýju ís- lensku kartöflunum sem komnar séu á markað en þar sem hann þurfi risastórar kartöflur í suma af sínum réttum, allt upp f 300 gramma flikki, þá verði hann að bfða enn um sinn eftir að þær fs- lensku hafi náð þeirri sprettu. Að lokum býður hann lesendum DV að njóta vel. Djúpsteikt kartöfluhýði með osti og beikoni 3 bökunarkartöflur ca 1 bolli rifinn ostur (Cheddar og Maribo) 1/2 bolli beikonkurl 1/2 bolli sýrður rjómi Bakið kartöflurnar í ofni við 200 gráður í ca 1 klst. og kælið þær síð- an. Er þær hafa kólnað eru þær skornar í íjóra bita og tekið sem mest innan úr þeim með hníf eða skeið. Djúpsteikið þá hýðið þar til það er orðið gullbrúnt að lit. Takið það þá upp úr feitinni, þerrið og kryddið með kartöflukryddi, raðið á ofnplötu og stráið ostinum og beikoninu yfir. Hafið þessa báta síðan undir heitu grillinu í ofninum í ca tvær mfnútur. Berið fram með sýrðum rjóma. Gratineraðar franskar með beikoni (cheese fries) 300 g franskar kartöflur ca 1 bolli rifinn ostur (Cheddar og Maribo) 1/2 bolli beikonkurl 1 /2 bolli sýrður rjómi 1 /2 bolli Ranch-dressing Djúpsteikið frönskumar þar til þær em stökkar og gullnar á lit. Þerrið og kryddið með kartöflu- kryddi, setjið í eldfast mót eða á disk sem þolir vel hita, stráið osta- blöndunni og beikoninu yfir og setjið undir heitt grillið í ofninum í ca tvær mínútur. Berið fram með sýrðum rjóma og Ranch-dressingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.