Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Enska biskupakirkjan út úrskápnum: Hinsegin biskup í þess konar kirkju FRÉTTAUÓS Erlingur Kristensson erhngur@dv.is ■ „Mér finnst þetta yndislegt og tími til kominn að við uppgötvum hver við erum og hvað það er sem sameinar okkur. Það er mun mikil- vægara heldur en allt það sem gæti sundrað okkur,” sagði Robinson eftir að kjör hans hafði verið stað- fest af yfirstjórn bandarísku bisk- upakirkjunnar á kirkjuþingi í Minn- eapolis á þriðjudaginn. Aður hafði Robinson verið kjör- inn í embættið af eigin safnaðar- félögum í heimaríkinu New Hampshire í byrjun júní, en þar var hann meðal þriggja frambjóðenda í embættið á ársþingi kirkjunnar þar. Er það í fyrsta skipti í sögu banda- rísku biskupakirkjunnar að sam- kynhneigður karlmaður er kjörinn í embætti biskups en kjör hans þurfti þó fyrst að fá samþykki yfirstjórnar kirkjunnar, sem eins og áður sagði afgreiddi málið á þriðjudaginn. Yflrstjórnin er skipuð biskupum víðs vegar úr Bandaríkjunum. Enska biskupakirkjan er nú á barmi klofnings eftir að sam- kynhneigður prestur, Gene Rob- inson, var kjörinn í embætti biskups í New Hampshire í Bandaríkjunum. Sjálfur er Rob- inson hinn brattasti og segist ekki óttast afleiðingarnar. Erfið fæðing Afgreiðsla málsins gekk ekki beint þrautalaust fyrir sig á kirkjuþinginu í Minneapolis og þurfti að fresta atkvæðagreiðslu um staðfestingu Robinsons f embætti eftir að harðar deilur og ásakanir voru bornar fram um ótrúverugleika hans. Áður hafði fulltrúaráð kirkjunnar, sem skipað er meira en 800 prestum og leik- mönnum, þó samþykkt kjör hans með miklum meirihluta. Ásakanir í garð Robinsons reynd- ust ekki trúverðugar en hann var sakaður um að hafa snert annan mann á óviðurkvæmilegan hátt og að hafa verið í tengslum við samtök sem urðu uppvís að því að vísa til klámsíðna á heimasíðu sinni. Það var séra David Lewis, frá Ver- mont, sem lagði fram umrædda snertingarásökun,’en hann sakaði Robinson um að hafa snert sig á handlegg og baki á kirkjusamkomu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Robinson hafði aðeins- snert Lewis sem snöggvast meðan þeir töluðust við í viðurvist þrjú hundr- uð manns á umræddri samkomu og var þeirri ásökun því vísað heim til föðurhúsanna. Átti engan þátt í málinu Varðandi hina ásökunina, sem lögð var fram af ónefndum and- stæðingi Robinsons sem á sæti í æðstaráði bandarísku biskupakirkj- unnar, þá var þar um að ræða safn- aðarfélag sem Robinson tók þátt í að stofna árið 1995 en sagði skilið við árið 1998, fjórum árum áður en GENE ROBINSON: Samkynhneigður og kátur biskup fagnar sigri. umrædd heimasíða var opnuð. Að sögn Gordons Scrutons bisk- ups, sem stjórnaði rannsókninni, vissi Robinson ekki um umrædda ' þeimasíðu fyrr en ásökunin var lögð fram á kirkjuþinginu og því ljóst að hann átti engan þátt í málinu. Þar með hafði Robinson gengið í gegnum hreinsunareldinn og hægt að ganga til atkvæða um staðfest- ingu hans í embætti biskups af New Hampshire, sem var samþykkt með 62 atkvæðum gegn 45 í æðstaráð- inu. Misjöfn viðbrögð Kjör Robinsons hefur að vonum hlotið misjöfn viðbrögð meðal leið- toga biskupakirkjunnar víða um heim en hörðust er gagnrýnin þó meðal íhaldssamari kirkjudeilda innan Bandaríkjanna. Daniel England, talsmaður bandarísku biskupakirkjunnar, sem tilheyrir frjálslyndari armi kirkjunn- Ásakanir í garð Robin- sons reyndust ekki trú- verðugar en hann var sakaður um að hafa snert annan mann á óviðurkvæmilegan hátt og hafa verið í tengsl- um við samtök sem urðu uppvís að þvíað vísa til klámsíðna á heimasíðu sinni. ar og er dyggur stuðningsmaður Robinsons, sagði að kjör hans væri mikilvægt framfaraskref fyrir kirkj- una. „Sumir fyllast fögnuði en aðrir eru vonsviknir. Ég held enn í þá von að háttsemi og umburðarlyndi trú- arinnar muni leiða okkur áfram veginn og frekar halda okkur saman en sundra,” sagði England. Klauf sig frá milljónum Hörðustu viðbrögðin komu frá íhaldssamari biskupum innan æðstaráðsins og sagði Robert Dun- can, biskup af Pittsburg, sem harð- ast barðist gegn kjöri Robinsons, að með þessari ákvörðun hefði æðsta- ráðið klofið sig frá milljónum trú- bræðra um allan heim. „Ráðið staðfesti vísvitandi kjör manns sem stundar kynlíf utan hjónabands og hefur þar með hafnað sögulegri trú og boðskap kristinnar kirkju," sagði Duncan. Þar vísar Duncan til þess að Ro- binson hefur búið í óvígðri sambúð með sambýlismanni sínum, Mark Andrews, í þrettán ár eftir að hafa sagt skilið við eiginkonu sfna, sem hann á með tvö börn. Sjálfur segist Robinson, sem er 56 ára, hafa skilið við konu sína eftir að hafa fengið köllun frá guði um að viðurkenna loksins samkynhneigð sína. Hann lýsir þeirri ákvörðun sem mesta áhættuskrefi í lífi sínu en í staðinn hafi honum verið launað með ást yndislegs manns sem hann hafi búið með í þrettán ár. Robinson hefur þjónað sem prestur í New Hamshire-biskups- dæmi í nærri þrjátíu ár við góðan orðstfr og unnið þar trú og traust sóknarbarna sinna án minnstu vandræða enda treysta þau honum best til þess að leiða hjörðina í leit- inni að eilífum sálarfriði. Enska móðurskipið Deilurnar um kjör Robinsons koma upp í beinu framhaldi af svipuðum deilum sem upp komu í Englandi í sumar en þá var sam- kynhneigður prestur, séra Jeffrey John, sem skipaður hafði verið biskup í Reading, þvingaður til þess að víkja vegna óyfirstíganlegs klofnings innan ensku biskupa- kirkjunnar, eða sjálfs móður- skipsins. Þrátt fyrir að litið sé á ensku bisk- upakirkjuna sem höfúðkirkju bisk- upakirkjunnar í heiminum hefur yfirmaður hennar, Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, engin völd yflr sjálfstæðum kirkjudeildum í öðrum löndum, eins og til dæmis páfinn. Aðeins er litið á hann sem andlegan leiðtoga þeirra sjötíu mill- jóna manna sem teljast til sókn- arbama biskupakirkjunnar í 38 sjálfstæðum kirkjudeildum í alls um 500 biskupsdæmum, 30 þúsund sóknum og 64 þúsund einstökum söfnuðum í 164 löndum heims. Er nema von að erkibiskupinn af Kantaraborg hafi áhyggjur af stöð- unni, enda hefur hann boðað til sérstakrar ráðstefnu í október vegna. ótta við algjöran klofning innan kirkjunnar þar sem leið- togarnir skiptast í tvær fylkingar; þá íhaldssömu sem halda vill við gömlum gildum og þá frjálslyndu sem kallar eftir auknu umburðarlyndi. BISKUPAKIRKJAN Talið er að um 70 milljónir manna séu í biskupakirkjunni í um 500 biskupsdæmum í 30 þúsund sóknum í 164 löndum heims. Hér að neðan sjáum við í hvaða löndum fjölmennustu kirkjudeildirnar eru: England 26 millj. Kanada 686 þús. Bandarikin 2,4 millj. Vestur-lndíur 777 þús. Vestur-Afríka 1 millj. (Gana, Gambia, Líbería og Síerra Leóne) Nígería 17,5 millj. Suður-Afríka 2 millj. (S-Afríka, Mósambík, Nami■ bía, Lesóthó og Svasíland) Súdan 5 millj. Úganda 8 millj. Kenýa 2,5 millj. Tansanfa 2 millj. Mið-Afríka 600 þús. (Botsvana, Malaví, Sambía og Simbabve) Ástralía 3,8 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.