Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Side 16
76 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003
DvHelgarblað
Umsjón: Snæfríður Ingadóttir og Finnur
Vilhjálmsson
Netfang: snaeja@dv.is / fin@dv.is
Sími: 550 5891
Staðreyndir um
samkynhneigð
Alltsemþú hefðlráttað
vita um samkynhneigð
og eitthvað meira sem
ekki er nauðsynlegt að
vita.
Engeyjarættin
Viðamikil úttekt á
Engeyjarættinni, sem er
sú ætt sem almennt er
talið bera höfuð og
herðar yfir aðrar
valdaættir landsins
Hetja barnanna
Börnin þekkja hana sem
Birtu í Stundinni okkar
en í daglegu lífi er hún
Þóra Sigurðardóttir
orkuboltisem fann
lífsgleðina í Bólivíu.
Bls. 26
Bls.28
Bls. 39
Owen Willets heitir tuttugu og þriggja ára
breskur kontratenór sem Sumaróperan fékk
hingað til að syngja í uppfærslu sinni í sumar.
Hann ætlaði sér að verða læknir en komst í tæri
við selló fyrir fjórum árum og hellti sér út I tón-
listina. Með nokkurri einföldun má segja að
kontratenórar syngi eins og konur. Helgarblaðið
ræddi við Owen um söng, staðalmyndir og
meinta karlmennsku.
Það er ljúfsár reynsla að átta sig á því við og
við hvað maður hugsar mikið í staðalmynd-
um. Stundum er uppgötvunin eins og löðr-
ungur, stundum frekar lík góðlátlegu klappi á
kinnina eins og fólk gerir gjarnan við barn sem
veit ekki betur.
Einhvern veginn þannig leið mér þegar ég
hitti Owen Willets í anddyri Borgarleikhússins
í vikunni. Ég átti von á óperusöngvara og þótt
ég vissi að hann væri kontratenór sá ég samt
fyrir mér fremur þéttholda, rjóðan og sællegan
náunga með miidð hár, mikla rödd og mikið
bros. Svona mann sem í raun stígur aldrei nið-
ur af sviðinu. Eitthvað í ætt við Kristján Jó-
hannsson.
Þess vegna kom það dálítið á óvart, en þó
þægilega, þegar grannur og lágvaxinn maður,
snoðaður og fremur fölur yfirlimm, með lítinn
pinna í nefinu, kom gangandi til móts við mig,
klæddur snjáðum gallabuxum og gráum GAP-
bol. Hann virtist ekki deginum eldri en tvítug-
ur og líktist meir meðlim teknósveitar en óp-
erusöngvara. Hann brostí breitt og kynnti sig
sem Owen. Ég þakkaði æðri máttarvöldum
fyrir fjölbreytnina í mannflórunni og hið föð-
urlega klapp á kinnina. Við settumst niður og
tókum tal saman. Fyrir þá sem ekki vita syngja
kontratenórar afar hátt, í falsettu, á svipuðu
tónsviði og messósópran eða altraddir hjá
konum. Þrátt fyrir allt ákvað ég nú að vera ekk-
ert að læra af reynslunni, hélt dauðahaldi í
staðalmyndirnar og spurði Owen í hálfkæringi
hvort það væri ekki erfiður bití að kyngja fyrir
karlmann að syngja hátt og skært eins og kona.
Hann hló og yppti öxlum.
„Nei, það truflar mig ekkert. Augljóslega
grínast fólk stundum með þetta og skýtur á
mig, yfirleitt þeir sem þekkja ekki til söngs. En
þegar fólk nær vissum aldri þá vex það upp úr
slíku."
- Þannig að karlremban hefur ekkert verið
að flækjast fyrir þér?
„Nei, ég held ég sé nógu öruggur með sjálf-
an mig til að ráða við hana. Sannleikurinn er
nú sá að kontratenórar eru oft líka barítónar,
þ.e. geta sungið dýpra en tenórar, en hafa
einnig falsettu; þannig virkar röddin. Þegar ég
fór að Iæra söng hafði ég leikið á selló í nokkur
ár, var í tónlistarnámi og vildi bæta við mig
hljóðfæri. Ég valdi sönginn og þar sem mér
fannst ég vera með frekar lélega barítónrödd
en sterka fafsettu varð kontratenór fyrir val-
inu.“
Forðað frá læknisfræði
Barítóninn heyrist reyndar vel þegar Owen
talar, hann talar fremur djúpt. Fyrir leikmann
eins og mig virðist tenórinn fyrstur og fremst-
ur í goggunarröð óperuheimsins, hann er iðu-
lega í hlutverki hetjunnar sem allt snýst um.
Geta konratenórar átt von á bitastæðum hlut-
verkum?
„Smndum sé ég eftir því að geta ekki sungið
Puccini eða Verdi og lítíð af því sem Mozart
samdi, sem er dálítíl synd. En það er til svo
mikið af yndislegri tónlist fyrir kontratenóra,
einkum frá barokktímanum þegar mikið var
skrifað fýrir þá, tíl dæmis eftír Handel, Bach og
Monteverdi en hann samdi einmitt Krýningu
Poppeu. Það er svo sem úr nógu að velja ef
maður er nógu góður. Og það eru tíl mörg
hetjuhlutverk fyrir kontratenóra, bara svo það
komi fram," segir hann og brosir.
Á fyrri öldum sungu geldingar oft kontra-
tenór, emkum á meginlandi Evrópu. Geldmg
var ólögleg en lengi vel sáu yfirvöld í gegnum
fingur sér. Margir geldingar og kontratenórar
urðu gríðarlega vinsælir söngvarar, einhvers
konar poppstjörnur síns tíma. Owen segir að á
Englandi hafi samt menn með faisetturaddir,
líkt og hann sjálfur, oftast sungið þessi hlut-
verk.
„Á Englandi er iíka mikil hefð fyrir því að
menn syngi altraddir í kórum, allt frá þeim
tíma þegar konum var bannað að syngja í
kirkjukórum svo að ég held að þessi aldagamli
siður valdi því að fólki finnist ekkert tiltökumál
að karlar syngi svona háar raddir."
Owen er tuttugu og þriggja ára og er frá litlu
þorpi nálægt Sheffield á Norður-Englandi.
Núna býr hann í London þar sem hann nemur
við Royal Academy of Music Arts. Fram að
átján ára aldri ætlaði hann í læknisffæði og
hagaði öllu námi sínu þannig að raungrein-
arnar voru fyrirferðarmestar. Þá greip hann í
selló meðan hann var í heimsókn hjá vini sín-
um og lxkaði það svo vel að hann fór að læra á
það. Hann komst að því að sellóleikur og tón-
list almennt átti vel við hann svo að hann hætti
öllu öðru, helltí sér út í tónlistina og valdi fljót-
lega sönginn til að einbeita sér að.
„Guði sé lof," segir Owen og hlær. „Hlutím-
ir hafa að vísu breyst mikið en einhvern veginn
hryllir mig við þeirri tilhugsun að ég væri
hugsanlega að verða læknir í dag!“
Unglinga-angst
Það hljómar nokkuð tílkomumikið að það
séu aðeins fjögur ár síðan Owen fór að fást við
tónlist en sé í dag langt kominn í söngnámi við
Konunglega tónlistarskólann og talinn einn af
betri kontratenómm á Englandi. Yfirleitt heyr-
ir maður frekar af tónlistarfólki sem byrjaði að
læra á unga aldri, nánast með móðurmjólk-
inni. Ég spyr Owen út í þetta. Hann er hógvær
og dregur úr því að þetta sé nokkuð sérstakt.
„Söngvarar byrja nú yfirleitt miklu sfðar en
hljóðfæraleikarar því aðröddin þroskast seint.
í raun er ekki ráðlegt að byrja að syngja af
krafti fýrr en upp úr 18 ára aldri því að mikið
álag fram að því getur haft skaðleg áhrif á
röddina. Svo þroskast röddin áfram langt fram
eftir aldri, jafnvel langt fram á fertugsaldur.
Þetta er svipað og með unga íþróttamenn, það
er betra að byrja hægt, jafnvel þótt þeir séu
mjög efnilegir eða kannski undrabörn. Ef álag-
ið er of mikið þegar líkaminn er enn að
þroskast getur það skaðað hann. Sama er með
röddina."
Owen viðurkennir einnig að hafa verið í bíl-
skúrshljómsveit á yngri ámm, spilað þar á
hryngítar og sungið. Hann segir sveitina aðal-
lega hafa spilað vælukennt gaddavírsrokk,
gmnge og slflct. Hann gefur ekki mikið fyrir af-
urðir sveitarinnar og hlær að öllu saman. Kall-
ar sveitína og aftírðir hennar „unglinga-
angst", en útleggja mættí þýskuslettuna sem
unglinga-tilvistarkreppu. Hann segist annars
hafa gaman af góðri dægurtónlist.
Ég spyr Owen hvort falsettan reyni meira á
röddina en annars konar söngur, hvort álagið
sé meira en hjá tenómm, barítónum og böss-
um. Hann neitar því og segir fyrst og fremst
skipta máli að menn syngi þæ sem rödd þeirra
liggur. Álagið sé svipað hvar svo sem röddin er.
Menn með falsetturaddir þurfi hins vegar
kannski að fara varlegar í neyslu áfengis en
aðrir söngvarar og reykingar séu algerlega út
úr myndinni. Hann segist reyndar hafa farið út
á lífið síðasta laugardag og spyr mig brosandi
og dæsandi við endurminmnguna hvort ís-
lendingar skemmti sér alltaf svona kröftug-
lega.
Sumaróperan fmmsýnir Krýningu Poppeu í
leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar 15.
ágúst á nýja sviði Borgarleikhússins.
fín@dv.is