Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Qupperneq 26
26 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003
Vissir
þú... í
Nokkrar staðreyndir um samkynhneigð
Hinsegin dagar (Gay Pride) eru haldnir
hátíðlegir um helgina. Þetta er í fimmta
sinn sem samkynhneigðir standa fyrir
slíkum hátíðarhöldum í Reykjavík til að
minna á sig og mannréttindabaráttu
sína. f dag verður mikið um að vera í
miðbænum því kl. 15 verður Gay Pride-
ganga niður Laugaveg sem endar á úti-
tónleikum í Lækjargötu. f tilefni hátíðar-
haldanna hefur Helgarblað DV tekið
saman nokkra fróðleiksmola um sam-
kynhneigð.
Rannsóknir benda til að á bilinu
7%-10% fólks í heiminum séu samkyn-
hneigð. Þar að auki er þónokkuð stór
hópur fólks sem er tvíkynhneigt. Algengt er að
álíta að lesbíur séu um helmingi færri en
hommar. Ekkert bendir til annars en að hlut-
fall samkynhneigðra meðal fatlaðra sé það
sama og meðal ófadaðra.
Ekki hefur tekist að flnna neina eina
skýringu á þvf hvers vegna fólk er sam-
kynhneigt, enda hæpið að hægt sé að
finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra
eins flókið fyrirbæri og kynvitund og tilflnn-
ingar. Skýringarþættir sem einkum hefur verið
horft til em sambland af sálfræðilegum, líf-
fræðilegum og félagsmótandi þáttum. Þessi
spurning er þó aftur og aftur borin upp og á
Vísindavefnum er að finna skemmtilegt svar
frá homma sem svarar spurningunni einfald-
lega: „Ja, sumir em bara heppnari en aðrir."
í fyrra tóku um 25.000 manns þátt í
gay-pride í Reykjavík: samkynhneigðir,
tvíkynhneigðir, íjölskyldur þeirra, vinir
og annað stuðningsfólk mannréttindakröfu
samkynhneigðra.
Á íslandi var staðfest samvist samkyn-
hneigðra lögleidd árið 1996. Hún er
nokkurn veginn ígildi hjónabands en
veitir þó ekki alveg sömu réttindi og það. Sam-
kvæmt lögum um staðfesta samvist fólks af
sama kyni er lesbíum sem staðfest hafa sam-
vist sína ekki heimill aðgangur að tæknifrjóvg-
un á opinberum sjúkrastofnunum. Hægt er að
snúa sér til einkastofnana erlendis í þessu
skyni en það kostar fyrirhöfn og fé. Frumætt-
leiðingar eru ekki heldur leyfðar en hommar
og lesbíur í staðfestri samvist hafa hins vegar
rétt til þess að stjúpættíeiða börn maka sinna.
Samkynhneigðir geta heldur ekki skráð sig í
sambúð eins og gagnkynheigðir.
Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa
blóð vegna þess að taldar eru meiri lík-
ur á að þeir séu smitaðir af alnæm-
isveirunni (HIV) en gagnkynhneigðir karlar
eða konur yflrleitt, hvort sem þær eru samkyn-
hneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkyn-
hneigðir karlar em því í svokölluðum áhættu-
hópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim sem
hafa smitast af malaríu eða lifrarbólgu, þeir
sem stunda vændi, þeir sem hafa gert göt á ltk-
ama sinn, til dæmis í eyrnasneplana, svo og
þeir sem bera húðflúr.
Fræðimenn greinir mjög á um hvort
samkynhneigð sé til meðal dýra, lfkt og
manna, en fjölmargar rannsóknir hafa
verið gerðar á því sviði.
Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð
hefur verið á kynhneigð fólks er rann-
sókn Alfreds Kinseys og samstarfs-
manna hans í Bandaríkjunum á fimmta og
sjötta áratugnum. Út frá þessari könnun
Kinseys er síðan komin sú viðmiðunartala að
samkynhneigðir séu um það bil 10% af heild-
arfólksfjölda (ívestrænum samfélögum).
Samkynhneigð var á listum banda-
rískra sálfræðinga flokkuð sem „óeðli“
fram á miðja 20. öld. Hins vegar eru til
dæmi úr öðrum samfélögum og frá öðrum
tímum þar sem tímabundið kynferðissam-
band við fólk af sama kyni var álitið fullkom-
lega eðlilegt. I Grikklandi hinu foma voru t.d.
kynferðisleg sambönd ungra lærisveina og
eldri lærifeðra talin vera hluti af eðlilegu
þroskaferli.
Til er sú kenning að samkynhneigð sé
aðferð náttúmnnar til þess að halda
fólksfjölgun í skefjum.
íslenska orðtakið „að koma út úr
skápnum" er einfaldlega þýðing úr
ensku, „coming out of the closet", og er
notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum
ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kyn-
hneigð sína gerir hana opinbera. Vegna for-
dóma í þjóðfélaginu hafa margir samkyn-
hneigðir í gegnum tíðina talið ástæðu til að
fela kynhneigð eða kynhegðun sína og hefur
það verið kallað að vera í skápnum.
... að ef þú ert hommi þá máttu vera í
bandaríska hernum svo lengi sem þú
lætur engan vita um kynhneigð þína og
enginn fattar að þú sért hommi. Árlega er fjöldi
manns rekinn úr hernum vegna samkyn-
hneigðar og þannig voru nærri 1000 menn
látnir fara úr hernum í fyrra af þessari ástæðu.
Margir frægir einstaklingar teljast til
samkynhneigðra. Þar á meðal eru tón-
listarmennirnir Elton John, George
Michael og Freddie Mercury, listamennirnir
Andy Warhol, Michelangelo, Leonardo da
Vinci og Frieda Kahlo, heimspekingarnir Plató
og Sókrates og skáldin Cole Porter, Virgina
Woolf, Oscar Wilde, Hans Christian Andersen
og Byron lávarður.
Forseti Úganda, Yoweri Museveni,
heldur því fram að þar í landi sé ekki að
finna einn einasta homma.
Samtökin ‘78, félag lesbía og homma á
íslandi, voru stofnuð vorið 1978. Mark-
mið félagsins er að vinna að því að lesb-
fur og hommar verði sýnileg og viðurkennd og
að samkynhneigðir njóti jafnréttis við aðra í ís-
lensku samfélagi. AJlir þeir sem styðja mann-
réttindabaráttu lesbía og homma og markmið
Samtakanna ‘78 geta gerst félagar.
Ihúsakynnum Samtakanna ‘78 á
Laugavegi 3 í Reykjavík er starffækt
vandað almenningsbókasafn. Safnið er
stærsta og vandaðasta sérfræðisafn sinnar teg-
undar á Islandi og geymir um 2500 bækur og
350 kvikmyndir á myndböndum, auk mikils
tímarita- og úrklippusafns. Sumt af safnkost-
inum er lánað út, annað ekki. Megnið af bóka-
kostinum er á erlendum tungumálum, bæði
skáldskapur og fræðirit.
Sagnfræðingar hafa ekki gert samkyn-
hneigð sérlega góð skil í gegnum tíðina
og þannig hefur t.d. verið mun meira
skrifað um konur Hinriks áttunda heldur en
karlkyns elskhuga Leonardos da Vinci.
Árlega eru hommar, lesbíur og tvíkyn-
hneigðir víðs vegar um heiminn ofsótt
fyrir að vera það sem þau eru. Sumstað-
ar er þessu fólki misþyrmt af opinberum yfir-
völdum og jafnvel nauðgað til þess að „lækna“
það af kynvillunni. f átta löndum liggur dauða-
dómur við samkynhneigð.
Kannanir sýna að almennt hafa sam-
kynhneigðir það mun verra andlega
séð en gagnkynhneigðir. Kannanir bæði