Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 18
18 DV HELGARBLAÐ LAUOARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Tómas hefur fyrir löngu misst töluna á þeim plötum sem hann hefur spilað á, með sínum sveitum eða fyrir aðra, eða tekið að öðru leyti þátt í að gera sem upptökustjóri eða tæknimaður. Hann hætti að telja þegar talan var komin í 250 stykki. DV-mynd GVA Laus við heterófóbíu Tómas M. Tómasson tónlistarmaður hefur verið í hljómsveit frá pví hann var 11 ára og stefnir á að spila á bassann með Stuðmönnum iangieið- ina ofan í gröfina. Tómas er þúsundþjalasmiður í tónlist; bassaleikari, upptökustjóri, tæknimað- ur og sérhæfðasti pönksöngvari í heimi - með eitt lag á lagaskránni. Auk þess treður hann upp með hljómsveit sinni, Sirkus Homma Homm, á Gay Pride-hátíðinni í dag. Tómas segir frá litrík- um ferli og samstarfsmönnum, hústökum og táfylu á tónleikaferðalagi með Þursaflokknum og jpví þegar hann kom út úr hinum fræga skáp. í upphafí er ekki annað hægt en að skauta í snarhasti yfir langan og farsælan feril Tómas- ar sem tónlistarmanns. Nútíminn kann að vera trunta þótt flestum þyki sú reið fýsilegri en að detta af baki í fortíðinni. En orðstír deyr aldregi og stundum er vel hægt að leyfa sér að fara aðeins fetið f fortíðinni. Tómas og tónlistin byrjuðu snemma sam- an og auðvitað í blokkflautunni, lfkt og svo margir aðrir, en ólíkt svo mörgum öðrum endaði Tómas ekki þar líka heldur blés sig í gegnum klarinett að auki áður en hann eign- aðist rafmagnsgítar og stofnaði sína fyrstu hljómsveit 11 ára og innblásinn af bítlaæðinu árið 1965. Það var hljómsveitin Fónar og einn meðlima, auk Tómasar, var Friðrik Þór Frið- riksson. Hljómsveitin varð skammlíf og gerði fátt eftirminnilegt, að sögn Tómasar, enda kannski lítið rokk í því að enda æfingarnar á skúffuköku og mjólk í eldhúsinu hjá mömmu. Næsta hljómsveit varð til í gaggó og um leið og röddin dýpkaði fylgdi Tómas lit í hljóðfæravali og skipti yfir í bassa. Hljóm- sveitin hét Amor og afrekaði eitt ball í Tóna- bæ og pásu á Pops-tónleikum í Þórskaffi. Eftir því sem skólagangan lengdist fann Tómas að hún var ekki í hans takti, setti punktinn þegar hann var orðinn gagnfræð- ingur og ákvað að gerast tónlistarmaður. „Maður sér aldrei auglýst eftir gagnfræð- ingum, eftirspurnin virðist lítil. En þeir skrá sig heldur ekki þannig í símaskrána," segir Tómas og gælir við möguleikann. Segir mér svo frá hugmynd sinni og Hreins Laufdals (sem gegnir reyndar einnig nafninu Hreinn óþverri) úr dægurlagapönksveitinni Húfu um að taka upp samtalsdisk sín í milli og gefa út undir heitinu Gagnfræðingatal. Við förum hratt yfir sögu - Tómas spilar í ýmsum hljómsveitum með Ásgeiri Óskars- syni, Þórði Árnasyni og Jakobi Frímanni Magnússyni og m.a. verður til hljómsveitin Stuðmenn sem enn lifir góðu lífi, vafalaust sú sveit sem Tómas er helst kenndur við - þang- að til Tómas dúkkar upp, tæplega hálfþrítug- ur og íklæddur sérsaumuðu og eitursvölu þröngu leðurdressi, undir merkjum hljóm- sveitarinnar Change. Change var mjög mark- viss meik-tilraun helstu stórstjarnanna í ís- lensku poppi seint á áttunda áratugnum en með Tómasi í sveitinni voru m.a. Björgvin Halldórsson og fóstbræðurnir Magnús og Jó- hann. Gert var út frá London og þar bjó Tómas í nokkra mánuði meðan biðlað var til fræðgar og frama. Sveitin landaði samningi við EMI um tvær litlar plötur en eins og geng- ur og gerist varð ekki framhald á og sveitin sundraðist. Hústökur, 17.000 kílómetrar og tá- fýla Tómas vatt sér úr leður- og glansgallanum í lopapeysu og ullarsokka þegar Þursaflokk- urinn, ein frumlegasta og eftirminnilegasta hljómsveit íslenskrar poppsögu, hóf upp raust sína. „Egill var búinn að liggja yfir einhverjum íslenskum þjóðlögum og hóaði okkur saman í smá-tómstundagrín. Við byrjuðum að hitt- ast og leika okkur í lok árs ‘77 og fórum að spila ‘78. Þetta áttu bara að vera nokkrir konsertar en svo bauð Fálkinn okkur að gera plötu. Þá vatt þetta smám saman upp á sig og við urðum að fullstarfandi hljómsveit. Þá ákváðum við og strengdum þess heit að eyða heilu ári í sveitina og vera ekki í neinu öðru. Þá fórum við meðal annars í fjögurra mánaða ferð um Norðurlöndin, komum m.a. við í Færeyjum og vorum mánuð í Hollandi. Það var rosalegt hark.“ - Skildu útlendingar eitthvað í tónlist Þursaflokksins? „Jájá, við gerðum bara stormandi lukku. Við spiluðum náttúrlega lfka mikið fyrir ís- lendinga, flökkuðum milli íslendinga- nýlendnanna, en ég veit ekki betur en að þeir Aurarnir dugðu fyrir bensíni á næsta stað sem við spiluðum á, kannski smávegis mat - einstaka sinnum bjór. Og svo koll afkolli. útlendingar sem sáu okkur og heyrðu hafi líka verið bara nokkuð ánægðir. En þetta var strembin ferð. Við keyptum okkur sendi- ferðabfi og svo var bara keyrt af stað og spil- að. Aurarnir dugðu fyrir bensíni á næsta stað þar sem við spiluðum, kannski smávegis mat, einstaka sinnum bjór. Og svo koll af kolli. Þetta var ekta táfýluferð. Bókstaflega. Ein- hvern tímann vorum við í húsnæðisvand- ræðum í Kaupmannahöfn og lágum fimm í svefnpokum í litlu herbergi. Það var bankað á dyrnar og Ríkharður Örn Pálsson, sem þá var í Kaupmannahöfn, rak inn nefið en hörfaði allsnarlega út aftur vegna gríðarlegrar táfýlu í kompunni. Svona er nú glamúrinn í tónlist- inni.“ Tómas lýsir næturlöngum bflferðum þvers og kruss milli helstu borga Skandinavíu á til- viljanakenndu tónleikaferðalagi þar sem skipulagið var í mesta lagi örfáa daga fram í tímann og réðst mest af staðsetningu vina og kunningja hér og þar á Norðurlöndunum. Tómas glottir: „Við keyrðum eina sautján þúsund kfló- metra á fjórum mánuðum. Ég man við vor- um mjög grimmir. Höfðum ekki efni á að gista á hótelum svo að við herjuðum mis- kunnarlaust á íslendinga á þessum stöðum, námsfólk yfirleitt, og tókum hús á því - neyddum það til að taka við okkur. Við vor- um orðnir samviskulausir hústökumenn - eiginlega alveg hættir að biðja nokkurn mann um gistingu heldur hringdum bara og sögð- umst vera á leiðinni. Breyttumst í sígauna og flökkulýð. Svo urðum við blankir og þurftum að hundskast heim, enda þótt allir staðirnir sem við spiluðum á vildu ólmir fá okkur aft- ur. Við seldum því bflinn og áttum þannig nóg fyrir fargjaldinu heim. Einn okkar átti líka þriggja mánaða dóttur á íslandi sem hann hafði aldrei séð." Kræfir karlar, gamlir og gramir Á tónleikadagskrá Stuðmanna er eitt lag úr smiðju Þursaflokksins, lag sem hinir annars ágætu söngvarar, Egill og Ragnhildur, telja aldrei í heldur eftirláta Tómasi samkvæmt áralangri hefð. Þetta er lagið Jón var kræfur karl og hraustur, pönkslagari sem Tómas syngur, rymur og öskrar gjarnan sem upp- klappslag. Mér leikur forvitni á að vita hvern- ig það kom til að Tómas eignaðist - líkt og Ringo með A Little Help From My Friends - „sitt" lag. „Þetta er sennilega eitt af örfáum lögum í íslandssögunni sem aldrei hefur verið æft. Það má ekkert æfa svona lög. Þetta varð til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.