Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 28
28 t)V U\UGARDAGUR9.ÁGÚST2003
Ættarveldi hafa löngum verið
veigamikili þáttur íslenskrar
stjórnmálasögu eins og Sturl-
ungaöld ber með sér. En sú
skálmöld var í rauninni borg-
arastyrjöld milli ýmissa ættar-
velda á 13du öld.
Nær okkur í tíma má minna á
Stephensena sem stjórnuðu
landinu í nokkrar kynslóðir,
Thorarensena og embættis-
mannaættina Briem sem enn
lætur mikið að sér kveða. Það er
kannski engin tilviljun að for-
sætisráðherrarnir Jóhann Haf-
stein og Gunnar Thoroddsen
voru báðir af Briemsætt og Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra er
hvort tveggja, Thorarensen og
Briem.
um Kvenréttindafélags íslands og
síðar heiðursfélagi þess, var for-
maður Mæðrastyrksnefndar,
Heimilisiðnaðarfélags íslands og
Kvenfélagasambands íslands.
Bjarni Benediktsson
Dr. Bjarni Benediktsson forsæt-
isráðherra er langáhrifamesti ein-
staklingurinn af Engeyjarætt.
Reyndar er erfitt að ofmeta áhrif
Bjarna því að auk þess að vera for-
maður Sjálfstæðisflokksins frá 1961
og til dauðadags, 1970, og forsætis-
ráðherra Viðreisnarstjórnarinnar á
árunum 1963 og til dauðadags, var
hann áhrifamesti og rökfastasti
baráttumaðurinn fyrir stofnun lýð-
veldis á Þingvöllum 1944 og öðrum
fremur höfundur þeirrar utanríkis-
stefnu sem íslenska lýðveldið hefur
BJARNI BENEDIKTSSON: Hann var öðrum fremur höfundur þeirrar utanríkisstefnu sem
islenska lýðveldið hefur fylgt frá upphafi. Hér er hann ásamt Manlio Brosio, framkvæmda-
stjóra NATO, og William Rodgers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á tuttugu ára afmæli
NATO.
Höfuðættin á 20ustu öld
Á síðari helmingi 20ustu aldar
hefur sú ætt sem kennd er við Eng-
ey í Kollafirði almennt verið talin
bera höfuð og herðar yfir aðrar
valdaættir landsins. Sú ætt ber oft-
ast á góma ef minnst er á Kol-
krabbann eða „fjölskyldurnar
fimmtán".
Þegar minnst er á Engeyjarætt í
þessu samhengi er yfirleitt átt við
börn og barnabörn Guðrúnar Pét-
ursdóttur frá Engey og manns
hennar, Benedikts Sveinssonar,
alþm. og bankastjóra.
Guðrún og Benedikt
Guðrún og Benedikt voru hin
mætustu hjón. Þau giftu sig 1904 og
voru lengst af búsett í Reykjavík.
Benedikt var Þingeyingur, sonur
Sveins Víkings Magnússonar, gest-
gjafa á Víkingavatni í Kelduhverfi,
Magnússonar, og Kristjönu G. Sig-
urðardóttur frá Hálsi í Kinn.
Benedikt lauk stúdentsprófi
1901. Hann var íslenskukennari við
Barnaskólann í Reykjavík, verslun-
armaður á Austfjörðum, bókavörð-
ur við Landsbókasafnið, gæslu-
maður Landsbankans og síðan
bankastjóri bankans 1918-1921,
bókavörður við Landsbókasafnið
1931-41 og skjalavörður við Þjóð-
skjalasafnið 1941-48. Hann var al-
þingismaður Norður-Þingeyinga
1908-31 og forseti neðri deildar.
Benedikt var mjög eindreginn
sjálfstæðissinni, einn af stofnend-
um Landvarnarflokksins 1902 og
blaðamaður og ritstjóri við mál-
gögn flokksins, Landvöm og Ingólf.
Guðrún, kona Benedikts, þótti
mikill skömngur, vel menntuð úr
foreldrahúsum, samhent manni
sfnum í sjálfstæðisbaráttunni og
auk þess mikil kvenréttindakona,
einn af stofnendum Hins íslenska
kvenfélags, fyrsta kvenréttindafé-
lagins hér á landi, einn af stofnend-
fylgt frá upphafi.
Bjarni var afburðamaður á öllum
þeim sviðum sem hann kom nærri.
Hann lauk stúdentsprófi átján ára
og embættisprófi í lögfræði frá HÍ
með hæstu einkunn er þá hafði
verið gefin, nýorðinn 22 ára, stund-
aði nám í stjórnlagafræði í stjórn-
lagafræði í Berlín og var orðin laga-
prófessor við HÍ aðeins 24 ára.
Bjarni var bæjarfulltrúi í Reykja-
vík frá 1934, borgarstjóri í Reykjavík
1940-47, alþingismaður frá 1942 og
til dauðadags, utanríkis- og dóms-
málaráðherra 1947-53 og dóms- og
menntamálaráðherra 1953-56.
Hann lést í eldsvoða, ásamt konu
sinni, Sigríði Björnsdóttur, og
dóttursyni þeirra, Benedikt
Vilmundarsyni, á Þingvöllum
sumarið 1970.
Ætt eða stjórfjölskylda?
Það er auðvitað rétt að Guðrún
og niðjar hennar eru af svonefndri
Engeyjarætt. En það er mikil ein-
földun að einskorða ættina við
stórfjölskyldu Guðrúnar. Engeyjar-
ættin er margfalt fjölmennari enda
rekur hún upphaf sitt til ættföður-
ins, Erlends Þórðarsonar í Engey,
sem fæddist 1650. Niðjar hans
myndu því fylla mörg bindi ef ættin
yrði tekin saman á bók.
Ragnhildur og Engeyjarætt
Þegar litið er
fram hjá stórljöl-
skyldu Guðrúnar
eftir dæmum um
valdamenn af
Engeyjarætt er
oftast bent á
Ragnhildi Helga-
dóttur, fyrrv.
alþm. og ráð-
herra. Móðir
Ragnhildar,
Kristín Bjarna-
Ragnhildur Helga-
dóttir, fyrrv. ráð-
herra.