Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 28
28 t)V U\UGARDAGUR9.ÁGÚST2003 Ættarveldi hafa löngum verið veigamikili þáttur íslenskrar stjórnmálasögu eins og Sturl- ungaöld ber með sér. En sú skálmöld var í rauninni borg- arastyrjöld milli ýmissa ættar- velda á 13du öld. Nær okkur í tíma má minna á Stephensena sem stjórnuðu landinu í nokkrar kynslóðir, Thorarensena og embættis- mannaættina Briem sem enn lætur mikið að sér kveða. Það er kannski engin tilviljun að for- sætisráðherrarnir Jóhann Haf- stein og Gunnar Thoroddsen voru báðir af Briemsætt og Dav- íð Oddsson forsætisráðherra er hvort tveggja, Thorarensen og Briem. um Kvenréttindafélags íslands og síðar heiðursfélagi þess, var for- maður Mæðrastyrksnefndar, Heimilisiðnaðarfélags íslands og Kvenfélagasambands íslands. Bjarni Benediktsson Dr. Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra er langáhrifamesti ein- staklingurinn af Engeyjarætt. Reyndar er erfitt að ofmeta áhrif Bjarna því að auk þess að vera for- maður Sjálfstæðisflokksins frá 1961 og til dauðadags, 1970, og forsætis- ráðherra Viðreisnarstjórnarinnar á árunum 1963 og til dauðadags, var hann áhrifamesti og rökfastasti baráttumaðurinn fyrir stofnun lýð- veldis á Þingvöllum 1944 og öðrum fremur höfundur þeirrar utanríkis- stefnu sem íslenska lýðveldið hefur BJARNI BENEDIKTSSON: Hann var öðrum fremur höfundur þeirrar utanríkisstefnu sem islenska lýðveldið hefur fylgt frá upphafi. Hér er hann ásamt Manlio Brosio, framkvæmda- stjóra NATO, og William Rodgers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á tuttugu ára afmæli NATO. Höfuðættin á 20ustu öld Á síðari helmingi 20ustu aldar hefur sú ætt sem kennd er við Eng- ey í Kollafirði almennt verið talin bera höfuð og herðar yfir aðrar valdaættir landsins. Sú ætt ber oft- ast á góma ef minnst er á Kol- krabbann eða „fjölskyldurnar fimmtán". Þegar minnst er á Engeyjarætt í þessu samhengi er yfirleitt átt við börn og barnabörn Guðrúnar Pét- ursdóttur frá Engey og manns hennar, Benedikts Sveinssonar, alþm. og bankastjóra. Guðrún og Benedikt Guðrún og Benedikt voru hin mætustu hjón. Þau giftu sig 1904 og voru lengst af búsett í Reykjavík. Benedikt var Þingeyingur, sonur Sveins Víkings Magnússonar, gest- gjafa á Víkingavatni í Kelduhverfi, Magnússonar, og Kristjönu G. Sig- urðardóttur frá Hálsi í Kinn. Benedikt lauk stúdentsprófi 1901. Hann var íslenskukennari við Barnaskólann í Reykjavík, verslun- armaður á Austfjörðum, bókavörð- ur við Landsbókasafnið, gæslu- maður Landsbankans og síðan bankastjóri bankans 1918-1921, bókavörður við Landsbókasafnið 1931-41 og skjalavörður við Þjóð- skjalasafnið 1941-48. Hann var al- þingismaður Norður-Þingeyinga 1908-31 og forseti neðri deildar. Benedikt var mjög eindreginn sjálfstæðissinni, einn af stofnend- um Landvarnarflokksins 1902 og blaðamaður og ritstjóri við mál- gögn flokksins, Landvöm og Ingólf. Guðrún, kona Benedikts, þótti mikill skömngur, vel menntuð úr foreldrahúsum, samhent manni sfnum í sjálfstæðisbaráttunni og auk þess mikil kvenréttindakona, einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags, fyrsta kvenréttindafé- lagins hér á landi, einn af stofnend- fylgt frá upphafi. Bjarni var afburðamaður á öllum þeim sviðum sem hann kom nærri. Hann lauk stúdentsprófi átján ára og embættisprófi í lögfræði frá HÍ með hæstu einkunn er þá hafði verið gefin, nýorðinn 22 ára, stund- aði nám í stjórnlagafræði í stjórn- lagafræði í Berlín og var orðin laga- prófessor við HÍ aðeins 24 ára. Bjarni var bæjarfulltrúi í Reykja- vík frá 1934, borgarstjóri í Reykjavík 1940-47, alþingismaður frá 1942 og til dauðadags, utanríkis- og dóms- málaráðherra 1947-53 og dóms- og menntamálaráðherra 1953-56. Hann lést í eldsvoða, ásamt konu sinni, Sigríði Björnsdóttur, og dóttursyni þeirra, Benedikt Vilmundarsyni, á Þingvöllum sumarið 1970. Ætt eða stjórfjölskylda? Það er auðvitað rétt að Guðrún og niðjar hennar eru af svonefndri Engeyjarætt. En það er mikil ein- földun að einskorða ættina við stórfjölskyldu Guðrúnar. Engeyjar- ættin er margfalt fjölmennari enda rekur hún upphaf sitt til ættföður- ins, Erlends Þórðarsonar í Engey, sem fæddist 1650. Niðjar hans myndu því fylla mörg bindi ef ættin yrði tekin saman á bók. Ragnhildur og Engeyjarætt Þegar litið er fram hjá stórljöl- skyldu Guðrúnar eftir dæmum um valdamenn af Engeyjarætt er oftast bent á Ragnhildi Helga- dóttur, fyrrv. alþm. og ráð- herra. Móðir Ragnhildar, Kristín Bjarna- Ragnhildur Helga- dóttir, fyrrv. ráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.