Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Page 11
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 SKOÐUN 11
Hundar, kettir og mannfólkið
LAUGARDAGSPISTILL
Kjartar Gunnar Kjartansson
blaðamaður - kgk@dv.is
Ég get tæplega talist dýravin-
ur þegar höfð eru í huga öll
þau reiðinnar býsn af rollu-
kjöti sem ég hef innbyrt um
ævina.
Ég er líka mjög hrifmn af nauta-
lundum með bearnaissósu og bök-
uðum kartöflum, að ekki sé nú tal-
að um allt svínakjötið og kjúkling-
ana sem fást á tilboðsverði í stór-
mörkuðum um þessar mundir.
Hunda- og kattavinur
En ég hef aldrei lagt mér til
munns hunda eða ketti og hef
reyndar alltaf verið hallur undir
þessar merkilegu dýrategundir.
Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar ég - einungis
tveggja ára - komst í hvolpaþvögu
fyrir utan greiðasöluna á Ferstiklu í
Hvalfirði. Foreldrar mínir voru að
ljúka við kaffisopann eftir máltíðina
og höfðu Iitið af mér smástund. Áð-
ur en þau vissu af var ég farinn að
kútveltast með hvolpunum og
skemmti mér konunglega. Þetta
kom foreldrum mínum svolítið
spánskt fyrir sjónir enda vissu þau
ekki til að ég hefði nokkurn tíma
komist í náin kynni við hunda. Mér
fannst hins vegar ekkert sjálfsagðara
en að argast í hvolpunum, rétt eins
og ég hefði verið hundur í fyrra lífi.
Fyrsti kötturinn
Þegar ég var fimm ára kom bróð-
ir minn með kött úr sveitinni. Ég
varð himinlifandi enda var þetta
læða sem fljótlega varð kettlinga-
full. Ég fékkst ekki út úr húsi heldur
lá á gólfinu við kattarkassann og lék'
við kettlingana allan liðlangan dag-
inn.
Þegar ég var átta ára eignaðist ég
fresskött sem hét Depill. Hann var
mikil baráttuskepna. Ef hann var
ekki að veiða rotmr á stærð við sjálf-
an sig í fjörunni niður af Skúlagöt-
unni, eða slást við villikettina í
Skuggahverfinu, svaf hann vært í
rúminu mfnu og malaði eins og
kafftkvörn. Hann var vanur að fylgja
mér áleiðis í Miðbæjarskólann en
lét alltaf staðar numið við Ingólfs-
strætið og beið svo eftir mér á sama
stað þegar ég kom úr skólanum.
Elín Helena
Þegar ég var í menntaskóla eign-
aðist fjölskyldan bröndótta læðu
sem ég nefndi Elínu Helenu. Þetta
skáldlega nafn festist þó ekki við
læðuna heldur var hún ætíð kölluð
Gamla-Kisa til aðgreiningar frá öll-
um þeim kettíingum sem hún
fjöldaframleiddi á þeim árum.
Hin forboðna dýrategund
Fjölskyldan átti aldrei hund á
mínum uppvaxtarárum enda voru
hundar þá stranglega bannaðir í
Reykjavík. Misvitrir borgarfulltrúar
höfðu komist að þeirri merkilegu
niðurstöðu að hundar væru mein-
dýr og stórhættulegir heilsu
manna. Einstaka Reykvíkingum
hafði þó orðið það á að halda hund
á heimili sínu og voru fýrir vikið of-
sóttir af lögreglunni og meindýra-
eyðum borgarinnar.
Deilan um hundahaldið
Sú var tíðin að mikið var deilt um
hundahald í Reykjavík og ýmislegt
skrifað í dagblöð þar að lútandi.
Það er reyndar alveg stórmerkilegt
hve margt hefur verið bannað í
gegnum tíðina, og hve margvísleg
og flókin rök hafa verið færð fyrir
öllum þessum bönnum. Ef maður
rifjar upp eitthvað af þessum bann-
rökum fýrir ungu fólki í dag, horfir
það á mann í forundran og spyr
síðan hvort þjóðin hafi ekki verið
með öllum mjalla.
Um 1970 stofnuðu frjálslyndir
andófsmenn hundavinafélag og
nokkir Reykvíkingar sem höfðu
kynnst hundum af eigin raun, í út-
löndum eða uppi í sveit, leyfðu sér
að halda því fram í blöðum að
hundurinn væri elsti og besti vinur
mannsins og hundar væru yfirleitt
bestu skinn. Þá skipti engum tog-
um að blöðin fylltust af hrollvekj-
um um það hvernig hundar ætu
smábörn í útlöndum og skitu síðan
allt í kaf.
En hundavinirnir höfðu betur,
sem betur fer. Hundar hafa nú ver-
ið leyfðir í Reykjavík um árabil án
þess að nokkur hafi verið étinn.
Hundurinn Plató
Þegar við hjónin fluttum í Skerja-
fjörðinn fyrir fjórtán árum hafði
fræg labradortík þar í hverfinu,
Kola á Harrastöðum, eignast
hvolpa. Dóttir okkar, sem þá var
fimm ára, komst í kynni við
hvolpana, hugsaði sinn gang, valdi
einn álitíegan úr hópnum og vandi
hann á að elta sig heim.
Hvolpurinn fór svo upp á sitt ein-
dæmi að venja komur sínar til okk-
ar í Bauganesið. í fyrstu áttuðum
við hjónin okkur ekkert á þessum
heimsóknum en hvolpurinn og
dóttirin voru sakleysið uppmálað.
Þetta háttarlag gat svo ekki endað
nema á einn veg: Þegar við vorum
orðin þreytt á því að skila hvolpin-
um tvisvar til þrisvar á dag var hann
tekinn í fóstur, nefndur Plató eftir
fornum heimpekingi og var hjá
okkur upp frá því.
Það er reyndar alveg
stórmerkilegt hve
margt hefur verið
bannað í gegnum tíð-
ina, og hve margvísleg
og flókin rök hafa verið
færð fyrir öllum þessum
bönnum.
Plató var einstaklega vel heppn-
uð skepna, blíður og barngóður,
stilltur og greindur. Hann var
blendingur af Labrador og Golden
Retriever-hundi, ljósbrúnn á lit en
heldur minni en báðar þessar teg-
undir. Hann var hvers manns hug-
ljúfi og einn af fjölskyldunni enda
varð hann að fá jólagjafir á jólum
og páskaegg á páskum. Yfirleitt
fékk hann harðfisk í jólagjöf en jól-
in sem hann fékk nýja bastkörfu að
sofa í varð hann svo kátur að hann
dansaði á afturlöppunum. Hann
lék sér mikið við köttinn í næstu
íbúð og leyfði honum að éta úr
dallinum sfnum.
Þegar Plató kvaddi þennan heim,
tólf ára að aldri, kvað konan upp úr
um það að hann hefði verið stóra
hundaástin í lífi sínu svo að hér eft-
ir liti hún ekki við öðrum hundum.
Kötturinn Sókrates
Þá kom kötturinn Sókrates til
sögunnar. Hann fannst á Lauga-
veginum, grindhoraður nokkurra
vikna kettlingur, að drepast úr
hor.
Fyrst var hann herbergjaður hjá
móður minni en einungis til
bráðabirgða. Ljóst var að þar fengi
hann ekki landvistarleyfi til lengd-
ar enda er móðir mín búin að fá
nóg af kattahaldi í gegnum tíðina.
Eg sá aumur á þessum brjóst-
umkennanlega kettlingi en nú
voru góð ráð dýr því að konunni
hafði alltaf verið illa við ketti. Ég
spurði hana þó ísmeygilega hvort
ekki væri í lagi að dýrið kæmi í
heimsókn eitt laugardagskvöld.
Hún játaði því og nú kom sér vel
fyrir Sókrates að hann er með
smáfríðustu kvikindum sem um
getur. Um leið og konan barði
hann augum breiddi hún út faðm-
inn, brosti sínu blíðasta og sagði:
„Ertu kominn, elsku kallinn.” Síð-
an hefur Sókrates verið vel hald-
inn í Bauganesinu og hrókur alls
fagnaðar meðal fjölskyldunnar og
kattanna í hverfinu.
Sókrates hefur sama iitarhátt og
Plató. Hann er jafn blíður og Plató
- þegar hann þarf á því að halda.
Þess á milli er hann stríðinn, eink-
um við tíkina Bellu í næsta húsi.
Hann getur líka verið grimmur og
hefur étið a.m.k. þrjá starra í sum-
ar. En hann er óneitanlega, óend-
anlega skemmtilegur.
Vinur Sókratesar er fressköttur-
inn Brandur í næsta húsi sem var
svo óheppinn að missa punginn í
fyrra fyrir lítið.
En Sókrates missti ekki pung-
inn. Nú hefur þessi lukkunnar
pamffll uppgötvað á sér punginn
og leyndardóma læðanna og er
lagstur út um nætur.