Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRrTSTJÓRl: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýslngan
auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir
viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Forvitnir geta nú leitað
til einkaspæjara
- frétt bls. 4
Dómur í brottkastsmáli
- frétt bls. 6
Þristurinn til þjónustu
reiðbúinn í 60 ár
- frétt bls. 8
Bandarískum hermönn-
um skipað að slappa af
- erlend frétt bls. 12
Enska biskupakirkjan
út úr skápnum
- erlend frétt bls. 14
Pæjumótið byrjar vel
- DV Sport bls. 40
Bíó og sjónvarp
-Tilvera bls. 60-63
DV Bingó
Nú spilum við allt
spjaldið og ætti
ekki að líða á
löngu áður en
einhver fær bingó.
Verðlaun fyrir bingó á
allt spjaldið eru afar glæsileg,
vikuferð til Portúgals með Terra
Nova Sól. Athugið að samhliða
einstökum röðum hefur allt
spjaldið verið spilað (sumar
þannig að tölurnar sem dregnar
hafa verið út ( bingóleik DV til
þessa gilda á allt spjaldið.
23. talan sem kemur upp er 66.
Þeir sem fá bingó láti vita í síma
550 5000 innan þriggja daga. Ef
fleiri en einn fá bingó er dregið úr
nöfnum þeirra.
Enn meðvitundarlaus
Ovissa hjá Jafnréttisstofu
SLYS: Líðan mannsins sem
slasaðist alvarlega er hann
hrapaði um tíu metra við
Sandá í Þistilfirði á fimmtu-
dagsmorgun er óbreytt. Mað-
urinn var fluttur með þyrlu inn
til Þórshafnar, þar sem sjúkra-
flugvél beið eftir honum. Flog-
ið var með hann á bráðadeild
sjúkrahússins í Fossvoginum,
þar sem hann gekkst undir að-
gerð í fyrradag. Hann var síðan
flutturlfgjörgæsludeildina þar
sem honum var haldið í önd-
unarvél, en að sögn læknis á
vakt á gjörgæsludeild er hann
þó kominn úr henni. Maður-
inn, sem er um fertugt, hlaut
töluverða höfuðáverka við fall-
ið og hafði ekki komist til fullr-
ar meðvitundar þegar DV fór í
prentun í gærkvöld.
JAFNRÉTTISMÁL: Ekki er víst
hver muni stýra Jafnréttis-
stofu eftir að Valgerður
Bjarnadóttir sagði starfi sínu
lausu (kjölfar dóms Héraðs-
dóms Norðurlands í svoköll-
uðu leikhússtjóramáli. Félags-
málaráðherra hafði áðurtil-
kynnt starfsmönnum Jafnrétt-
isstofu að þeim yrði kynnt
framtíðarskipan stofnunarinn-
ar síðasta þriðjudag en af því
varð ekki. Búist er við því að
starfsmönnum verði tilkynnt
hver muni stýra stofnuninni til
bráðabirgða í næstu viku en
ekki er víst hvenær staðan
verður formlega auglýst til
umsóknar. Valgerður mun
verða við störf fram til 1. sept-
ember en ekki hefur enn verið
samið um starfslok hennar.
Farnir heim
SJÚKRAFLUG: Sérstök sjúkra-
flugvél kom hingað til lands í
gær til þess að ferja fimm
Tékka til síns heima en þeir
lentu í rútuslysi á Geldinga-
draga um síðustu helgi. Vélin
lenti á Reykjavíkurflugvelli í
gærdag og hélt strax til Tékk-
lands eftir að hinir slösuðu
höfðu verið bornir um borð.
Mest 71 til 85
þúsund á mánuði
Á MIKLATÚNI: (þessu fleti í rjóöri á Miklatúni lágu tveir sofandi menn þegar Ijósmyndari DV átt leið þar um í gærmorgun. Fyrir þessum
ógæfumönnum liggur fátt annað en að búa við enn ömurlegri vist þegar hausta tekur og kólna fer í veðri. DV-mynd GVA
Tekjulaust útigangsfólk getur
vænst þess að fá í opinbera að-
stoð allt að 71 til 85 þúsund
krónur á mánuði. Þetta fólk
kemst þó trúlega seint á lista
yfir tekjuhæstu íslendingana.
Flest þetta fólk er óvinnufært
sökum langvarandi drykkju, vímu-
efnaneyslu eða örorku og í því ligg-
ur stærsti vandi þess. Því helst illa á
peningum, aðallega vegna óreglu,
og flæmist þá úr húsaskjóli sem
það hefur hugsanlega haft. Staða
þess er því oft æði bágborin og get-
ur verið undirrót hnupls og þjófn-
aða. Flestir úr þessum hópi þrá að
fá aðstoð og húsaskjól sem virðist
þó af skornum skammti.
Hjá Tryggingastofnun fengust
þær upplýsingar að nær ómögulegt
væri að segja til um hve stórt hlut-
fall af útigangsfólki sé í hópi skjól-
Svokallaðir „útigangs-
menn", sem falla undir
skilyrði Tryggingastofn-
unar, gætu átt mögu-
leika á að fá útborgað á
mánuði um 85.000 krón-
ur þegar búið er að
draga frá skatta.
stæðinga stofnunarinnar. Þeir sem
rétt eigi á bótum frá stofnuninni
eru öryrkjar. Örorkumatið byggist
aifarið á læknisfræðilegum for-
sendum samkvæmt breytingum á
almannatryggingalögum. sem tóku
gildi 1. september 1999. Undir
þetta falla alls ekki allir útigangs-
menn.
Svokallaðir „útigangsmenn" sem
falla undir skilyrði stofnunarinnar
gætu átt möguleika á að fá útborg-
að á mánuði um 85.000 krónur
þegar búið er að draga frá skatta.
Það eru rúmar 2.800 krónur á dag.
Þar er um að ræða að fólk fái ör-
orkulífeyri og tekjutryggingu ef
laun eru lítil sem engin. Þá hafi ör-
yrkjar m.a. möguleika á að fá heim-
ilisuppbót, ef það býr ekki hjá
vandamönnum, og uppbót á líf-
eyri.
Hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur-
borgar fengust þær upplýsingar að
tekjulaust fólk, sem ekki hefur í
önnur hús að venda, gæti vænst
þess að fá í aðstoð mest 71 þúsund
krónur á mánuði. Það nemur tæp-
um 2.400 krónum á dag að meðal-
tali. Alls nutu 3.600 heimili aðstoð-
ar Félagsþjónustunnar á síðasta ári
og var það 22% aukning frá árinu
2001.
Vaxandivandi
Fjöldi fólks á hvergi höfði sínu að
að halla og verður því að búa sér
náttstað á víðavangi eða í því skjóli
sem hægt er að finna hverju sinni.
Útigangsfólki hefur síðan farið
fjölgandi þar sem gistirýmum hefur
fækkað mjög að undanförnu. Að
mati Guðmundar Jónssonar f Byrg-
inu er ekki ólíklegt að sú tala geti
verið allt að 130 manns. Ástæðuna
rekur hann m.a. til þess að vist-
heimilinu í Gunnarsholti var lokað
og þar fóru þrjátíu rými. Þá flutti
Byrgið úr Rockville austur í Gríms-
nes og fækkaði gistirýmum um
nærri fjörutíu, eða úr 84. Einnig var
afeitrunardeild þar lokað en hún
var fyrir allra veikasta fólkið. Úr-
ræðunum fyrir þetta ógæfúsama
fólk fækkar því stöðugt. hkr@dv.is
HVERJiR ERU 0DYRASTIR?
ÚT5ALAN
VERÐUR'
TIL
18
Agúst
FATALAND
ICELANDAIR
www.icelandair.is