Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 OVHELGARBLAÐ 39 Stundin okkar er ekki fyrsta starf Þóru í tengslum við börn því að hún vann við leikjanámskeið ITR fyrir börn á aldrinum 6-9 ára í fjögur sumur og á vetuma var hún svo í unglingastarfinu hjá ÍTR. „Gloríum- ar sem ég gerði á þessum sumar- námskeiðum vom kannski stundum svolítið Birtulegar," segir Þóra og hlær enn meira. „Mér tókst t.d. nærri því að ganga frá 50 börnum einu sinni. Það var sumarkamival hjá öllum félagsmiðstöðvunum og átti að vera skrúðganga niður Laugaveginn. Okkur langaði til þess að vera með flottasta búninginn í skrúðgöngunni svo að mér datt í hug að okkar hópur gæti verið múmíu- ormur. Við tókum 50 metra af kart- öfludúk og máluðum hann, krakk- amir vom síðan málaðir í framan og göt gerö á dúkinn fyrir hausana. Það sem gerist hins vegar þegar 50 börn em heftuð saman er að ef einn dett- ur þá detta allir ... þannig að þetta var orðið hálfgert „splatter“ástand þarna á Laugaveginum. Ég og hinir starfsmennirnir hlaupandi um og klippandi krakkana lausa úr dúkn- um,“ segir Þóra og skellihlær. „Ég er ekki alltaf sú gáfulegasta og hef líka oft verið kölluð á teppið fyrir æðis- gengnar hugmyndir mínar." Annað atvik sem Þóra hlær að í dag er þegar hún ætlaði að halda jarðarför fyrir andamnga. „Krakkamir á leikjanámskeiðinu fóm með miða heim þar sem for- eldrarnir voru beðnir um að senda þá daginn eftir á leikjanámskeiðið íklædd svörtu. Það vom ekki allir foreldrar sem vom ánægðir með það að við værum að leika jarðarför," segir Þóra sem viðurkennir að hún hugsi ekki alltaf áður en hún fram- kvæmi en allt sé það þó gert í góðum tilgangi: „Maður er alltaf að reyna að ala börnin upp og kenna þeirn." Þátturinn verið gagnrýndur Eins og gengur með íslenska þætti og þáttastjórnendur þá hefur Stund- in okkar undir stjórn þeirra Þóm og Jóa fengið sinn skerf af gagnrýni. Það hefur aðallega verið Birta sem hefur verið gagnrýnd og þá aðallega fyrir það að vera vond og leiðinleg við Bárð og leggi hann jafnvel kerfis- bundið í einelti. Gagnrýni þessi hef- ur bæði birst í bréfum til þáttarins sem og á spjallþráðum Netsins. „Jú, það er rétt að Birta var í byrj- un nokkuð gagnrýnd fyrir að vera grimm en hún var náttúrlega mjög pirmð út í Bárð sem var algjört idjót í upphafi, við skulum ekki gleyma því. Hann gerði allt sem hægt var að gera af sér og að hafa þolinmæði gagnvart því var svolítið erfitt. En samband þeirra hefur núna slípast heilmikið og Birta hefur mýkst, enda tökum við tillit til allrar málefnalegr- ar gagmýni," segir Þóra en viður- kennir þó að hún hafl í byrjun tekið gagnrýnina inn á sig. „Það var alveg rosalega erfitt að fá gagnrýni í fyrsta skipti á prenti. Ég pakkaði bara sam- an eftir lesturinn og skildi eftir skila- boð til Jóa að hann skyldi ekki reikna með því að sjá mig aftur. En svo átt- aði mig enda ekki hægt að búast við því að eina íslenska bamaefnið sem er framleitt fyrir utan Morgunstund- ina og afa falli öllum í geð. Við fáum alls konar bréf send til okkar, bæði með réttlátri gagnrýni, þökkum frá bömunum, góðum ábendingum frá foreldmm - og svo nostalgískum kvörtunum frá þeim sem finnst allt betra í gamla daga og vilja bara fá Bryndísi Schram aftur á skjáinn. Mér BÁRÐUR ÖG BIRTA: Svona þekkja flestir landsmenn Þóru, þ.e.a.s í hlutverki Birtu í Stund- inni okkar á RÚV: Þóra, sem er 27 ára, hafði enga reynslu af leiklist áður en hún hóf að leika Birtu en vann sem skrifta á íþróttadeildinni þegar hún sótti um starfið. finnst reyndar stundum óréttlátt í hve miklum mæli gagnrýnin hefur beinst að mér persónulega þar sem við Jói skrifum þættina saman og eigum því skilið að fá jafnan skerf af skömmum,11 segir Þóra og heldur áfram: „Ég hef horft á gamla Bryn- dísarþætti og það er allt öðruvísi barnaefni sem er verið að bjóða upp á þar en hjá okkur í dag. Það myndi ekkert þýða að bjóða börnum upp á það efni - alveg eins og það þýðir ekkert að bjóða bömum upp á þætt- ina okkar eftir 20 ár. Það er einfald- lega ákveðin þróun sem á sér stað, hver umsjónarmaður á einfaldlega bara sinn tíma." Fann lífsgleðina í Bólivíu Þrátt fyrir að hafa unnið mikið með börnum og haft gaman af segist Þóra þó aldrei hafa haft löngun til þess að mennta sig á því sviði. „Mig hefur aldrei Iangað til að verða kennari eða þvíumlikt. Kannski af því að pabbi var kennari og það var alltaf sagt við mig að ég yrði kennari. Það var f raun algjör hending að ég fór í heimspeki í háskólanum að „Ég byrjaði í sex ára bekk fjögurra ára gömul því það var ekki pláss fyrir mig í leikskólanum á Breiðdalsvík. Mamma var að kenna 6 ára bekknum þar og ég fékk bara að fara með henni" stúdentsprófi loknu, það var ekkert meðvitað val, það var bara einhvern veginn svo hentugt að byrja í því fagi um áramót því að ég kláraði stúd- entinn á þremur og hálfu ári,“ segir Þóra. BA-ritgerðin liggur hálfklámð ofan í skúffu, en verður lfldega ekki klámð í bráð því að áhugi Þóru hef- ur beinst að stjórnmálafræðinni en hún mun hefja nám í henni í haust. Skólaganga stúlkunnar hefur annars verið nokkuð skrautleg - allavega em lfldega ekki margir sem hafa set- ið þrisvar sinnum í sex ára bekk eins og Þóra. „Ég byrjaði í sex ára bekk íjögurra ára gömul því að það var ekki pláss fyrir mig í leikskólanum á Breiðdalsvík. Mamma var að kenna 6 ára bekkinn þar og ég fékk bara að fara með henni. Þannig gekk það í tvö ár og ég var náttúrlega orðin fluglæs og hundleið þegar ég tók sex ára bekkinn í þriðja sinn þegar við fluttum til Reykjavíkur og ég fór í Langholtsskóla. Ég var samt mjög fegin því að foreldrar mínir tóku þá ákvörðun að láta mig ekki fara á undan mínum jafnöldrum." Þeir sem þekkja til Þóm segja hana sérlega lífsglaða og uppátækja- sama sem og algjöran orkubolta - og Þóra jánkar því. „Ég er rosaleg öfgamanneskja, stundum hamast ég út í eitt en að sama skapi get ég verið ein inni heila heigi og ekki talað við neinn," segir Þóra sem náði sér að einhverju leyti í hina leiftrandi lífsgleði í í Bólivíu þar sem hún dvaldi eitt ár sem skiptinemi á menntaskólaámnum. „Ég fór út stuttklippt, mjó og lítil en kom heim rosalega feit og lífs- glöð. Það var hlegið svo mikið að mér þegar ég kom út því að ég var svo mjó og það gekk bara ekki. Allur matur þama er djúpsteiktur og dísætt límonaði drukkið með öllum mat. Eftir matinn er svo síesta tekin í hengirúminu þannig að það var ekki skrýtið að ég skyldi bæta vel á mig. En það var æðislegt að vera þarna. Það er náttúrlega allt önnur menn- ing þama en hér heima en þar sem ég hef mikla aðlögunarhæfni þá féll ég sem flís við rass þama,“ segir Þóra og bætir við að hún hafi eigin- lega ekkert viljað koma heim aftur. „Samfélagið þarna er mjög lifandi. Fólk er sérlega lífsglatt og ekki þurftafrekt. Einu kröfurnar sem fólk setur er að eiga sjónvarp því að það er mikil sápuópemmenning þarna. Eftir síestuna lagðist maður í sjón- varpsgláp í 2-3 tíma því það var of heitt að vera úti og þá náði maður að horfa á nokkrar sápur. Lífið þarna var mjög súrrealfskt. Heimilishan- amir eltu mann t.d. upp í sófa og maður kippti sér ekki upp við það þótt halakarta væri á rúminu eða sporðdreki á gólfinu. Öllum norm- um um venjulegt heimilislíf var hent út um gluggann." Þóra hefur einnig búið í Dan- mörku og í Mflanó og ferðast vfða jafnt innanlands sem utan - en nú er það bara Framnesvegurinn sem blíf- ur í bili. Fram undan er skólinn, vinnan í íbúðinni og ný törn af Stundinni okkar. Hvað framtfðin ber svo í skauti sér verður bara að koma í ljós en einhvers staðar blundar draumur um skriftir. „Ég myndi byrja á barnaefni því þar er ég í mestri æfingu, það er gríðarlegt magn af rituðu efni sem við Jói komum frá okkur," segir Þóra sem segist þó vera með ýmsar aðrar hug- myndir í deiglunni. Eitt af aðkallandi verkefnum líðandi stundar er líka það að læra að drekka kaffi en Þóra segir að vinnufélagar hennar stríði henni mikið á því að hún skuli vera orðin þetta gömul en enn ekki kom- in á bragðið. „Ég er því alltaf að æfa mig að drekka kaffi og tók t.d. tvo tvöfalda espresso í morgun," segir Þóra og réttir hlæjandi fram koffi'n- skjálfandi höndina um leið og hún kveður. snaeja@dv.is Fegurstu borgirnar í beinu flugi í haust frá kr. 28.550 Heimsferðír bjóða borgarævíntýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beínu flugí í haust, Alls staðar nýt- ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heímavelli á söguslóðum og bjóða spennandí kynnisferðir meðan á dvölínní stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust. Róm I Búdapest 1.-5. okt. Heirmferöir bjóða nú einstakt tæki- fæn til borgarjnnar eiíífu í beinu flugi þann I. okt. frá íslandi fil Rómar. Nú getur j>ú kynnst þessari eínstöku borg sem á engan sinn iíka í fylgd farar- stjóra Heimsferóa og upplif^ð árþús- undamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskjrkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppumar, CoJosseum, Forum Romanum og Pantheon hoftö. Sjá www.he'imsferðir.is október fíniintud. og mánud., 3,4 eða 7 nætur Stórkosileg borg i bjiuta Evrópu, sera islemlingnm býðsi nú að kynn- ast f beinu flugi tiá íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel i hjarta Budapest og spennandi kymústerðir með farar- stjónnn Heimsferðg. Verð fiá kr. 65.850 Verð kr. 28.550 Verð rn v. 2 í heibergi. Botei Vilía rorlonia, flug, gistirig, skattar, ísíensk fararstjóm. Ekki innifalið: Forfaila- gjaiti, kr. i.800 vaikvætt. Ferðjr til og frá flugvelli kr, i .800. FJugsæti tii Budapest 20. okí. ineð 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir, Gjidir fró mánudegi tii fmimtudags. Verona I Sorrento 17. sept„ 5 nætur Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri mermingu um leiö og þú gengur um gamla bæinn, skoðar svalir Júlíu og kynnist frægasia útileik- húsi Ítalíu, Aremmni í Verona eða ferðast um Gardavatn og Feneyjar. Veró kr. 29.950 30, sept,, 5 nætur .Heímsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á Íslandí beinl flng tii Najjolí og dvöi í Sorrenio, jxjssum frægasta sumar- leyFisstaö Ílalíu. Hér kynnist þú hínni ótrúiega fógru Amalti sfrönd, eyjnnni Capri, Pompei og Napolí, Ótrúlega íallegt umitverfl og heili- andi andrúmsloft á þessum fagra stað. Völ iim ún atshótel \ hjarta Soirento, Fíugsæti mcð sköitum. Völ um 3 og 4 stjömu hófej. Fkki inníláiið; Foríalía^ gjaid, kr. 1,800 valkvætí, Fcröir fii og ffá flugvelli kr. i,800. Barcelona 2, okt. 3 nætur 22./26./30, okt. 4 nætur Einn vinsielsti úfangasiaður fslemF ingq i 11 úr, Heimeferðir bjðða nú bein flug i okióber, sem er sinn skemmiilegasti tíininn tíl að lieim- sarkja borgina. Menningarlifið er i Itúpunkti og ótrúlegt úrvol lístsýn- ingo og tónleika að beimsækja Úsantt spennandi nieturlffi og otrú- legu úrvali verslana, Fararstjórar Heimslerða kynna þúr borginu á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. Verð kr. 63.650 Flug og Ikótt’i í 5 nætur M,v, 2 í her- btrgi á l a Mendúmo með morgunmat. Skattar iunifaJdir, Ferðir til og tfó flug- veliikr. J.800. Prag Verð kr. 49.950 Fiug og hótel i 4 iwpfur. M.v- 2 í herborgi ó Aragorj, 22- okt, Skattar innifaidir. Feröir til og fró flug- veJIi kr, 1,800. Okt, og uóv, fímmtud, og mánud., 3,4 eða 7 nætur Fegursia borg Evrópu og eftirlæti íslendinga sem fara nú bingað í þúsundataií á bverju ári með Heims- ferðum, Faramtjórar Heimsferða gjðr- þekkja borgina og kynna þér sögu heimar og heillandi menningu. fióð bótel í bjarta Prag. Verð kr. 29*950 Hug og hfHt?! J 3 nætur, M.v, 2 í her* bergj á Quality Hotel, 3. nÓY, með 8.000 kr. afslætti. Sknttar innifaldir, Gildir fró niánudegi til finmitutlags, Furðirtil og íiá flugveiii kr. 1.800. Munið Mnstercard fcrðaávísunina Heimsferðir Skógarhlíð 18, s(mi 595 1000, www.heimsferdlr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.