Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Síða 25
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 DVHELGARBLAÐ 25 DV-myndir E.ÓI. Eftir að bökunarkartöflurnar hafa fengið að dorma í ofni á 200 gráðum í um klukkutíma eru þær skornar í fjóra parta á langveginn og megnið tekið innan úr hýðinu með hníf eða skeið Hér hefur Ásbjörn djúpsteikt kartöfluhýðið og stráð osti yfir. Síðast fer beikonkurlið yfir allt áður en réttinum er stungið undir grillið í um tvær mínútur. Ásbjörn, eða Ási eins og hann er kallaður, setur hluta af dress- ingu yfir miðjan diskinn með þeim frönsku en ber megnið af henni með í skál og sýrðan rjóma í annarri. íde mártino Hversdagsvín og helgarvín frá Chile er val Ómars S. Gíslasonar hjá Samvirki Nýjar kartöflur eru komnar í búðim- ir og em algjört lostæti. Það þótti þvf vel við hæfl að fá matreiðslumeistara til að galdra fram dýrindis kartöflurétti héma á opnunni. Með dýrindis krás- um er líka sjálfsagt að drekka ljúffeng borðvín. Ómar S. Gíslason, hjá vín- deild Rafkóps-Samvirkis, var fús að velja viðeigandi rauðvfn með kartöflu- réttunum. Vínin sem Ómar býður lesendum upp á em frá De Martino en koma úr tveimur framleiðslulínum fyrirtækis- ins: Varietal og Prima Reserva. Vínin em kennd við ítalann Don Pietro de Martino sem flutti ásamt fjölskyldu sinni til Chile fyrir 60 árum. Þar hófst hann handa við að láta gaml- an draum verða að veruleika - en það var að framleiða vín fjarri heimahöf- um þar sem hefðir og þekking hans á víngerð myndi nýtast honum vel. De Martino settist að í Maipo- dalnum þar sem hann sá að jarðveg- urinn var einstaklega hentugur til vínræktunar. Síðan hefur vegur De Martino vaxið og dafnað og í dag framleiðir fjölskyldufyrirtækið þrjár línur með nokkrum gerðum þrúga og má flokka sem stór, stærri, stærst- ur. Með því er hægt að velja vín eftir verði og gæðum fyrir hin ýmsu tæki- færi. Þannig er Varietallínan gott hversdagsvín sem er ódýrt og þykir aðgengilegt með öllum mat. Prima Reserva er meira helgarvín en Reserva de Familia eru hátíðarvín. Fyrra vínið sem Ómar mælir með kallast De Martino Carmenére Vari- etal og kostar 1.260 krónur í sérvöru- búðum ÁTVR. Það er búið til úr chilensku Carmenére-þrúgunni. Hún er ein af þeim þrúgum sem ekki hafa oft verið á borðum íslendinga en nú gæti orðið breyting á. Þetta vín hefur margbrotinn ilm og djúpan rauðan lit og er bragðmikið með mjúk tannín og hefur langa endingu. Þetta vín ætti að smella með kart- öfluréttunum sem boðið er upp á hér á síðunni. Hitt vínið sem Ómar valdi heitir De Martino Merlot Prima Reserva. Það er meira sparivín og að sögn Ómars væri það til dæmis vel við hæfi ef góður nautavöðvi væri í boði ásamt kartöflunum hér á síðunni. Hvað um það; vínið hefur ilm af þroskuðum ávöxtum, kirsuberjum og súkkulaði. Þetta er þétt og mikið vín sem býr yflr samspili eikar og ávaxta og hefur jafnframt mjúk og þroskuð tannín. Vínið kostar 1.450 í sérvöruverslunum ÁTVR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.