Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 21
 !■ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 0V HÉLéAtiBLÁS 21 breyta eigi samkeppnislögum og lögfesta skýr- ar reglur um þessi atriði." Fyrning saka? - Því hefur verið haldið fram að sakir ein- staklinga í grænmetismálinu, sem núna er fyr- ir Hæstarétti, kunni að vera fyrndar. Trygg- ingafélögin hafa einnig haldið því fram að sak- ir í því máli séu fyrndar ef nokkrar teljist vera. Hvernig eru reglur, m.a. varðandi upphaf frests, tímalengd og annað, um fyrningu saka í samkeppnismálum, annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila? endum fyrirtækja sem tekið hafa þátt í ólög- mætu samráði. Varðandi það hversu víðtæk ábyrgðin er hér á landi og nákvæmlega á hverj- um hún hvílir vil ég ekkert segja um. Það verð- ur að fá að koma í ljós í mögulegum aðgerðum lögregluyfirvalda.“ -1 samkeppnislögunum er ekki kveðið á um verkaskiptingu eða samstarf milli samkeppn- isyfirvalda og lögreglu. Skiptar skoðanir hafa verið, meðal annars hjá Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra (RLS), um hvenær og hvernig samkeppnisyfirvöld eigi að vísa mál- unt til lögreglu, hvernig verkaskiptingu sé hátt- að þama á milli og hvort lögreglu beri að taka mál upp að eigin frumkvæði að uppfylltum nauðsynlegum skilyrðum. Hvað hefur þú að segja um málsmeðferð og verkaskiptingu milli samkeppnisyfirvalda og RLS og hvernig er þessu háttað núna? „Það er rétt að í samkeppnislögum er ekkert fjallað um samskipti samkeppnisyfirvalda og lögreglu, ólíkt lögum sem gilda um sum önnur stjórnvöld. Vegna vísbendinga um alvarlegt eðli olíumálsins töldum við ástæðu til að greina embætti ríkislögreglustjóra frá rann- sókn okkar. Hlutverk Samkeppnisstofnunar er að fjalla um brot fyrirtækja á samkeppnislög- um en að okkar mati heyrir það alfarið undir lögreglu eða ákæruvaldið að meta það hvort ástæða sé til að heija opinbera rannsókn á þætti einstaklinganna í slíkum brotum. Við töldum eðlilegt að koma upplýsingum til lög- reglu þannig hún gæti tekið sjálfstæða afstöðu til þessa. Þetta gerðum við á fundi hjá Ríkislög- reglustjóra um miðjan júní. Á þeim fundi vildi lögreglan ekki taka við frumathugun okkar. Eins og fram hefur komið í íjölmiðlum hafa menn haft mismunandi sýn á eðli og áhrif þessa fundar. Ég fullyrði að öll okkar aðkoma að málinu var rétt og eðlileg.miðað við hlut- verk Samkeppnisstofnunah )Þessi samskipti eru nú í ákveðnum farvegi og á ég von á því að þetta skýrist allt saman innan skamms." - Snerist þá ágreiningurinn um form en ekki efni, þ.e. hvernig Samkeppnisstofnun bæri að haga tilkynningu til RLS og hvort tilkynningin hefði í raun verið samin út írá einhverjum óskráðum formskilyrðum? „Samkeppnisstofnun og lögreglan hafa ekki verið sammála um hlutverk og skyldur þessara stofnana hvað þennan þátt áhrærir. Það er mitt mat að rétt sé að taka til athugunar hvort „Sektir hafa einnig verið lækkaðar hér á landi, sbr. t.d. grænmetismálið.... Ég tel þessa sekt héraðsdóms í engu samræmi við alvöru brotanna." „Það eru mörg álitamál sem geta komið upp varðandi fyrningu í samkeppnismálum. I tryggingamálinu setja félögin fram ýmis sjón- armið varðandi fyrningu og það verður að koma í ljóst hvort samkeppnisráð er sammála þeim. Þar sem málinu er ekki lokið á ég erfitt með að tjá mig frekar um þetta mál. Eitt al- mennt atriði vil ég þó nefna. í opinberri um- ræðu virðast menn líta svo á að fyrningarfrest- ur hefjist við lok einhvers einstaks samráðsat- viks. Það er hins vegar langt í frá sjálfgefið. Hér er hægt að taka dæmi. Fyrirtæki hafa samráð um að hækka verð í tilboðum í útboði. Á grundvelli útboðsins er gerður samningur við eitt samráðsfyrirtækjanna sem gildir í nokkur ár. Viðskiptavinurinn er því um árabil að greiða of hátt verð sem byggðist á samráði. Það standa sterk rök til þess að upphaf fyrningar- frests sé ekki þegar samráðið á sér stað heldur þegar ólögmætu ástandi sem leiðir af því lýkur, t.d. þegar samningurinn fellur úr gildi. Einnig er það þekkt í samkeppnisrétti að ekki eigi að líta einangrað á hvert og eitt samráðsatvik sömu fyrirtækja heldur sem eina samfellda brotastarfsemi. Upphaf fyrningar á öllu sam- ráðinu væri þá þegar síðasti verknaðurinn var framinn." - Ef tryggingafélögin eru sek um ólöglegt samráð og sakir reynast fyrndar, er þá ekki gagnrýniverður drátturinn sem hefur orðið á rannsókn þess máls frá því hald var lagt á gögn árið 1997? Hvernig má forðast að rannsókn mála tefjist svo mjög í framtíðinni, bæði al- mennt og einkum og sér í lagi ef tafimar geta skipt máli varðandi fyrningu saka? „Hér vil ég taka fram að húsleit var ekki hjá félögunum sjálfum heldur SIT og Islenskri endurtryggingu. I fyrsta lagi liggur ekkert fyrir um það að meint brot séu fyrnd. Varðandi málsmeðferðina verður að hafa í huga að þeg- ar á árinu 1998 sendi Samkeppnisstofnun frumathugun þar sem komist var að þeirri nið- urstöðu að samvinna tryggingafélaganna varðandi fiskiskipatryggingar færi gegn ákvæðum samkeppnislaga. Viðbrögð trygg- ingafélaganna við ftumathuguninni vom að slíta þessu samstarfi og lauk þeim þætti máls- ins veturinn 1998.1 kjölfar þessa hófst athugun á annarri samvinnu félaganna. Um mitt ár 1999 barst erindi frá FIB út af meintu samráði sem jók talsvert umfang rannsóknarinnar. Gagnaöflun í málinu lauk í árslok 2000. Félög- in fengu í hendur ítarlega frumathugun í árs- byrjun 2002 og gerðu kröfu um frest til sept- ember sama ár til að koma að andmælum og það er verið að vinna úr þeim núna. Það er ljóst að úrvinnsla þessa máls hefúr tekið of langan tíma og er það miður. Á því eru eðlileg- ar skýringar. Málið er flókið og mannekla og annir við önnur stór mál hafa sín áhrif. Við ger- um allt sem við getum til að ljúka málum með viðunandi málshraða. Það er hins vegar ljóst að ef Samkeppnisstofnun á geta til frambúðar sinnt rannsókn á stórum og alvarlegum mál- um með fullnægjandi hætti verður að efla hana." Ungæðisleg og útópísk gagnrýni - Hægrimenn gagnrýna sjálfa tilvist sam- keppnisyfirvalda og hafa íslenskir frjálshyggju- menn Samkeppnisstofnun mjög á hornum sér. Segja þeir markaðinn, framboð og eftir- spum, einan eiga að ráða viðskiptum manna. Það sé öllum, þar á meðal neytendum, hag- stæðast til lengdar og telja þeir opinber af- skipti af viðskiptalífinu mjög til óþurftar. Hvernig svarar þú slíkri gagnrýni, hver em rök- in fyrir því að ríkið hefti aljgjört frelsi í viðskipt- um? „Ég hef nú satt að segja aldrei skilið þennan málflutning fyllilega og fundist hann ungæðis- legur og útópískur. Það er breið samstaða um það í hinum vestræna heimi að nauðsynlegt sé að setja fyrirtækjum leikreglur um samkeppni til að tryggja að markaðshagkerfi skili sem mestri velferð. Ef það er ekki gert er hægur leikur fyrir fyrirtæki að bindast samtökum í því skyni að ná fram okurhagnaði gagnvart al- menningi. Unt þetta eru fiestir sammála, nema þeir sem telja að frumskógarlögmál eigi að ríkja í samfélaginu. í þessu sambandi er sér- staklega athyglisvert að horfa til þeirra ríkja sem mest kenna sig við frelsi í viðskiptum. Hvergi er tekið harðar á samkeppnisbrotum en í Bandaríkjunum. „Samtök atvinnulífsins settu fram tillögur til að veikja sam- keppnislögin og nú hafa heyrst þær raddir, t.d. í Við- skiptablaðinu, að þessar til- lögur hafi kannski verið fulllit- aðar afþeim fyrirtækjum sem sæta rannsókn." Það er einnig áhugavert hvernig umræða um samkeppnismál hefur breyst. Þegar sam- keppnislögin voru samþykkt fyrir 10 árum not- uðum við fyrstu árin til að vinna gegn sam- keppnishömlum opinberra aðila og ríkisfyrir- tækja. Það var verið að niðurgreiða samkeppn- isstarfsemi og umfangsmiklar opinberar sam- keppnishömlur voru við lýði. Almennt var mikil ánægja með þetta í viðskiptalífinu og jafnvel Verslunarráðið gagnrýndi okkur fyrir linkind með því að sekta ekki opinbera aðila. Þegar við fórum að fjalla meira um brot einka- fyrirtækja kom heldur betur annað hljóð í strokkinn. Eftir að rannsókn okkar á olíufélög- unum hófst gerðu sum hagsmunasamtök fyr- irtækja harða hríð að okkur. Samtök atvinnu- lífsins settu fram tillögur til að veikja sam- keppnislögin og nú hafa heyrst þær raddir, t.d. í Viðskiptablaðinu, að þessar tillögur hafi kannski verið fulllitaðar af þeim fyrirtækjum sem sæta rannsókn. Ég held að menn verði að gæta sín í hagsmunagæslunni og ekki gleyma því að virk samkeppni er líka mikið hagsmuna- mál fyrirtækja." fin@dv.is EOFFfíB ÍÍU3M muM lÉrOC % REYKJAVÍK • KEFLAVÍK » AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.