Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 DVHELGARBLAÐ 19 þegar Þursaflokkurinn var að klára einhverja tónleika í Vík í Mýrdal, minnir mig. Það var búið að klappa okkur tvisvar sinnum upp og fólkið heimtaði alltaf meira. Þá var ákveðið baksviðs að byrja bara á einhverju. Þessi texti er eftir Jónas Árnason og er yfirleitt sunginn undir öðru lagi, svona sjómannapolka. En við ákváðum að gleyma polkanum og gera bara eitthvert pönk. Það var alger tilviljun að ég söng þetta, ég held ég hafi bara boðist til þess. Menn verða að bera sig eftir björginni." Allar götur síðan syngur Tómas þetta lag á tónleikum og enginn annar, ef röddin og heilsan leyfir, eins og hann segir sjálfúr. Pönkið var í algleymingi á þeim tíma þegar lagið varð til og þeir sem séð hafa Rokk í Reykjavík muna eftir þjóðlegum Þursa- flokknum innan um pönk og gaddavírsrokk, þar sem hann stakk óneitanlega dálítið í stúf. Tómas segir ástæðuna einfalda: „Við slysuðumst nú reyndar bara inn í þá mynd. Við sáum um hljóðupptökurnar-vor- um nýbúnir að stofna lítið hljóðver í bak- garðinum hjá Agli. Ég held að Friðrik Þór hafi bara kennt í brjósti um okkur og þess vegna leyft okkur að vera með. Unga reiða fólkið og við, svona gamlir og gramir.“ í mínu tilviki varþetta engin sérstök athöfn, ég fór bara að svara játandi effólk spurði mig hvort ég væri hommi. Talsverðum sögum fer af hæfileikum Tómasar í eldhúsinu og ganga sumir svo langt að kalla hann meistarakokk. Tómas dregur, spurður, úr öllu saman en viðurkenn- ir þó að hann lumi á nokkrum uppskriftum og kveðst kunna lagið á helstu eldhúsáhöld- um. „Ég lærði eiginlega að elda af illri nauðsyn. Við Þórður og Jakob fórum til London ein- hvern tímann í gamla daga að reyna fyrir okkur, sjá hvort við kæmumst einhvers stað- ar að í hljómsveitum, og þá var maður fjarri kjötkötlunum hennar mömmu. Við þurftum að fara að elda sjálfir og það var skelfileg lífs- reynsla - viðbrunnið halck með tómatsósu og eitthvað þannig. En maður þrælaði þessu í sig og prófaði aftur næsta dag. Svo komu framfarirnar á þriðja og fjórða degi og smám UPPTÖKUSTJORINN TÓMAS Tómas byrjaði að fikta í tökkum við upptöku- stjórn 1984 á plötu Þursaflokksins, Gæti eins verið, fékk þá bakteríuna og hefur síðan verið með vinsælustu og virtustu upptökustjórum í íslenskri tónlist, verið við stjórnvölinn á nokkrum af þekktari plötum síðustu ára og t.d. unnið með EGÓ, Sykurmolunum, Megasi, Bubba, Björká plötunni Gling-Gló og Hilmari Erni Hilmarssyni, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal þess sem Tómas gerði með Bubba eru tvær af vinsælustu plötum hans, Kona og Dögun, sem almennt eru líka taldar með betri verkum Bubba. Vinnuna við Konu segirTómas hafa verið nokkuð eftirminnilega því honum var falið að búa til nýja plötu úr fullkláraðri plötu. „Félagi minn og samverkamaður, Ásgeir Jóns- son, vann með mér á Konu. Eftirvinnslan var dálítið mikil á henni, eiginlega mjög mikil, því það var búið að klára plötuna þegar við feng- um hana í hendur. Menn höfðu hins vegar fengið einhverja bakþanka með þetta allt saman, létu okkur fá plötuna og báðu okkur að gera eitthvað. Bubbi var reyndar sjálfur ekki á svæðinu meðan við krukkuðum í plöt- una en á endanum stóð eiginlega ekkert eftir nema söngurinn hjá Bubba - hitt var gert upp á nýtt. Við getum sagt að hún hafi verið dálítið ólík þeirri útgáfu sem við fengum í hendur. En ég held að Bubba og útgefandanum hafi liðið betur." „Ég gerði líka Dögun með Bubba og sú plata seldist ansi vel, minnir mig. Við tókum hana upp í London. Ég man alltaf eftir einu sem gerðist undir lokin. Það var verið að vinna eitt- hvað í teipunum, hreinsa einhverjar rásir og svona, og upptökuvélin festist á upptöku. Ég hafði brugðið mér eitthvað frá, Bubbi líka, og þegar ég kom til baka voru menn í mikilli panik því það hafði þurrkast út heill söngur með Bubba. Það var eitthvert stress í mann- skapnum með hvernig hann myndi taka þessu. Ég tók að mér að segja honum frá þessu þegar hann kom aftur og hann brást við þessu öllu saman með stakri ró, bað okkur að rétta sér hljóðnemann og söng þetta bara aftur, einn, tveir og þrír. Ég dáðist að honum þá fyrir geðprýðina." saman áttaði maður sig á því að þetta var ekk- ert mál. Að elda máltíð er eiginlega svipað því að útsetja lag; maður raðar hinu og þessu saman, prófar mismunandi hluti og sér svo hvortþað passar." Allt er gay í harðindum Gay Pride-dagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og mikið um dýrðir í borginni. Meðal upp- ákoma í miðbænum eftír skrúðgönguna miklu eru tónleikar stórsveitarinnar Sirkus Homma Homm. Glöggir og getspakir lesendur sjá ef- laust að þarna er lifandi komið einhvers konar annað sjálfTómasar, eða TommaTomm, eins og hann er gjarnan kallaður. Ég var að spila á gítar og syngja með einhverju fólki þegar hús- ráðandi kom til mín, alvarlegur í bragði, og tilkynnti mér að ístof- unni sæti maður, nágranni og góður vinur, sem vildi ekki hafa mig þarna inni. „Ég er að reyna mig sem hljómsveitarstjóri í fyrsta sinn og það er djöfuls púl,“ útskýrir Tómas. „Ég hóaði saman nokkrum vinum og kunningjum og við ætlum að spila fjögur eða fimm lög. Sumir eru streit, aðrir ekki. Eða eins og amma mín sagði: Allt er gay í harðindum. Kynhneigð er aukaatriði, enda tilgangur dags- ins að fagna fjölbreytninni. Þessi skxúðganga er líka orðin almennur viðburður og aðsóknin fer að jafnast á við 17. júní sem fáir vita núorð- ið fyrir hvað stendur, held ég. Eða, eins og ein kona sagði í fyrra, þegar hún sá allar fjölskyld- urnar og börnin með regnbogafána í skrúð- göngunni: Voðalega koma þau orðið snemma út úr skápnum!" Sjálfur kom Tómas út úr skápnum fyrir löngu, þó svo að það hafi kannski lítið verið á almanna vitorði að hann sé hommi. „Ég var nú ekki mjög ungur þegar ég kom út úr skápnum, nálægt þrítugu, held ég, eða ein- hvem tímann upp úr 1980. Maður var auðvit- að búinn að vita þetta lengi sjálfur en það var bara allt annað umhverfi 4 þessum ámm. Menn flýðu land unnvörpum og það urðu til nýlendur íslenskra homma í Kaupmannahöfn og víðar. Nú setur næstum enginn þetta fyrir sig nema Gunnar í Krossinum og hans nótar. Og kannski páfinn. Þetta var nú voða lítið mál fyrir mig og ég hef aldrei orðið fyrir neinu að- kasti eða óþægindum vegna þessa. Jú, kannski bara einu sinni, þegar mér var vísað út úr partíi í Vestmannaeyjum, reyndar meira að segja eftir að hafa verið þar mjög lengi," rifjar Tómas upp, brosandi út í annað. Út úr húsum og skápum „Ég var að spila á gítar og syngja með ein- hverju fólki þegar húsráðandi kom til mín, al- varlegur í bragði, og tillcynnti mér að í stof- unni sæti maður, nágranni og góður vinur, sem vildi elcki hafa mig þarna inni. „Við verð- um þess vegna að biðja þig að fara en takk kærlega fyrir spiliríið og skemmtunina," sagði hann svo bara blátt áfram. Þetta var óskaplega fyndið, ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Eini maðurinn sem gerði eitthvert mál úr þessu þarna á svæðinu og fannst eitt- hvað athugavert við þetta var Guðlaugur sundkappi. Hann hélt þrumuræðu yfir lið- inu, sagði því að skammast sín og bauð mér svo heim til sín og konu sinnar þar sem við sátum þrjú að sumbli þar til Herjólfur fór um morguninn. Þetta er, held ég, í eina slciptið sem ég hef áþreifanlega orðið var við það að lcynhneigð manns skipti einhverju máli." - Þetta orðalag, „að koma út úr skápnum", er mjög myndrænt og hljómar eins og nokk- ur athöfn, enda oftast stórt skref fyrir fólk. Hvernig var þessu háttað hjá þér? „Fólk gerir þetta nú á afar misjafnan hátt, sumir með milcilli athöfn og skipulagningu, tillcynna fjölslcyldunni það formlega við kvöldverðarborðið eða eitthvað þess háttar. Aðrir gera þetta frekar ósjálfrátt og með minna umstangi, hægt og rólega. Það er eng- in ein leið í þessu. I mínu tilviki var þetta eng- in sérstök athöfn, ég fór bara að svara játandi ef fólk spurði mig hvort ég væri hommi. Ég var ekkert að tilkynna þetta í sjálfu sér að fyrra bragði enda komst fólk misjafnlega snemma eða seint að þessu. Svo er ég í af- skaplega líberal hljómsveit þar sem kyn- hneigð mín er nú sárasjaldan til umræðu, elckert ffekar en annarra. Ég ofsæki þau held- ur ekkert fyrir að vera gagnkynhneigð, enda blessunarlega laus við heterófóbíu," segir Tómas hátíðlega og alvarlega en glettnin er augljós í augum og munnvikum. fín@dv.is UTSALAN Sófasetí • Borðstofuhúsgögn Stólar • Lampar • Skápar Borð • Spcglar • 0.11. í fulliun gangi opið laugardag kl. 11-16 10% - 50% afsláttur! 'mmm HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 | SÍMI 568 8799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.