Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Side 40
i 44 "''HBl GARBLAf) LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003
FYRSTA MYNDIN: Kvlkmyndin Thirteen Days eða Þrettán dagar var fyrsta myndin sem George W. Bush pantaði þegar hann flutti inn í Hvíta húsið.
Kvikmyndasmekkur forseta Bandaríkjanna:
Svipbrigðalaus og byssuglaður lög-
reglustjóri er hin mikla fyrirmynd
Kvikmyndir móta mjög smekk nútíma-
mannsins og hafa áhrif á skoðanir og
gjörðir þeirra sem ánetjast þeim og þeir
eru ærið margir. Vestur í Bandaríkjunum
er nýlokið gerð heimildamyndar um
hvaða kvikmyndir forsetar velja sér til
dægrastyttingar og andlegrar uppbygg-
ingar. Ekki kemur á óvart að á sl. 50
árum hefur engin kvikmynd verið sýnd
oftar í fullkomnum sýningarsal í Austur-
álmunni en „High Noon" sem sýnir ein-
fara bjóða öllum háska birginn og stend-
ur uppi að lokum sem einarður sigurveg-
ari. Gary Cooper í gervi hins skotharða
y lögreglustjóra er fyrirmyndin mikla.
Heimildamyndin All the President’s
Movies er byggð á gögnum sem fengin eru frá
fyrrum sýningarstjórum kvikmyndasalar
Hvíta hússins og samtölum við eftirlifandi
starfsmenn og ættingja látinna forseta.
Höfundur heimildamyndarinnar segir
enga tilviljun að High Noon (Háski á hádegi í
íslenskri sjónvarpsþýðingu) hafi verið og sé í
miklu uppáhaldi hjá þeim sem setið hafa á
hefðartindi bandarískra stjórnmála og þurft
að taka meiriháttar ákvarðanir á eigin
ábyrgð. Söguhetjan er hin mikla karlmanns-
ímynd sem hefur allt til að bera sem til þarf.
^Ytri glæsileika, yfirvegaða einbeitni og hárrétt
mat á hættunni sem að honum steðjar, en
fyrst og fremst þarf hann að bjarga samfélag-
inu frá vóndum mönnum sem vilja leiða það
á glapstigu.
George W. Bush hefur skoðað myndina í
Austurálmunni. Eisenhower sá hana þrisvar í
sinni forsetatíð og Clinton hefur skoðað
^hetjuímyndina með byssurnar í lúkunum 20
sinnum. Aðrir forsetar hafa einnig haft dáiæti
á þessari kvikmynd sem nú er orðin hálfrar
aldar gömul. En margt fleira hefur verið horft
á í Hvíta húsinu eins og glöggt kemur fram í
heimildamyndinni sem tekur þrjár klukku-
stundir.
Sjálfsímyndin var kærust
Martin Sheen, sem fer með hlutverk forset-
ans í sjónvarpsþáttunum Vesturálman, er
þulur í heimildamyndinni um kvikmynda-
gláp forsetanna. En í nýgerðum þátmm í
þeirri röð er forsetinn látinn panta sýningar á
myndum eins og Absolute Power (Algjört
vafd) og The American President.
Kvikmyndasýningar hófust í Hvíta húsinu
þegar árið 1914. Þá sá Woodrow Wilson
margfordæmda og klassíska kvikmynd
Griffiths, The Birth of a Nation (Fæðing þjóð-
ar) sem í seinni tíð þykir bera gróflegan keim
af kynþáttafordómum. „Hræðilega sönn
kvikmynd," er haft eftir Wilson forseta.
Franklin D. Roosevelt kærði sig ekki um
annað en stuttar kvikmyndir sem enduðu vel.
Á ámnum 1953 til 1986 var Paul Fischer
sýningarstjóri kvikmyndasalar Hvíta hússins
og sýndi sjö forsetum kvikmyndir. Þar var þá
5000 mynda safn og skráði sýningarstjórinn
allar þær myndir sem forsetar völdu til sýn-
inga. Þegar sú skrá var dregin fram í dagsljós-
ið kviknaði hugmyndin að þriggja stunda
þáttaröð um kvikmyndasmekk forsetanna.
Carter horfði á flestar
Eisenhower undi sér best við að horfa á
vestra og sá ekki færri en 200 myndir af þeirri
framleiðslu. En fyrrum hershöfðingi og
stríðsjálkur harðneitaði að sjá stríðsmyndir
og kvikmyndir með Robert Mitchum vom
bannfærðar í Hvíta húsinu í forsetatíð hans.
Leikarinn varð nefnilega uppvís að því að
svæla marjúana sem þá þótti ekki gott for-
dæmi á þeim slóðum.
Richard Nixon horfði á yfir 150 myndir í
Hvíta húsinu. í vikunni sem hann fyrirskipaði
loftárásirnar á Kambódíu sá hann Patton
tvisvar sinnum. Eins og flesta rekur minni til
var Patton hershöfðingi staðfastur stjómandi
sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar
óvinir vom annars vegar.
Jimmy Carter var ákafastur kvikmyndað-
dáenda allra forseta. Hann horfði á 580
myndir á sínu forsetatímabili.
Lyndon Johnson var aftur á móti lítið fyrir
kvikmyndagláp. Þó var ein undantekning frá
því áhugaleysi. Hann pantaði myndina The
President að minnsta kosti tólf sinnum. Það
er stutt heimildamynd sem fjallar um hann
sjálfan.
FLOTTASTVJR: Honum vilja þeir allir Ifkjast. Gary Cooper leikur bjargvættinn mikla í High Noon. Hann býður hætt-
unni birginn og bregst ekki samfélaginu þegar mest á rfður.