Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Page 12
72 FRÉTTIR LAUGARDACUR 9.ÁGÚST2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson Netfang: erlingur@dv.is Sími: 550 5828 Sky tryggði sjónvarpréttinn ENSKI BOLTINN: Sky-sjónvarps- stöðin tryggði sér í gær áfram- haldandi rétt til að sýna beint leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til þriggja ára, frá og með leiktíðinni 2004-'05. Samingurinn, sem undirritaður var í gær, er í fjórum liðum og metinn á meira en einn milljarð punda sem rennur í sjóði úrvalsdeildarliðanna. Samningurinn næryfir beinar útsendingar á 138 leikjum á hverju tímabili og verða tveir sýndir á laugardögum, sá fyrri um hádegisbil og sá seinni klukkan 17.15 og einnig verða útsendingar á sunnudögum og mánudögum. Þetta er nokkur aukning frá núverandi samningi, sem leyfir Sky beinar útsendingará 106 leikjum. Ný vopnaskýrsla VOPNAÁÆTLUN ÍRAKA: Samkvæmt fréttum tímaritsins Economist er breska leyniþjónustan MI6 að undirbúa nýja skýrslu um gjör- eyðingarvopnaáætlun íraka. Samkvæmt fréttum tímaritsins mun skýrslan ma. innihalda fullyrðingar um viðamikla sýklavopnaáætiun Iraka, byggða á nýjum sönnunargögnum frá íröskum vísindamönnum sem aðstoða við gerð skýrslunnar. Spennan eykstí írak: Bandarískum her- mönnum skipað að fara varlegar Yfirmenn bandaríska hersins í írak hafa skipað hermönnum sínum að fara varlegar eftir að íraska framkvæmdaráðið var- aði við því í gær að almönning- ur væri að snúast gegn þeim. Ekki er að sjá að þessi skipun yfir- mannanna hafi verið tekin alvar- lega því stuttu síðar skutu banda- rískir hermenn að minnsta kosti tvo Iraka til bana í heimabæ Saddams Husseins, Tikrit, um 175 kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad og gáfu þá skýringu að þeir hefðu verið að selja vopn. Að sögn sjónarvotta komu her- mennirnir að fjórum mönnum þar sem þeir voru að afferma riffla og efni til sprengjugerðar af pallbfl á markaðstorgi í bænum og skutu á þá umsvifalaust án þess að spyrja nokkurs. Vopnasala á föstudögum Tveir mannanna munu hafa sloppið á flótta en að sögn tals- manns Bandaríkjahers í Tikrit var annar þeirra handtekinn á sjúkra- húsi í bænum stuttu síðar þar sem hann leitaði aðstoðar vegna skot- sára. Hins mun enn leitað og talið að hann sé líka særður. Að sögn Steves Russels, yfir- manns bandaríska hersins f Tikrit, voru hafðar sérstakar ' gætur á umræddu markaðstorgi í gær þar sem grunur leikur á að þar hafi farið fram verslun með vopn alla föstudaga. „Við gáfum þeim ekki færi á að snúast til varnar. Ef menn ganga um með vopn í miðjum bænum eru þeir að bjóða hættunni heim því litið er á vopnaðan mann sem stríðsmann," sagði Russell. Fréttum ber ekki saman af at- burðinum í Tikrit og er haft eftir lækni á aðalsjúkrahúsi bæjarins að fimm írakar hafðu fallið í árásinni og þar að auki barn sem lent hefði í miðri skothríðinni. Skotið hefði verið að mönnunum þar sem þeir voru að prófa Kalashnikov-riffla með því að skjóta upp í loftið. Ansar-samtökin ábyrg? Talsmaður Bandaríkjahers í Irak sagði í gær að líklega hefðu Ansar al-Islam-samtökin, tengd al- Qaeda-samtökum Osama bin Lad- ens, staðið fyrir sprengjuárásinni við jórdanska sendiráðið í Bagdad í fyrradag þar sem að minnsta kosti nítján manns fórust samkvæmt nýj- „Við gáfum þeim ekki færi á að snúast til varnar. Efmenn ganga um með vopn í miðjum bænum þá eru þeir að bjóða hættunni heim, því litið er á vopnaðan mann sem stríðs- mann," sagði Russell. ustu heimildum. Aðalbækistöðvar samtakanna, nálægt írönsku landamærunum, voru sprengdar í loft upp í upphafi stríðsins í frak en talið að samtökin hafi að undanförnu byggt sig upp aftur innan íraks. Þá bárust fréttir af því að einn bandarískur hermaður til viðbótar hefði verið skotinn til bana í vest- urhluta Bagdad í gær. ÁVERÐI: Bandarískir hermann hafa góðar gætur á öllu sem hreyfist. Hamas hóta hefndum Vopnaður armur Hamas-sam- takanna hefur hótað grimmi- legum hefndum vegna drápa ísraelsmanna á tveimur leið- togum þeirra í Askar-flótta- mannabúðunum í nágrenni bæjarins Nablus á Vestur- bakkanum í gærmorgun. ísraelsk hersveit réðst inn í búðirnar í bítið í gærmorgun og var aðgerðunum strax beint að fjög- urra hæða byggingu þar sem Ham- as-liðarnir dvöldu en grunur lék á að vopn væru geymd í húsinu. Að sögn talsmanns ísraelska hersins var skotið að hersveitinni frá þriðju hæð hússins og var því svarað með öflugri sprengjuvörpu- árás með þeim afleiðingum að annar Hamas-liðinn féll. Að sögn sjónarvotts varð mikil ÍSRAELSKUR HERMAÐUR: Einn liðs- manna ísraelsku hersveitarinnar sem réðst inn í Askar-flóttamannabúðirnar í Nablus i gærmorgun. sprenging í byggingunni og voru efri hæðir hennar að mestu f rúst á eftir. Lík hins Hamas-liðans fannst síðan í rústunum. Einn ísraelskur hermaður féll í átökunum og auk þess einn Palest- ínumaður sem féll þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp manna sem grýttu þá. Þá lést ungur Palestínumaður úr eitrun eftir að hafa andað að sér táragasi. Abdelaziz al-Rantisi, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas-samtak- anna, sagði í gær að samtök st'n væru enn bundin vopnahléssam- komulaginu sem gert var í síðasta mánuði en sagðist óttast að það héldi ekki eftir atburði gærdagsins. í yfirlýsingu frá vopnuðum armi samtakanna eru stríðsmenn þeirra hvattir til þess að hefna drápanna grimmilega og kenna óvininum sína lexíu. Hótelárásin í Jakarta: Kennsl borin á höfuð Lögreglan í Indónesíu til- kynnti í gær að kennsl hefðu verið borin á mannshöfuð, sem fannst í sprengjurústun- um við Marriott-hótelið í Jakarta. Að sögn talsmanns lögreglunnar reyndist höfuðið vera af hinum 28 ára gamla Asmar Latinsani frá Vestur-Súmötru en hann er grun- aður um að vera félagi í Jemaah Islamiah-samtökunum sem grun- uð eru um að hafa staðið að sprengjuárásinni við hótelið sem varð að minnsta kosti tíu manns að bana. Það voru tveir fangelsaðir liðs- menn Jemaah-samtakanna sem báru kennsl á höfuðið og sögðust þeir hafa fengið Asmar til þess að ganga til liðs við samtökin. HÖFUÐ SPRENGJUMANNSINS: Lög- reglan í Indónesíu sýnir mynd af höfði Asmars Latinsanie sem grunaður er um að hafa komið sprengjunni fyrir við Marriott-hótiið í Jakarta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.