Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Qupperneq 32
32 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sjötfu ára Stefán Runólfsson fyrrv. framkvæmdastjóri, nú starfsmaöur Nýherja Stefán Runólfsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, nú starfsmaður Frumherja hf., Hlíðarvegi 28, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Að loknu gagn- fræðaprófi 1950 hóf hann störf f Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, var verkstjóri þar frá 1950, yfirverk- stjóri 1953-62, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavflcur 1962-64, framleiðslu- og yfirverk- stjóri hjá Fiskiðjunni hf. í Vest- mannaeyjum 1964-74, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. 1974-88, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar 1988-91 en starfaði áfram á Stokks- eyri til 1992. Hann starfaði svo um tíma hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, réðst svo til Rýnis skoð- unarstofu og síðar til Nýju skoðun- arstofunnar, nú Frumherja hf. Stefán sat í stjórn SÍF 1975-87, var félagslegur endurskoðandi SÍF 1987-92, sat í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda 1975-90, í stjórn Umbúðamiðstöðvarinnar hf. og Félags sfldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi í fjölda ára, sat í fjölda ára í stjórn Vinnuveitendafé- lags Vestmannaeyja og var formað- ur þess um tíma, í stjórnum Sam- frosts, Lifrarsamlags Vestmanna- eyja, Stakks hf. og Klakks hf. í Vest- mannaeyjum, átti sæti í undirbún- ingsnefnd að stofnun Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum og sat í stjórn Herjólfs hf. sem varaformaður frá stofnun 1975-88. Stefán var formaður Sjálfstæðis- félags Vestmannaeyja í átta ár, sat í stjórn þess í fimmtán ár, var í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi um árabil, var tvö kjörtímabil varabæjarfull- trúi í Vestmannaeyjum, sat í hafn- arstjórn í tólf ár, æskulýðs- og tóm- stundaráði í fjölda ára, auk þess sem hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir flokkinn. Stefán var félagi í Rotaryklúbbi Vestmannaeyja 1964-75, sat í stjórn klúbbsins og var forseti hans í eitt ár, varð félagi í Oddfell- owstúkunni Herjólfi í Vestmanna- eyjum 1961 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum til 1991 er hann, ásamt öðrum, stofnaði Oddfell- owstúkuna Hástein á Selfossi. Stefán hóf ungur að æfa og keppa í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu með íþróttafélaginu Þór, sat í stjórn Þórs 1949-62, var gjaldkeri þess 1954-62, formaður ÍBV 1964-77, að einu ári undanskildu, sat í undirbúningsnefnd byggingar íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyj- um 1973 og var formaður bygg- ingarnefndarinnar 1973-76 er byggingu lauk, auk þess sem hann var stjórnarformaður fþróttamið- stöðvarinnar 1976-88. Stefán var sæmdur gullmerki íþróttafélagsins Þórs og er heiðurs- félagi þess frá 1983, var sæmdur gullmerki og síðar gullkrossi ÍSÍ 1976, sæmdur gullmerki ÍBV og KSf, var heiðraður af sjómanna- dagsráði Vestmannaeyja fyrir björgun tveggja barna úr Vest- mannaeyjahöfn 1968 og 1974, og sæmdur riddarakrossi hinar ís- lensku fálkaorðu fýrir störf sín að félags- og sjávarútvegsmálum 17.6. 2003. Fjölskylda Stefán kvæntist 19.11. 1966, Helgu Víglundsdóttur, f. 15.8.1944. Börn Stefáns og Helgu eru Sóley, f. 13.8. 1967, kennari, en maður hennar er Þorsteinn H. Kristvins- son rafeindavirki og eru synir þeirra Hlynur Logi, f. 5.5. 1993, Helgi Sævar, f. 26.12. 1997, Birkir Örn, f. 28.5. 2001; Smári f. 21.6. 1970, skrifstofu- og fjármálastjóri, maki Guðrún Jóna Sæmundsdóttir skrifstofumaður, f. 28.4. 1973, og eiga þau tvær dætur, Berthu Maríu f. 9.7. 1999, Evu Maríu, f. 25.4. 2003; Guðný Stefanía, f. 12.9. 1976, íþróttafræðingur, unnusti Jón Hálf- dán Pétursson, f. 13.4.77, íþrótta- fræðingur. Bróðir Stefáns er Ólafur Helgi f. 2.1. 1932. Hálfbróðir Stefáns, sam- mæðra; Einar Ólafsson f. 13.3. 1921, d. 2.12. 1984, vélstjóri og síð- ar húsvörður í Hafnarfirði. For- eldrar Stefáns voru hjónin Runólfur Runólfsson, f. 29.5. 1892, d. 16.1.1979, og Guðný Petra Guð- mundsdóttir, f. 28.2. 1900, d. 30.12. 1976, húsmóðir. Fimmtíu ára_______________ Jónas Bjarnason forstööumaöur Hagþjónustu landbúnaöarins Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, Hvanneyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jónas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1975, stundaði enskunám við HÍ 1975-76, lauk BA-prófi cum laude f fjölmiðla- og hagfræði frá Hunter College of the City Uni- versity of New York 1992 og var sæmdur gullmerki skólans fyrir námsárangur sama ár og lauk MBA-prófl með sérhæflngu í milli- ríkjaviðskiptum frá University of New Haven í Connecticut, UNH 1994. Jónas var framkvæmdastjóri Hljóðtækni, eigin innflutnings- og smásölufyrirtækis, 1975-83, fram- kvæmdastjóri Félags farstöðvaeig- enda á íslandi 1980-83, fram- kvæmdastjóri FÍB 1983-90 og Ferðaskrifstofu FÍB hf. uns hún var seld Samvinnuferðum-Landsýn, 1997, var framkvæmdastjóri Fram- sýns fólks ehf., eigin ráðgjafarfyrir- tækis, 1995, forstöðumaður Hag- þjónustu landbúnaðarins í afleys- ingum 1995-96, sérfræðingur hjá sömu stofnun á seinni árshelmingi 1996 og skipaður forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins í árs- byrjun 1997. Jónas gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir skólafélag VÍ 1972-73, var ritstjóri CQ TF, rits fé- lagsins íslenskir radíóamatörar 1975-79, sat í stjórn félagsins og sinnti fleiri trúnaðarstörfum 1977-85, var ritstjóri Öku-Þórs, málgagns FÍB 1984-86, var fulltrúi í Umferðarnefnd Reykjavíkur 1984-87, varafulltrúi í Umferðar- ráði 1984-85, fulltrúi í Landvernd 1984-86, fulltrúi Ferðaskrifstofu FÍB hf. í Félagi íslenskra ferðaskrif- stofa 1984-87, félagi í Golden Key Honour Society of America frá 1992, sinnti trúnaðarstörfum fyrir International Student Association of the University of New Haven, Connecticut 1993-94, hafði um- sjón með og kenndi á námskeiðum á vegum VR 1995, er félagi í Rotary International frá 1996, var gjaldkeri Rótarýklúbbs Borgarness 1999-2000, er fúlltrúi Hagstofú ís- lands í Nordiska Statistiska Kontaktnatet for Jord och Skog- burksstatistik frá 1996 og stjórnar- maður þar 1999-2003, félagi í ís- landsdeild Nordiske Jordbrugsfor- skeres Forening (NJF) frá 1996, stjórnarmaður í hagfræðiskor aðal- samtakana 2003-2006, situr í Fagráði Bændasamtaka íslands í hagfræði frá 1999, sat í deildarráði Bútækni- og rekstrardeildar Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri 2001-2002, situr í samráðshópi Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri um Lífræna miðstöð 2001-2005, er meðlimur Búnaðar- sviðs Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 2002-2004 og hefur set- ið í fjölda opinberra nefnda og fagráða landbúnaðarráðherra og fleirri aðila um landbúnaðarmál. Fjölskylda Jónas kvæntist 9.8. 1991 Helgu Maríu Bragadóttur, f. 26.7. 1952, framkvæmdastjóra félags og fræðslusviðs Árborgar. Foreldrar hennar: Bragi Hinriksson, f. 20.3. 1930, d. 9.6. 1987, tæknifræðingur og framkvæmdastjóri í Noregi, og Ingibjörg Vagnsdóttir, f. 12.8.1931, listamaður í Reykjavflc. Jónas og Helga María skildu 1996. Unnusta Jónasar er Anna Karls- dóttir, f. 21.11.1968, lektor við jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands. Hún er dóttir Karls Jónssonar, f. 10.2. 1937, stýrimanns og fram- kvæmdastjóra í Reykjavflc, og Arn- dísar Hólmsteinsdóttur, f. 12.2. 1931, ljósmóður. Sonur Helgu Maríu er Bragi Smith Helguson f. 14.9. 1972, sér- fræðingur í sölu og þjónustu við fagfjárfesta hjá Kaupþingi Búnað- arbanka. Synir Önnu eru Jónas Hrafn Kettel, f. 19.4. 1991; Elías Snær Torfason, f. 15.2.1999. Systldni Jónasar eru Una Björg Bjarnadóttir, f. 26.7. 1959, aðstoð- arskólastjóri við Árbæjarskóla í Reykjavík, en maður hennar er Haukur Pálsson, f. 7.7. 1959; sr. Bjarni Þór Bjarnason, f. 14.11.1962, prestur við Grafarvogskirkju, en unnusta hans er sr. María Ágústs- dóttir. Foreidrar Jónasar: Bjarni Sigur- vin Jónasson, f. 4.1. 1929, löggiltur rafverktaki í Reykjavflc, og Guðný Magnea Jónsdóttir, f. 22.10. 1928, húsmóðir. Stórafmæli 90 ára Unnur Friðriksdóttir, Eyrarvegi 19, Akureyri. 85 ára Bjöm Lárusson, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Ingibjörg Sófusdóttir, Köldukinn 13, Hafnarfirði. 80ára Gudmund Knutsen, Fjólugötu 3, Akureyri. Guðrún Erlingsdóttir, Þorgrímsstöðum, Breiðdalsvík. Gunnar Guðmundsson, Mosarima 23, Reykjavík Sólveig Gunnarsdóttir, Safamýri 56, Reykjavík. Sævar Halldórsson, Barmahlíð 52, Reykjavík. Þorbjörg Jónsdóttir, Skúlagötu 40, Reykja- vík. Hún er að heiman í dag. Hjalti Auðunsson, Öldugötu 15, Hafnarfirði. Snorri Snorrason, Austurvegi 51, Selfossi. Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Drekahlíð 6, Sauðárkróki. 70 ára Jarþrúður Kristjánsdóttir, Ási, Búðardal. 60 ára Jóhanna Þórðardóttir, Bakkavör 11, Seltjarnarnesi. Kristján Guðmundsson, Hrauntungu 50, Kópavogi. 50 ára Ama Hólmfríður Jónsdóttir, Laugateigi 3, Reykjavík. Auður Ragnarsdóttir, Meistaravöllum 15, Reykjavík. BJörn Þór Ármannsson, Smárabraut 16, Höfn. Brynja Björk Kristjánsdóttir, Krókahrauni 10, Hafnarfirði. Garðar Guðnason, Skeljagranda 5, Reykjavík. Guðbjörg Björnsdóttir, Kelduhvammi 9, Hafnarfirði. Hrefna Sigurðardóttir, Unufelli 44, Reykjavík. Katrfn Gfsladóttir, Kelduhvammi 12b, Hafnarfirði. Sigrún Jónsdóttir, Þórðarsveigi 1, Reykjavík. Sigurgeir Aðalgeirsson, Heiðargerði 13, Húsavík. Skeggi Guðmundsson, Njörvasundi 23, Reykjavík. Steinunn Ásta Andreasen, Engjavegi 49, Selfossi. 40 ára Barbara Wolna, Túngötu 12, Patreksfirði. Elín Magnea Hafsteinsdóttir, Heiðarhvammi 4c, Keflavík. Harpa Ásgeirsdóttir, Reykási 21, Reykjavík. Ingibjörg Gísladóttir, Grasarima 20, Reykjavík. (sleifur B. Aðalsteinsson, Brekkugötu 4, Þingeyri. Jón Ben. Sveinsson, Skólabraut 18, Stöðvarfirði. Miklos Dalmay, Ljónastíg 8, Flúðum. Sigurður Hálfdanarson, Hjarðarbóli, Húsavík. Svea Sofffa Sigurgeirsdóttir, Þrastarhólum 6, Reykjavík. Jarðarfarir Svelnungi Jónsson frá Tóvegg, Hvammi - heimili aldraðra, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkur- kirkju miðvikud. 10.9. kl. 14.00. Elín Guðmundsdóttir, Droplaugar- stöðum, áður til heimilis á Hring- braut 108, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikud. 10.9. kl. 15.00. Útför Jóhönnu Dagmarar Björns- dótturfrá Brunnum, Suðursveit, Keldulandi 21, Reykjavík, fer fram frá Mosfellskirkju miðvikud. 10.9. kl. 15.00. 75 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.