Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Orkuhúsið komið í fullan gang HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA: Orku- húsið við mót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar verður form- lega opnað í dag. Þar eru fjórar stofnanir tii húsa sem allar starfa innan heilbrigðisgeirans. (Orku- húsinu er Læknastöðin sem áður var í Álftamýri. Við hana starfar fjöldi lækna sem flestir eru bækl- unarskurðlæknar eða fást við stoðkerfis- og verkjavandamál. Viðamikil móttökustarfsemi er rekin á hennar vegum og einnig eru þar gerðar 3-4000 aðgerðir á ári. Þar er einnig (slensk mynd- greining sem rekur stóra röntgendeild. Á þeirri deild eru gerðar margs konar rannsóknir, svo sem ómskoðanir, hefð- bundnar röntgenrannsóknir, seg- ulómskoðanir og tölvusneið- myndir. Sjúkraþjálfun Islands er einnig til húsa í Orkuhúsinu, en hún er stærsta einkarekna sjúkra- þjálfunarstöð landsins. Þar starfa 16 sjúkraþjálfarar og mun þeim fjölga innan tíðar. Loks er Össur hf. með innanlandsdeild í hús- næðinu og rekur þar glæsilega verslun, gervilima-, spelku- og skósmíði ásamt göngugreiningu þessu tengt. Viðamiklar breyt- ingar hafa verið gerðar á húsinu. Vörubifreið valt LÖGREGLUMÁL: Vörubifreið valt við gangamunnann að Fá- skrúðsfjarðargöngum snemma í gærmorgun. Slysið gerðist með þeim hætti að ökumaður var að sturta hlassi aftan af palli bif- reiðarinnar en eitthvað fór við það úrskeiðis þannig að bíllinn lenti á hliðinni. Ökumaður hlaut við þetta minni háttar meiðsli. Þéttsetinn réttarsalur af lögreglumönnum ÁKÆRÐU OG VERJENDUR ÞEIRRA: Lögreglumennirnir ásamt lögmönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Helga Jóhannssyni. Suzuki Baleno Wagon 4x4. Skr. 12/99, ek. 65 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 8/00, ek. 62 þús. Verð kr. 1650 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/02, ek. 25 þús. Verð kr. 2070 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 54 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Wagon R+ 4x4 Skr. 5/00, ek. 13 þús. Verð kr. 890 þús. Honda HRV Sport, bsk. Skr. 4/99, ek 91 þús. Verð kr. 1080 þús. Kia Sportage 2,0, bsk. Skr. 6/02, ek. 42 þús. Verð kr. 1550 þús. MMC Space Star, bsk. Skr. 5/00, ek. 54 þús. km. Verð kr. 990 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI -—////-------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, slmi 568-5100 Réttarhöldum yfir tveimur lög- regluþjónum, sem gefið er að sök að hafa gerst brotlegir í starfi, lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Réttarsalur Héraðsdóms Réykja- víkur var þéttsetinn lögreglumönn- um í gær þegar málið var tekið fyrir og greinilégt að lögreglan hefur mikinn áhuga á málinu, enda kem- ur hún að því beggja vegna borðs- ins. í ákæru ríkissaksóknara segir að lögreglumennirnir hafl verið ákærðir fyrir fimm saknæm brot í starfi. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa fjórum sinnum átt þátt í brotunum en í því fimmta er annar lögreglumaðurinn ákærður fyrir ranga skýrslugerð til að réttlæta notkun úðavopns við framkvæmd handtöku. Orð gegn orði I grófum dráttum má segja að lögreglumönnunum tveimur sé geflð að sök að hafa misst stjórn á skapi sínu í tvígang við löggæslu í miðbæ Reykjavíkur. Fyrra tilfellið átti sér stað 8. mars og hitt kvöldið eftir. Málsatvik í fyrra skiptið eru á þann veg að lögreglumennirnir voru staddir inni á skyndibita- staðnum Nonnabátum þegar mað- ur með digitalmyndavél snýr sér að öðrum þeirra og heimtar að fá að taka mynd af honum við hlið stúlku. Lögreglumaðurinn, sem var húfulaus, kvaðst hafa beðið manninn um að gera það ekki (vegna þess að hann var húfulaus og kærði sig ekki um að vera myndaður með drukkinni konu, að hans sögn). Maðurinn tók mynd- ina þrátt fyrir tilmæli lögreglu- þjónsins og í framhaldi af því var Hafði margoft sam- ræði við 12 ára stúiku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag sextán ára pilt í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa í vor og sumar margoft haft samræði við tólf ára stúlku á heimili sínu. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára en auk fangelsisvistar- innar var móður piltsins gert að greiða foreldrum stúlkunnar 200 þúsund krónur í miskabætur. Að auki þarf pilturinn að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 200 þúsund króna málsvarnar- og rétt- argæslulaun skipaðs verjanda síns. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa margoft haft samræði við telpuna á heimili sínu og sagðist meðvitaður um að hún væri aðeins tólf ára gömul og því of ung til að hafa samfarir. Framferði piltsins taldist ámælisvert og í ljósi aldurs- og þroskamunar hefði hann átt að gera sér grein fyrir að þau mættu ekki taka upp slíkt samband sín á milli. Pilturinn var aðeins 16 ára gamall þegar brotin voru framin telst hann sjálfur vera barn sam- kvæmt lögum. hann handtekinn. Málið snýst því um hvort lögregluþjónninn hafi haft rétt til að handtaka manninn eða hvort hann hafi misbeitt valdi sínu og ætlað að láta manninn finna til tevatnsins fyrir að fara ekki að tilmælum sínum. f seinna tilfellinu, sem átti sér stað 9. mars, er sömu lögreglu- mönnum gefið að sök að hafa handtekið mann og konu að tilefn- islausu og beitt þau óþarfa harð- ræði. Öðrum lögreglumanninum er einnig gefið að sök að hafa beitt úðavopni að óþörfu gegn sjónar- votti sem vildi hafa afskipi af hand- tökunni. Lögreglumaðurinn segist aftur á móti ekki hafa átt annarra kosta völ og talið beitingu úða- vopnsins nauðsynlega áður en málin færu úr böndunum. Lögreglumanninum er einnig gefið að sök að hafa vísvitandi fals- að skýrslu til að réttlæta notkun úðavopnsins. Skýrslu og vitnum ber ekki saman Eftir að Ríkissaksóknari ákvað að rannsaka málið fékk hann lögregl- una í Stykkishólmi til að taka skýrslu af aðilum málsins, lögreglu- þjónunum tveimur, þeim sem lög- reglan hafði afskipti af og vitnum að handtökunni, auk annarra sem að málinu komu. í skýrslu yfirlög- regluþjónsins í Stykkishólmi kemur fram að vitni að handtökunum telja skýrslu lögreglumanna í mörgum atriðum villandi og að þeir hafi beitt óþarfa harðræði í málinu. Ákærðu lögreglumennimir hrista aftur á móti höfuðið og telja það endaleysu frá upphafi til enda. í máli verjenda lögreglumann- anna kom fram að það væru slæm skilaboð út i samfélagið ef lögreglu- menn mættu ekki grípa til þeirra aðgerða sem þeir teldu nauðsynleg til að sjatla málin og ef svo væri gætu þeir allt eins setið inni á stöð um helgar og teflt í stað þess að sinna skyldu sinni af ótta við að missa vinnuna. Dómur í máli lögregluþjónanna fellur líklega að þremur vikum liðn- um. kip@dv.is Sunnan og suðaustanátt, viða 5-10 m/s,en lægir síðdegis. Rigning eða súld, en rofar til vestan- og norðantil síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. Veðrið á morgun t m 6 6 cdt) u - * d3$> 4B ' > » __J5 Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvik 18.27 Rvík 8.07 Ak. 18.15 Ak.8.12 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvík 18.36 Rvík 6.22 Ak. 23.03 Ak. 10.55 Veðriðídag Veðriðkl. 12 i gær Akureyri skýjað 2 Reykjavík léttskýjað 5 Bolungarvík skýjað 3 Egilsstaðir rigning 3 Stórhöfði léttskýjað 5 Kaupmannah. hálfskýjað 14 Ósló hálfskýjað 11 Stokkhólmur 10 Þórshöfn skúr 8 London skýjað 19 Barcelona léttskýjað 23 New York þokumóða 17 París skýjað 17 Winnipeg heiðskirt 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.