Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 19 ið dálæti á þeirri bók og persónu Magnúsar sem honum fannst lýst af ótrúlegum skilningi og innsæi Lax- ness á drykkjusýki Magnúsar. Ég er mjög sátt við þetta og get rætt þetta allt og væri annars ekki að gefa þetta út. Það er ekkert í þessu sem getur löðrungað mig til baka. Það voru kaflar þarna sem ég sleppti og auðvitað hélt ég ákveðnum hlut- um fyrir mig sem vissulega eru mín prívatmál og ekki til að leggja á borð fyrir alia." „Ég held ég geti orðað það þannig að ég hafi verið haldin fíkn í veika einstaklinga og þannig er því farið með marga aðra." - Þú lýsir því vel hvernig Þorvald- ur, eins og margir aðrir með svipað- an sjúkdóm, skipti lífi sínu í hólf þar sem ákveðið fólk var geymt og þess gætt að það hefði ekki samgang við fólk úr öðrum hólfum. Ert þú ekki að opna milli hólfa og hefur þú fengið viðbrögð frá fólki úr ólíkum hólfum? „Ég hef fengið viðbrögð frá fólki sem varla trúir því sem ég gekk í gegnum. Þorvaldi tókst meira að segja að vera í hólfl þar sem fólk gat ekki ímyndað sér að hann ætti við nein sérstök vandamál að stríða. Það kom alveg af fjöllum þegar alkó- hólismi barst í tal. Hann kom mjög vel fyrir og það gerði ég líka og við saman og það tókst stundum svo vel að fólk grunaði ekki neitt." Máttirðu gera þetta? - Af því að þetta er svo persónu- legt og ég held að þessi bók eigi sér engar hliðstæður er freistandi að spyrja: Máttirðu gera þetta? „Hvern átti ég að spyrja um leyfi? Mér finnst ég draga upp góða mynd af manni sem ég elskaði og margir gætu efast um að ætti erindi í bók. Hann var veikur og ég veiktist með honum. Þetta voru allt bréf í minni persónulegu eigu og allt efni sem ég nota á ég sjálf og er ekki að fara á bak við neinn. Það er enginn nefnd- ur á nafn nema við tvö og ég tryggði að nánasti hringur aðstandenda væri sáttur við þetta. Ég á foreldra á lífi og systkini. Hans foreldrar eru látnir en hann á tvær systur og ég lét aðra þeirra lesa yfir. Ég fékk fjölda athugasemda frá yfirlesurum sem ég tók mark á og þetta hefur verið mjög löng úrvinnsla. Þetta er ekki einstök saga heldur saga sem margir geta samsamað sig en ég held samt að það hafi ekki ver- ið skrifuð svona bók áður. Ég hlífi ekki sjálfri mér og ég tala opinskátt um barnleysi mitt og okkar sem olli gífurlegri streitu og sorg í sambandi okkar og mér finnst ég vera að fjalla um ótal marga hluti sem fslensk þjóð hefur ekki viljað vita af. Við höfum ekki viijað vita af þessum hlutum en við verðum að tala um þennan óæskiiega farangur í sálar- lífinu, annars komumst við ekkert áfram." Mér er batnað af honum - Heldur þú að einhverjum sámi við lesturinn? „Ég vona að ég hafi sloppið við að særa enda var tilgangurinn ekki að særa nokkurn mann. Ég held að það hafi verið erfitt fyrir foreldra mína að lesa um það hvernig ég upplifði mína æsku en ég vona að þau fyrir- gefi mér, ég hef fyrirgefið þeim. - Þú lýsir Þorvaldi svo að hann hafi verið maður sem skipti lífi sínu í afmörkuð hólf og það skipti hann miklu máli hvernig hann kæmi fyrir. Heldur þú að hann hefði verið sátt- ur við þetta? „]á, ég held það. Við vomm það nánir og góðir vinir að ég er alger- lega sannfærð um að hann hefði verið það.“ - Er þér batnað af þeirri kröm sem þetta samband olli þér og þú lýsir svo opinskátt í bókinni? „Mér er batnað af honum skulum við segja. En hafi maður orðið fyrir einhvers konar röskun þá situr það alltaf í manni. Ef leirker brotnar þá er kannski hægt að líma það saman svo það sjáist að það hafi einu sinni verið heill og fallegur gripur en það l er erfitt að afmá sprungurnar. Eins er það með okkur. Hvenær er manneskja alveg heilbrigð og heil? Mér líður afskaplega vel í dag og þrátt fyrir allt þetta þá stend ég keik.“ Fyrirlestrar fyrir laskað fólk - Ég sé á heimasíðu Dramasmiðj- unnar að þú ætlar að bjóða upp á fyrirlestra, byggða á bókinni. Hvern- ig fólk reiknarðu með að komi, verða það konur eins og þú? „Það eru ekki aðeins konur sem búa með alkóhólistum, það er fúllt af karlmönnum sem þjást vegna fíknar maka sins. Það er fullt af fólki sem er með laskaða sjálfsmynd vegna fíknar sinna nánustu. Kjarn- inn í mínum bata hefur verið það starf sem ég hef unnið sjálf innan samtaka aðstandenda alkóhólista. Þar eru ekki bara konur. Ég vil bjóða upp á þessa fyrirlestra til þess að ræða svona sambönd og HVERN ÁTTI ÉG AÐ SPYJRA? Hlín segist telja að Þorvaldur, fyrrum ástmaður hennar, hefði verið sáttur við bókina og segist ekki hafa beðið neinn um sérstakt leyfi til að skrifa hana. erfiðar tilfinningar en einskorða mig ekki aðeins við bókina sem slíka. I okkar samfélagi eigum við ekki margra kosta völ þegar erfið tilfinn- ingareynsla er annars vegar. En þeg- ar maður treystir einhverjum og segir frá sinni reynslu þá kemst maður alltaf að því að maður er ekki einn." - Þeir sem eru laskaðir eftir reynslu af þessu tagi, hvort sem það eru karlar eða konur, geta þeir ekki læknað sig sjálfir? „Það er mín trú að þú verðir að leita þér utanaðkomandi aðstoðar, þú átt alltaf valið sjálfur um það hvernig hún er. Hér gildir þó að Guð, hvemig sem þú vilt skilgreina hann, hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir. Ef maður hefur þann vilja sem þarf til að lækna sig þá kemur hjálpin og hún heitir ekki endilega Guð,“ segir Hlín að lokum. polli@dv.is eru einu rafgeymarnir sem framleiddir eru með ea/ea, tækni framtíðarinnar * Hærra kaldræsi Hraðari endurhleðsla Lengri ending Ekkert viðhald Delphi rafgeymar: Orugg ræsing þegar á reynir www.stilling.is SKEIFUNNI 11 • SÍMI 520 8000 BlLDSHÖFÐA 16 • SlMI 577 1300 DALSHRAUNI 13 ■ SfMI 555 1019 EYRARVEGI 29 • SlMI 483 1800 SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 Þsir sem hafa áhuga á aJ kynna sér cafca tæknina ar bent á www.stitling.is/rafgeymar til öryggis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.