Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER2003 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 DVHELGARBLAÐ Fyndio og fræoandi kynlíf Kynlíf hefur verið kallað ópera fátæka mannsins eða vinsælasta hobbí verald- ar. Helga Braga Jónsdóttir flytur íslend- ingum fræðandi kabarett um kynlíf og samskipti sem farið hefur sigurför um Evrópu. Um næstu helgi verður frumsýnt í tónlist- arhúsinu Ými í Skógarhlíð verk sem ber nafn- ið 100% hitt með Helgu Brögu lónsdóttur. Á frummálinu, sem er þýska, er verkið kallað Seminar Kabarett/199% Sex Therapy. Þegar maður fer að lesa sér til um þetta sér- kennilega verk er ýmislegt sem er óljóst hvort sagt er í fullri alvöru eða argandi gríni. Blaða- maður DV lagði því hala á bak sér og þramm- aði upp í Ými þar sem Helga Braga sjálf varð fyrir svörum. - Hvað af þessu er í alvöru og hvað ekki? „Þetta er byggt á fyrirlestrum Bernhards Ludwigs frá Vínarborg sem er mjög þekktur og virtur kynlífsþerapisti og atferlisfræðing- ur. Hann hefur unnið með Frank Farelly sem er upphafsmaður meðferðaraðferðar sem kölluð er Provocative Therapy sem er kölluð ögrandi meðferð," segir Helga Braga og hijómar rétt eins og sérfræðingur. Hlegið að vandamálum „Hann hefur líka starfað mikið með Paul Watzlawick sem hefur m.a. unnið við MRI, Mental Research Institute sem er geðrann- sóknarstofnun í Palo Alto í Bandaríkjunum. Aðferðir þeirra byggjast á því að fara eins einfaldar leiðir og hægt er og hlæja að vanda- málunum. Ef fólk getur hlegið að vandamál- um sínum þá er það komið hálfa leið til lækn- ingar. Bernhard hefur sérhæft sig í að vinna með fólki sem hafði fengið hjartaáfall og var að byrja að lifa kynlífi aftur. Hann þróaði þessa fyrirlestra upp í kabaretta sem hafa verið ógurlega vinsælir. Þessir kabarettar eru í rauninni bara uppistand. Hann notaði líka öfugmælastflinn við fyrir- lestra sína sem hétu nöfnum eins og Hvernig þú átt að verða virkilega feitur. Hvernig þú átt að verða virkilega ófullnægður og Hvernig þú átt að ná þér í gott hjartaáfall," segir Helga og hlær eins og hross þegar hún telur upp helstu aðferðirnar til að fá gott hjartaáfall sem eru náttúrlega að borða mikið feitan mat, hreyfa sig aldrei, vera alltaf fjallstressaður, taka lffið mjög alvarlega og æsa sig alltaf úti í umferð- inni. - Bernhard Ludwig þótti sem sagt halda svo fyndna fyrirlestra að hann hefur þróað þessi þrjú námskeið upp í kabarettsýningar. Þannig er þetta ekki alveg grín þótt það sýn- ist vera það að sumu leyti - eða hvað? „Það er skemmtilegast að vera á mörkun- um sem er erfitt að skýra út eða flokka," segir Helga Braga og verður afskaplega óræð til augnanna. „Þetta er ekki sýning fyrir börn því að börn eiga ekki að lifa kynlífi en þetta getur verið fræðandi fyrir unglinga. Ég er ég sjálf - Það sem síðan gerðist var að íslenskt fyr- irtæki sem heitir Leikhúsmógúllinn keypti sýningarréttinn að 100% Sex Therapy utan þýskumælandi landa og hefur þegar frum- sýnt verkið í Edinborg. Næsta frumsýning er hér í Ými í Reykjavík. En hvers vegna tókst þú þetta hlutverk að þér? „Sá sem flytur þetta þarf að hafa leikhús- reynslu en einnig einhverja innsýn eða að minnsta kosti áhuga á því sem fjallað er um. Nicola Kesa, sem flutti verkið í Sviss þar sem það hefur gengið í mörg ár, er vanur grínari og hefur fengið sérstök kómíkverðlaun fyrir frammistöðu sína í þessu verki. Þau sem eiga Leikhúsmógúlinn komu að máli við mig og töldu að ég ætti að gera þetta á ísiandi. Þau hafa rætt við marga leikara er- lendis vegna sýninga þar en sumir urðu svo- lítið óstyrkir við þetta vegna þess að maður er ekki í hlutverki. Ég er ekki að leika hlutverk þarna, ég er bara Helga Braga að tala við fólk um kynlíf og samskipti. Uppistandarar eru aldrei í hlutverki þeir eru alltaf þeir sjálfir sem leikarar eru ekki vanir.“ Líkaði við Ludwig - Helga Braga annaðist sjónvarpsþætti á Stöð 2 þar sem hún fjallaði um félagslega og andlega erfiðleika fólks. Hún segist hafa stundað sjálfsvinnu í allmörg ár, sótt mörg námskeið og ferðast um allan heim til að taka þátt í námskeiðum. „Allt í mínu gríni virkar auðvitað eins og rugl eða bull en það byggist samt alltaf í grunninn á einhverju sem ég vil breyta, ann- aðhvort í sjálfri mér eða í heiminum." - Helga Braga fór til Bemhards Ludwigs í Austurrfki og sá sýningar hans og hann sam- þykkti hana sem leikara í verkið og hún lætur vel af samskiptum sínum við harín. Ludwig er karlmaður en konur hafa flutt verkið í Sviss og íslandi og í janúar nk. frumsýnir þekkt hollensk sjónvarpskona verkið í Amsterdam. Skiptir það einhverju málið gagnvart fyrir- lestrinum? „Nei, eiginlega ekki. Áherslan verður svo- lítið öðmvísi. Hann gerir óskaplega mikið grín að körlum og sjálfum sér í leiðinni. Þetta er auðveldara fyrir karl en konu en ég geri í staðinn grín að okkur konum. Hann er mikið „átorítef' og hefur sérlega góða návist og manni líður afskaplega vel nálægt honum því hann er laus við ógnun. Ég féll alveg fyrir hans aðferðum og við- móti og tek hann mér dálítið mikið til fyrir- myndar." Tek ekki vinnu frá neinum - Þegar þú ert ekki í hlutverki heldur þá ekki fólk að þú sért einhver kynlífsráðgjafi? „Þetta er sett fram á einfaldan og fyndinn hátt þótt um djúp mál sé að ræða en ég er samt enginn sérfræðingur og ég mun ekki taka vinnuna frá Jónu Ingibjörgu eða Ragn- heiði Eiríksdóttur. Fólk má alveg líta á mig sem sérfræðing þetta kvöld en ef það fer að hringja í mig daginn eftir þá vísa ég því ann- að. Þetta gerðist stundum þegar ég var með þáttinn uppi á Stöð 2 og mér tókst alltaf að höndla það þótt fólk væri að hringja í mig stöðugt því að ég vísaði því einfaldlega áfram." - Erum við mjög hjálparþurfi? „Ég veit það ekki. Ég vil ekkert dæma um það. Fólk verður bara að fmna það sjálft." Ekkert klám - Nú er mikið talað um kynlíf í okkar sam- félagi og sumum finnst það jafnvel of mikið og fyrir stuttu síðan fóru að heyrast orð eins og klámvæðing. Er þetta mjög opinskátt og Ég er ekki að leika hlutverk þarna, ég er bara Helga Braga að tala við fólk um kynlífog samskipti. klámfengið verk? „Þetta verk er gegn klámvæðingu. Það er mikið talað um kynlíf f samfélaginu en það er ekki mikið talað um kynferðislega og tilfinn- ingalega. nánd. Bernhard er að tala um hvernig við getum komist nær hvort öðru og bendir á margar leiðir til þess. Það eru líka margar skemmtilegar vísindalegar pælingar í verkinu um það sem gerist í lflcama karls eða konu við samfarir og fullnægingu. Hann vitnar í sérfræðingana Baker og Bell- is sem skrifuðu bókina Stríð sæðisfrumn- anna. Hann talar mikið um atferli og maka- val. En þetta er allt á saklausan, fínlegan og fræðilegan hátt. Ég er mikil pempía sjálf og ef þetta væri eitthvað gróft þá gæti ég ekki gert þetta." Börn og saumaklúbbar - Er þetta þá fræðandi fyrir fólk? „Fyrir þá sem hafa eitthvað stúderað á þessu sviði er þetta fyrst og fremst fyndið en fyrir marga er þetta fræðandi enda segi ég í upphafi: „markmið kvöldsins er að gera ásta- líf fólks betra... enn þá betra" því að lengi má gott bæta og það er mitt göfuga markmið í líf- inu eins og Bernhards Ludwigs." - Er þetta svona „saumaklúbbasýning" eða hentar þetta öllum? „Saumaklúbbar eru velkomnir en þær verða allar að taka karlana með sér. Það er al- gert skilyrði. Þetta er alls ekki bara kvenna- sýning því að þetta er mjög mikil karlasýning. Við höfum verið með nokkrar forsýningar og það hefur verið mjög gaman að sjá hvað karl- arnir taka mikinn þátt.“ - Hvað meinarðu, taka þátt? Þarf maður að vera með? „Það er leyndarmál en fólk tekur þátt en það gerir það í hóp og það er enginn tekinn út úr. Fólk getur því verið öruggt og afslapp- að. - Er eitthvert aldurstakmark? „Þetta er ekki sýning fyrir börn því að börn eiga ekki að lifa kynlífi en þetta getur verið fræðandi fyrir unglinga. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega skemmtilegt og ég kolféll fyr- ir þessu verki,“ segir Helga Braga að lokum. polli@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.