Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 26
26 DVmUGAKBLAB LAUGARDAGUR 11. OKJÓBER 2003 íslendingum líður mjög illa, miðað við vinsældir óhefðbundinna lækninga: Efþ ú ert hræddur við nálar eða þolir ekki þegar einhver snertir þig þá skaltu halda þig fjarri svæðanuddurum, hómópötum eða öðrum þeim sem stunda óhefðbundnar lækningar. Það kann hins vegar að vera þess virði fyrir þig að reyna að komastyfirhræðsluna eða fóbíuna því að út- lit er fyrir að óhefðbundnar lækningar og með- ferð geti hjálpað mörgum þeim sem eiga við ýmsa kvilla að stríða. Að minnsta kosti miðað við vinsældirgreinanna. Samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisemb- ættisins leitar fjórði hver íslendingur í slíka með- ferð, oft eftír að hafa ítrekað reynt að fá bót meina sinna innan heilbrigðiskerfisins, en þótt smá- skammtalækningar, nálastungur, eða svæða- nudd komi ekki í stað hefðbundinnar læknis- þjónustu þá gæti hér verið um athyglisverða við- bót að ræða. Umræðan um óhefðbundnar lækningar á fs- landi hefur gjaman snúist um loddaraskap og svindl, og kannski ekki að ástæðulausu þvf að lít- ið hefur verið vitað og fjallað um slíkar meðferðir hér á landi. Auk þess er ekki að finna lagaramma um þá sem stunda óhefðbundnar lækningar en á næstunni kann að verða breytíng þar á. 1 byrjun ársins tók til starfa sérstök neírid sem jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra skipaði til að gera út- tekt á stöðu óhefðbundinna lækninga. Nefndin hefúr nú skilað af sér áfangaskýrslu en í henni er meðal annars leitað svara við þeim spumingum hvað felst í þessum lækningum, að hvaða marki óhefðbundnar og hefbundnar lækningar vinna saman og hvaða áhætta íylgir notkun óhefð- bundinna lækningaaðferða. Gífurleg aukning hefur orðið á því að fólk leiti sér óhefðbundinna meðferðarúrræða á borð við smáskammtalækningar (hómó-patíu), nála- stungur, svæðanudd, hnykklækningar, huglækn- ingar og grasa- og náttúmlækningar. Frá árinu 1985 hefur Landfæknisembættið gert kannanir um þetta efni á 5 ára ff esti og þær sýna ótvírætt að fólk kýs æ oftar að leita út fýrir hefbundna heil- brigðisþjónustu. Skoðum þetta nánar: AUKNIG ÓHEFÐBUNDINNA LÆKNINGA 1985 1990 1995 2000 Svæðanudd 2,7 % 2,8% 12,3% 15,9% Hnykklækningar 0,1% 0,3% 0,7% 2,3% Nálastungur 0,3% 0,6% 2,1% 2,8% Huglækningar 2,0% 1,9% 3,1% 1,0% Grasa/náttúrulækn 0,3% 2,5% 2,0% 1,7% Jóga/íhugun 0,7% 0,9% 2,4% 4,2% Samtals 6,1% 8,9% 22,6% 27,8% Sprenging hefur orðið á síðustu árum á fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar fyrir utan hið hefð- bundna heilbrigðiskerfi, og sést það best á þess- um tölum. Þannig leimðu einungis rífiega 6% landsmanna til umræddra greina árið 1985, mið- að við tæplega 28 af hundraði árið 2000. Og þeg- ar haft er í huga að áhugi Islendinga á jóga og íhugun hefur aukist til muna á undanfömum missemm má gera ráð fyrir að þessar tölur séu mun hærri í dag. Þama er um að ræða fólk úr öll- um þrepum þjóðfélagsins, en konur em þó í miklum meirihluta. Norðmenn og Danir komnir hvað lengst á þessu sviði Til að skilja betur út á hvað þetta gengur verð- ur að skoða umhverfi og aðstæður þeirra sem stunda þessar lækningar, en þegar mið er tekið af nágrannaþjóðunum kemur í Ijós að Norðmenn og Danir em komnir hvað lengst í að fella starf- semina að einhvers konar formlegu skipulagi, og viðurkenna hana sem slíka. í Bandaríkjunum hefúr verið notað ákveðið flokkunarkerfi sem tek- ur t.d. mið af því hvað felst í tiltekinni meðferð og hvaða aðferðum er beitt, en flokkamir em þessir: Hingað til hefúr læknastéttín á íslandi ekki vilj- að viðurkenna opinberlega það sem í þessu felst, og togstreita hefur verið áberandi á milli þeirra hópa sem stunda hefðbundnar lækningar og þeirra sem fara óhefðbundnari leiðir. Það hljóta því að teljast merk tímamót að þessir hópa setjast niður og ræða formlega saman en því fer enn í' V; " ■ NÁLASTUNGA: Fjórði hver Islendingur leitar í óhefðbundna meðferð til að reyna að fá bót meina sinna. fjarri að þetta sé óumdeilt mál. Nefndin sem kannaði stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi telur til að mynda að heppilegra sé að tala um óhefðbundna meðferð vegna þess að réttur- inn til að stunda lækningar og kalla sig lækni sé lögvarinn. Þama vegur enn fremur þungt að margar af þeim aðferðum sem teljast til óhefð- bundinna Iækninga byggjast á aldagömlum hefð- um sem falla ekki undir viðurkennda heilbrigðis- þjónustu en miða engu að síður að því að efla og bæta líkamlega og andlega heilsu manna. Óumdeilanlegt er að vaxandi áhugi á að leita nýrra leiða tíl lækninga eða til að bæta heilsuna er til kominn vegna þess að viðhorf almennings gagnvart þeim heíúr breyst. Guðmundur Sig- urðsson, læknir og formaður nefndarinnar, segir aftur á mótí ekki tímabært að löggilda starfsem- ina. „Það er hins vegar ljóst að starfsemin er orð- in það umfangsmikil að til greina kemur að setja utan um hana einhvers konar lagaramma, til að tryggja stöðu þeirra sem stunda nám af þessu tagi og ekki síst til að tryggja eins og kostur er öryggi BANDARÍSKIR STAÐLAR 1. Heildræn kerfi lækninga. 2. Meðferð sem byggist á tengslum hugar og líkama. 3. Lífræn meðferð. 4. Aðferð þar sem líkaminn er handleikinn eða meðhöndlaður. 5. Orkumeðferð. þeirra sem nýta sér þessa þjónustu. Einnig þarf að bæta starfsumhverfi þeirra sem þetta stunda, á þann hátt að það hvetji til metnaðar og ábyrgð- ar í starfi. Norðmenn settu nýlega lög um óhefð- bundnar lækningar= sem miða að því að skrá við- komandi í viðurkennd fagfélög, að uppfyllmm ákveðnum skilyrðum, og það er í bígerð að setja slík lög í Danmörku. Þetta er hluti af því sem við höfum verið að skoða," segir Guðmundur. Græðarar telja sig hafa margt fram að færa Hómópatar og aðrir sem bjóða upp á óhefðbundnar leiðir til að bæta líðan fólks, og stuðla þannig að jafnvægi lífsorkunnar, fagna því að þessi skref séu nú tekin. Þeir telja sig hafa margt fram að færa til heilbrigð- isþjónustunnar enda hafa margir af þeim lært þessi fræði í útlöndum og lagt sig fram um að sýna metnað í starfi hér á landi. Nefndin sem kannaði þessi mál skoðaði hvaða námsleiðir byggju að baki ólíkum greinum óhefðbundinnar meðferðar. í sum- um þeirra var um að ræða kunnáttu eftir kvöld- og helgarnámskeið en í öðrum grein- um höfðu viðkomandi að baki 3ja til 5 ára nám á háskólastigi, eins og til að mynda í nálastungum og smáskammtalækningum. Það er í raun eðlilegt að fólk hugsi sig tvisvar JOGA: Fólk úr öllum þrepum þjóðfélagsins nýtir sér þessa þjónustu, konur í miklum meirihluta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.