Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 31
*S1 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 31 er samt að gefa tónlist sína út á plötum - sem þýðir að sækjast eftir hylli al- mennings? „Þetta er auðvitað þversögn. Frægð- in hefur aldrei verið bensínið á bílinn íyrir mig. Bensínið er að fá að gera tón- list og fá að gera tónlist með góðu fólki eru mikil forréttindi. Þar liggur mitt kikk. Nýja platan svalaði þessari þörf minni ríkulega og ég fullyrði að það em ekki betri textar á annarri plötu um þessar mundir. Tónlist kemur til mín á öllum tímum sólarhringsins og einu sinni var ég voðalega upptekinn af því að festa þetta í einhverja geymd en geri það ekki lengur. Ef það liflr þá lifir það og ég hef glatað mörgu „snilldarverldnu" með því einfaldlega að gleyma því. En ég á ágætan háf og get alltaf reynt aftur að veiða nýja tónlist." Maður augnabliksins Valgeir hefur oft verið lunkinn við að finna tónlistina sem fólki fellur í geð og nægir að benda á að mörg að vinsæl- I ustulögumvinsælustuhljómsveitarls- lands, Stuðmanna, em úr smiðju Val- geirs og em enn föst á efnisskrá sveitar- innar þótt fimmtán ár séu síðan Valgeir hætti í hljómsveitinni. „Ég hef samt mikla ánægju af því að koma fram og spila og þess vegna hef ég enst lengur í þessum bransa en ég hefði kannski annars gert. Ég hef gam- an af því að fanga augnablikið og segja það sem mér dettur í hug án undirbún- ings. Það er mikil ögmn í því að takast á við hið óundirbúna andartak. Ég ákveð aldrei hvað ég ætla að segja á sviði heldur læt það koma til mín eins og tónfistina. Ef ég hefði safnað saman sumu af því sem ég hef sagt þá væri ég kannski skemmtikraftur og lifði á því að endur- taka mig. En það höfðar ekki til mín og það er ekki gott fyrir þann sem ætlar að i lifaafþessu. Þess vegna er nauðsynlegt að vera ekki með þetta eina net í sjónum held- ur hef ég alltaf verið að fást við annað; sumt tengt tónlist, annað ekki. Það sem ég er að gera í dag er til dæmis nánast alveg lanst við tónlist-1' ___ „Mér fannst þetta und- arlega að orði komist afmínum gamla fé- laga. Hann finnursig knúinn, afeinhverjum hvötum, til að veitast að konunni minni í þessu sambandi." Rithöfundur í maganum Valgeir gaf út skáldsögu fyrir tæpum tíu ámm sem hét Tvær grímur og gerist í þeirri starfsgrein sem hann er gamal- kunnugur, en hún gerist í tónlistar- bransanum og segir frá poppumm og lífi þeirra og leik. Hann hefur sagt að hann langi til þess að skrifa aðra. Stendur það enn til? „Mig langar til þess en ég hef talið mér trú um að ég hafi ekki efni á þvf. Það er gífurlega tímafrekt og er enn hverfulli vettvangur en tónlisún. Ég get ekki kvartað undan viðtökum bókar- innar og það kemur alltaf annað slagið til mín fólk og vitnar í þessa bók.“ - Er það þá að grafast fyrir um það hver sé hver í bókinni? „Nei, enda lagði ég ekkert upp með slíkt. Allar persónur í bókinni vom samtíningur og enginn var einhver einn. Þessi poppheimur er skrýtinn að mörgu leyti og það var fín ögmn að reyna að gefa einhvere. konar vitræna innsýn í hann þar sem sjeppir þeirri forhlið sem blasir við.Qgewnest til sýn- is.“ - Um hvað á næsia:skáldsaga að fjalla? „Það er engin múgík.Á henni. Ég á efni sem ég hef verið að kroppa í en það er vont veður í henni á köflum." - Nú verða fyrri útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi laugardaginn 18. október. Á svo að taka hring um land- ið? „Nei, þessi plata er verk margra manna og hópurinn kemur aðeins saman stutt og knappt því annað er ekki hægt tímans vegna. Þessi plata verður þess vegna að sjá um sig sjálf að mestu og ég trúi því að hún geti vel spjarað sig, Hún á sér líf fyrir höndum.“ Hvers vegna varstu ekki kyrr? Eins og fyrr segir í þessu viðtali hætti Valgeir sem rytmagítarleikari og söngv- ari í Stuðmönnum fyrir um það bil fimmtán ámm. Hann hefur reglulega verið spurður að því í viðtölum æ síðan hvers vegna hann hafi hætt í hljóm- sveitinni og reyndar virðast margir halda að hann sé enn þá innanborðs. Nú hefur spumingarinnar verið spurt svo oft að menn hafa snúið sér að því að spyrja aðra hljómsveitarmeð- limi út í málið því Valgeir hefur jafnan verið frekar fámáll um ástæður þess. Sigmundur Emir Rúnarsson, sem heldur úti spjallþættinum Maður á mann á Skjá einum, spurði Jakob Magnússon Stuðmann út í ástæður brotthvarfs Valgeirs á dögunum og það mátti skilja á svömm Jakobs að ein- hvers konar valdabarátta þar sem fjöl- skylda, eða öllu heldur eiginkona, Val- geirs átti í hlut hefði verið ástæðan. Er þetta rétt? „Mér fannst þetta undarlega að orði komist af mínum gamla félaga. Hann finnur sig knúinn, af einhverjum hvöt- um, til að veitast að konunni minni í þessu sambandi. Jakob var í rauninni að segja það að sá sem væri meðlimur f Stuðmönnum ætti aldrei að spyrja fjölskyldu sína eins eða neins varðandi vinnuna - Jiljómsveitina í þessu tilfelli. Skyldi þetta samræmast fjölskyldu- stefhu Samfylkingarinnar? I mínu tilfelli var þetta aðeins marg- slungnara en þetta. Fjölskylda mín skiptir inig miklu máli og það að vera í popphljómsveit er ekki fjölskylduvæn iðja. Þú horfir framan í börnin þín þeg- ar þau eru að fara í skólann og þú ert með kinnalit og maskara. Ég Iifi ekki fyrir svoleiðis andartök og trúi ekki á svoleiðis íjölskyldulíf. Ég fann mér heldur ekki lengur stað í hljómsveitinni. Allt hefur sinn tíma, ekki satt? Það var tónlistarleg og félags- leg togstreita í gangi og stöðugt verið að leita að einhverjum tfðaranda í tón- listinni sem heyrist glöggt á plötum þessa tíma. Ástæðan rúmast að heil- miklu leyti í einu orði sem er „eighties". „Fjölskylda mín skiptir mig miklu máli og það að vera í popphljóm- sveit er ekki fjölskyldu- væn iðja. Þú horfir framan í börnin þín þegarþau eru að fara í skólann og þú ert með kinnalit og maskara." Ég hef aldrei verið mikill „eighties" maður og var aldrei. Mín tónlist hefur alltaf verið rót- skotnari og leitin að einhverjum hljóm sem er í tísku hverju sinni er betur komin í öðrum höndum en mínum. Mér finnst þær plötur sem ég hef komið að því að gera, eins og með Spil- verkinu og frarnan af ferli Stuðmanna, hafa elst ágætlega á meðan sumt af því sem Stuðmenn voru að gera á þessum tíma þegar ég dró mig í hlé eldist ekki vel fyrir mér. Við fórum til dæmis í stúdíó í London á þessum tíma og þar tók ivo heila daga að finna rétta sándið fyrir sneriltrommuna meðan gítarhljómur- inn fékk fimm mínútur. Þetta em áherslur sem ég finn mig ekki í og em fjarri því sem ég leita eftir. Ég átti bara ekki heima í þessari hljómsveit lengur og var ekki ánægður. Ég hætti á mínum eigin forsendum og ég hef endurtekið greint frá minni hlið málsins í fjölmiðlum síðan ég hætti fyr- ir 15 ámm. Ég segi eins og Laxness: Er ekki hægt að lyfta umræðunni á örlítið hærra plan?" segir Valgeir og glottir ems og honum einum er lagið. poW@dv.is Bensín eða diesel Suzuki XL-7 er einstaklega vel búinn 7 manna jeppi, byggður á grind með háu og lágu urifi, búinn öflugum en sparneytnum bensín eða dieselvélum. Ný glæsileg innrétting og aukinn staðalbúnaður gera nú góðan bíl enn betri og aksturinn ánægjulegan. SUZUKI BILAR HF 0SUZUKI Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.