Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 38
58 DVBlLAR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Innköllun fjölnotabíla Hvernig liði þér ef dyrnar á nýja fjölnotabílnum þínum opnuðust skyndilega á 90 km hraða með börnin aftur í? Þessi galli hefur komið upp í þremur fjölnotabílum, Peugeot 807, Citroén C8 og Fiat Ulysse enda eru þeir allir nánast sami bíllinn og smíð- aðir í sömu verksmiðjunni. Það eru aðallega bílarnir með rafstýrðu rennihurðunum sem hættir til að verða fyrir þessu og er hann rakinn til galla í hugbúnaði. Range Rover á grind Væntanlegur Range Rover Sport mun ekki vera með sjálfberandi yfirbyggingu eins og núverandi Range Rover, ef marka má orðróm úr innstu herbúðum Land Rover. Eins verðurfarið með næstu kynslóðir Discovery og Range Rover sem einnig munu notaT5 undirvagninn. Þótt þetta gæti haft í för með sér verri aksturseiginleika á mal- biki er sagt að nýi undirvagninn tryggi bæði góða malbikseigin- leika og getu í torfærum. Nýr Range Rover Sport fær líka vélar sem varið er í. Meðal þeirra verður V8 vél frá Jagúar sem skila mun 450 hestöflum. Það mun þó ekki verða flaggskipið því að stærsta vélin verður VI2 og fer aðeins ofan í örfáa sérút- búna bíla. Fjölnotabíll frá SsangYong Þessi mynd náðist nýlega af fjölnotabíl frá SsangYong við prófanir í Suður-Kóreu. Bíllinn notar 2,7 lítra dísilvél af sama grunni og dísilvélin í Rexton. Ekkert hefur þó verið ákveðið hvort þessi bíll kemur til Evr- ópu þótt það verði þó að telj- ast líklegt með dísilvélina í huga. SSAN6Y0NG: Framleiðandinn sem hingað til hefur aðallega verið þekktur fyrir að framleiða jeppa er nú með fjölnotabíl í burðarliðnum. Nýjar reglur ESB um sölu á nýjum bílum: Búast má við að verð á nýjum bílum hækki Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri eins stærsta bílaumboðsins, B&L, segir að ýmislegt í samkeppn- isumhverfinu hér á landi sé þegar töluvert þróaðra en á öðrum mörkuðum í Evróþu. Nýjar reglur Evrópusambands- ins um sölu á nýjum bílum inn- an þess tóku gildi í síðustu viku. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að bílar séu einungis seldir í gegnum einkaumboð sem framieiðendur veita og er vonast til að þetta leiði til meiri samkeppni á bílamarkaði. Reglunum er ætlað að jafna verð á nýjum bílum til söluaðila milli Evrópulanda en hingað til hefur verið nokkuð mikill munur á milli landa eftir því hvort hagkvæmir samningar hafa náðst. Helstu sér- fræðingar í Evrópu spá því að kaupendur muni ekki sjá mikinn mun á verði bfla til að byrja með. En hvernig skyldi því vera háttað hérlendis? Mun þetta leiða til ein- hverra verðbreytinga á næstunni? Má búast við lægra verði þar sem íslensk umboð sitja nú við sama borð og til dæmis umboð í Bret- landi eða Þýskalandi? Er talið lík- legt að einhver nýr, stór aðili komi inn á markaðinn hér? Verður jafn- vel núna hægt að flytja notaða bfla úr landi? Að sögn Ernu Gísladótt- ur, formanns Bflgreinasambands- ins, er almennt ekki búist við að verð lækki, frekar að það hækki. „Þau lönd Evrópu sem hafa verið með háar álögur á bfla hafa hingað til keypt á lægra verði en stóru markaðirnir í t.d. Þýskalandi eða Bretlandi. Heyrst hefur að fram- leiðendur séu að samræma verð á mörkuðum í Evrópu sem leiði til þess að verð hingað muni senni- lega hækka frekar," sagði Ema í viðtali við DV-bfla. Mismunandi tollar milli landa Verðjöfnunin er í grundvallarat- riðum til komin af því að framleið- endur hafa lagað útflutningsverð sitt að tollastigum hvers lands. Þar sem bflaiðnaðurinn evrópski var undanþeginn samkeppnislöggjöf Evrópusambandsins gátu aðildar- lönd haldið tollastefnu sinni gagn- vart bflainnflutningi þrátt fyrir reglur sameiginlega markaðarins. Um leið og bflaiðnaðurinn verður felldur undir samkeppnislöggjöf- ina taka reglur sameiginlega mark- aðarins við. Óvissan er sem stend- ur hvort aðildarríki EB (og um ieið EES) láti mismunandi tolia niður „Heyrst hefur að fram- leiðendur séu að sam- ræma verð á mörkuð- um í Evrópu sem leiði til þess að verð hingað muni sennilega hækka frekar falla. Danmörk hefur til að mynda nýlega unnið mál þar sem þar verður áfram hægt að rukka ofur- tolla á bfla en álögur þar í landi nálgast 200%. „Ýmislegt í sam- keppnisumhverfinu hér á Iandi er þegar töluvert þróaðra en á öðrum mörkuðum í Evrópu - hér eru 'g mörg fyrirtæki með mörg umboð "g þannig að hér á landi er þegar hægt að skoða fleiri en eitt merki á q sama stað. Hérlendis hefur líka verið hefð fyrir innflutningi á not- uðum bflum, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, og það hefur alltafverið eitthvað flutt inn af nýj- um bflum af öðrum en umboðun- um. Þannig má segja að þegar sé komið hér töluvert annað sam- keppnisumhverfi en þekkist víða í Evrópu og kannski það sem að hluta til á að ná fram með þessum breytingum," sagði Erna. Lítil álagning hérlendis „Hér á landi er samkeppnin í greininni mikil og hart er barist um hvern kaupanda. Álagning í greininni er mjög lítil eins og sjá má af hagnaðartölum umboðanna síðustu ár. Hér hefur líka verið um að ræða eitt þrep i dreifingu þar sem innflytjendur eru lflca smásal- ar. Umboðin hér lenda því í mikl- um kostnaði vegna fyrirhafnar við þessa samninga og dreifist sá kostnaður á mun færri bfla heldur en erlendis. Einnig eru gerðar miklar kröfur til bæði innflytjenda og söluaðila í samningum sem eru kostnaðarsamar fyrir umboðin. Sumar þessara krafna eru mjög erfiðar í framkvæmd vegna smæð- ar markaðarins. Það má jafnvel búast við breytingum á þessum markaði hér á landi en ég tel að þær muni gerast hægt. Ekki mun samkvæmt nýjum samningum vera hægt að opna útibú milli landa fyrr en eftir haustið 2005. Við erum svo í töluverðri fjarlægð frá aðalmörkuðunum í Evrópu og eru flutningskostnaður og álögur háar hér á landi. Það er því ekki enn sem komið er raunhæft að flytja bfla aftur úr landi, en það gæti breyst ef hægt væri að fá end- urgreidd gjöld sem greidd hafa verið vegna t.d. bflaleigubfla," sagði Erna að lokum. njalt@dv.is Nýr Laguna á rekstrarleigu frá kr. 36.863 RENAULT LAQUNAll RENAULT Laquna II BREAK Laguna Berline Laguna Break Laguna Berline comf. Laguna Berline comf. Laguna Break comf. Laguna Break comf. 1.8 5 dyra beinskiptur kr. 2.150.000 1.8 5 dyra beinskiptur kr. 2.270.000 2.0 5 dyra beinskiptur kr. 2.350.000 2.0 5 dyra sjálfskiptur kr. 2.490.000 2.0 5 dyra beinskiptur kr. 2.470.000 2.0 5 dyra sjálfskiptur kr. 2.610.000 ‘Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiöslur í 36 mánuöi, aö teknu tilliti til gengi erlendra mynta og vaxta þeirra. Smur- og þjónustuskoöanir eru innifaldar í rekstrarleigunni. EUROJ^ ^NCAP B&L, Grjótháls 1, sfmi 575 1200 www.bl.is _______________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.