Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 42
V 62 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2003
Sakamál
Morðóður geðsjúklingur skekur borgina
SHERfFF
I I 7 3 5 0
SArPiurnTn m
Brjálæfilngurinn: Sagðist ekki geta lifað nema drekka mannsblóð.
Richard Chase hélt að hann þyrfti að drekka
ferskt blóð til að geta lifað. ífyrstu drap hann
kanínur og hunda til að gera það en þegar kom
að því að það var ekki nóg fylltist hann aftrylltri
þörffyrirað finna bragðið afmannsblóði. Hann
sagði það koma í veg fyrir að hjarta hans
skryppi saman.
„Ég varð að gera þetta," sagði Richard
Chase við mann sem deildi með honum
fangaklefa. „Ég þjáðist af blóðeitrunarsjúk-
dómi og þurfti einfaldlega á þessu blóði að
halda. Ég var orðinn svo þreyttur á því að elt-
ast við dýr til að ná mér í blóð og ákvað því að
snúa mér að manneskjum í þeim tilgangi."
Blóðsugan í Sacramento í Kaliforníu lét
fyrst til skarar skríða í janúar íjrið 1978, þegar
hin 22ja ára gamla Teresa Wallin varð fórnar-
lamb hennar. Chase hafði fylgst með
stúlkunni þegar hann réðst á hana, vopnaður
skammbyssu, við heimili hennar. Hann skaut
hana í höfuðið og dró hana inn í húsið þar
sem hann risti hana á hol, frá brjóstum niður
að nafla. Chase reif innyflin út úr stúlkunni
og stakk hana með afli í hjartað. í kjölfarið
smurði hann andlit sitt með blóði hennar og
sleikti blóði drifna flngur sína. Síðan glennti
hann fætur hennar sundur og smurði blóð-
inu á innanverð lærin. Eftir þetta skelfúega
morð fyllti hann tóma jógúrtdós af blóði og
drakk það. Hann komst óséður út úr húsi
konunnar. Morðið vakti gífurlega skelfingu í
Sacramento, en Teresa Wallin var ófrísk,
komin þrjá mánuði á leið. Eiginmaður henn-
ar kom að lfkinu illa útleiknu.
Langaði í meira blóð!
Þegar morðinginn, Richard Chase, las um
verknað sinn í dagblöðunum daginn eftir
fann hann að hann langaði í meira blóð.
Dauði annarra fórnarlamba var því innan
seilingar. Lögreglan í Sacramento hafði engar
vísbendingar sem gátu leitt hana á slóð
morðingjgns, en ljóst var að þetta var enginn
venjulegur glæpur.
„Þetta er ekki maður sem
drepur og ákveður einn góð-
an veðurdag að hætta því, fá
sér vinnu á skrifstofu og
greiða stöðumælasektirnar
sínar á réttum tíma. Þetta er
stórhættulegur maður."
„Morðóður brjálæðingur gengur laus,“
sagði Ray Biondi, yfirmaður í morðdeild lög-
reglunnar í Sacramento. „Hann hættir ekki
að drepa fyrr en okkur tekst að stöðva hann.
Þetta er ekki maður sem drepur og ákveður
einn góðan veðurdag að hætta því, fá sér
vinnu á skrifstofu og greiða stöðumælasekt-
irnar sínar á réttum tíma.“
Þegar leið á rannsókn málsins greindu þrír
nágrannar Teresu Wallin frá því að maður á
þrítugsaldri, skrýtinn í útliti, hefði sést á
vappi fyrir framan hús hennar. Hann var
grannur, í kringum 185 sentímetrar á hæð, og
hafði sést í appelsínugulri skíðaúlpu.
Fingraför og önnur sönnunargögn sem fund-
ust á heimili Teresu pössuðu ekki við neitt
sem var að finna í skrám lögreglunnar. Engu
hafði verið stolið á heimilinu og henni hafði
ekki verið nauðgað.
Undarlegur og sérvitur einfari
Þeir sem þekktu Richard Chase sögðu að
hann væri mjög undarlegur og sérvitur en
engan grunaði að sérviskan myndi leiða til
ógeðslegs ofbeldis. Engum datt í hug að hann
hefði myrt stúlkuna. Hann hafði hins vegar
farið illa með dýr frá því hann var lítill strák-
ur, sem er eitt helsta einkenni raðmorðingja.
Vitað var að Chase átti við getuleysi að stríða
-^.og hann var einfari með fíkniefnavanda. Eitt
helsta áhugamál hans var að strippa allsnak-
inn fýrir framan ókunnuga. Læknir úrskurð-
aði hann á sínum tíma með alvarlegan geð-
sjúkdóm, meðal annars í kjölfar þess að hann
kvartaði yfir því á neyðarmóttöku sjúkrahúss
að hann gæti ekki andað þar sem einhver
hefði rifið út úr honum aðalslagæðina.
Skömmu eftir þetta var hann lagður inn á
geðsjúkrahús vegna geðklofa.
Tíminn leið og Richard Chase var komið
fyrir í lítilli íbúð í Sacramento, þar sem hann
lifði á bótum. Hann taldi sig þjást af hættu-
legri blóðeitrun og byrjaði að drekka dýra-
blóð til að reyna að halda sér á lífi. Til að byrja
með keypti hann sér kanínur sem hann drap
sfðan og borðaði hráar. Hann sprautaði
einnig blóði dýranna í sig með sprautu og
kvaldist af sársauka. Aftur var hann lagður
inn á geðsjúkrahús og nú voru menn farnir
að gera sér grein fyrir því að þama væri
hættulega sjúkur maður á ferð. f janúar árið
1976 var hann færður yfir á geðdeild fyrir
menn sem taldir voru mjög hættulegir. Ekki
leið á löngu þar til dauðir fuglar fóru að finn-
ast í klefa hans, en Richard sagðist hafa skor-
ið sig við rakstur þegar hann var spurður um
það hvers vegna hann væri útataður í blóði.
Seinna sagðist hann hafa drepið fuglana
vegna þess að hann þurfti á blóðinu að halda.
í september árið 1976 virtist sem hann væri
aðeins að ná heilsu og var hann útskrifaður af
geðsjúkrahúsinu gegn því að hann tæki inn
mikið af lyfjum.
Risti heila fjölskyldu á hol
Rúmu ári síðar var hann handtekinn í
Nevada af lögreglumanni sem fann hann
liggjandi nakinn og útataðan í blóði. Hann
Blóðsugan: Blóðþyrsti geðsjúklingurinn sagðist ekkert hafa gert af sér, nema kannski drepið hunda.
Fjölskyldumorð: Eveleyn Miroth var, ásamt eigin-
manni sínum og syni, myrt og rist á hol.
hélt á blóðugri lifur en við rannsókn kom í
ljós að hún var úr kú og var honum sleppt. í
desember árið 1977 keypti Richard sér
skammbyssu og nokkrum dögum eftir það sá
hann rúmlega fimmtuga konu, Ambrose
Griffin, ganga heim til sín með matvörupoka.
Hann myrti hana með því að skjóta hana í
brjóstið og ók í burtu eftir atburðinn sem
enginn hafði orðið vitni að. Um það bil mán-
uði síðar myrti hann Teresu Wallin með
köldu blóði og var talað um Drakúlamorð-
ingjann. Fjórum dögum eftir morðið á Ter-
esu lét Drakúla aftur á sér kræla. Hann réðst
á og skaut til bana 38 ára konu, Evelyn
Miroth, við heimili hennar. Eiginmaður
hennar og 6 ára sonur heyrðu skothvellinn úr
stofunni og þegar þeir hlupu út til að athuga
hvað væri á seyði skaut Richard Chase
feðgana til bana, báða í höfuðið. Inni á heim-
ilinu var enn fremur 22ja mánaða gamalt
barn, sem fjölskyldan hafði passað, og geð-
sjúki morðinginn myrti það líka þar sem það
lá í barnarúminu. Hann risti alla fjölskylduna
á hol, drakk blóð allra þeirra sem hann hafði
drepið og tók að lokum lík ungbarnsins með
sér heim til sín, þar sem hann skar út heila
þess og borðaði.
Dæmdur til dauða í gasklefa
Lögreglan í Sacramento herti nú til muna
leitina að morðingjanum og henni tókst að
hafa hendur í hári hans eftir að bifreið eins
fórnarlambanna fannst við heimili hans en
hann hafði stolið bflnum. Chase sagðist ekk-
ert hafa brotið af sér þegar hann var handtek-
inn, nema kannski drepið nokkra hunda, og
viðurkenndi að hafa drukkið hundablóð og
étið innyfli dýranna. Við rannsókn málsins
fundust leifar af barnsheilanum á rúminu
hans og í ísskápnum heima hjá honum voru
birgðir af alls konar innyflum og blóði. Fljót-
lega tókst að sanna að hann bæri ábyrgð á
morðunum á Ambrose Griffin og Teresu
Wallin og Miroth-fjölskyldunni. Chase var
fundinn sekur um sex morð og var dæmdur
til dauða í gasklefa San Quentin-fangelsisins
í Kaliforníu. Skömmu áður en taka átti hann
af lífi framdi hann sjálfsmorð í fangelsinu.