Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Otgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjórar. Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Slagurinn á Rás 2 Alls sóttu 62 um starf dagskrárgerðarmanns á Rás 2 sem auglýst var á dögunum. Útvarps- ráð sá sig knúið til að fjalla um umsóknirn- ar, auk þess sem hlutað- eigandi voru settir í próf varðandi almenna þekkingu, ís- lenskukunnáttu og raddbeitingu. Útkom- an varð sú að af 62 um- sækjendum þóttu 34 standast lágmarks- kröfúr Rík- isútvarpsins. Lögðu fúlltrúar stjórnmála- flokkanna í útvarpsráði blessun sína yfir eftir- talda um- sækjendur, sem eru: Alda Helen Sigmunds- dóttir, Ámi Geir Magn- ússon, Áslaug Skúla- dóttir, Björn Friðrik Brynjólfsson, Björn Gíslason, El- ísabet Brekkan, Elva Björk Sverrisdótt- ir, Erla Þrándar- dóttir, Geir Magnús- son, Greipur Gfslason, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmund- ur Hörður Guðmunds- son, Guðrún Heimisdótt- ir, Hafsteinn G. Einars- son, Hafsteinn Thorarensen, Hall- grímur Indriðason, Hallur Guðmundsson, Hákon Skúlason, Helga Rún Viktorsdótt- ir, Helga Vala Helga- dóttir, Jon Hákon Halldórsson, Katrfn Oddsdóttir, Kristinn Pálsson, Krist- ín Jónsdóttir, Linda H. Blöndal, Ólöf Rún Skúladóttir, Ólöf Snæ- hólm Baldursdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Jónsdóttir, Sigríður Guðfinna Ás- geirsdóttir, Sigtryggur Magnason, Sólrún Helga Ingibergsdóttir, Steinn Kárason og Þröstur Sverrisson. Tekið skal fram að launin sem í boði eru fýrir starf dagskrár- gerðarmanns á Rás 2 eru 220-240 þúsund krónur á mánuði auk lífeyrisréttinda hjá því opinbera. Eldur að eigin köku Lífeyrisfrumvarpið fræga hefur nú verið samþykkt og er orðið að lögum. f Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld hélt Davíð Oddsson uppi skörulegum vörnum fyrir frumvarpið og hélt því fram af festu að um væri að ræða rétt- lætismál sem öldungis sjálfsagt hefði verið að samþykkja. Á því hefur verið staglast svo oft að nauð- synlegt hafi verið að lagfæra lífeyrisréttindi æðstu embættismanna ríkisins, forseta, ráð- herra og þingmanna að eiginlega allir eru farnir að trúa því. Meira að segja hörðustu andstæðingar lífeyrisfrumvarpsins eru farnir að draga dám af þeirri trú og hafa gjarnan þann formála á gagnrýni sinni að „vissulega hafi verið þörf á að lagfæra lífeyrisréttindi ráðherra, en ..." og svo fylgja aðfinnslur þeirra. Umsjónarmenn Kastljóssins gerðu heiðar- lega tilraun til að spyrja Davíð að því hver þessi þörf hefði verið en fengu við því lítil og fáfengileg svör. Enda engin svör til. Þörfin var í raun og veru alls engin. Það er að minnsta kosti fárán- legt að tala um „þörf ‘ í sambandi við leiðrétt- ingu á lífeyrismálum þingmanna og ráðherra þegar margvíslega aðra og raunverulega „þörf ‘ er að finna í þessu samfélagi okkar. Og ætti vissulega að vera óþarfi að taka fram hvar sú þörf liggur. Ekki hjá alþingis- mönnum. Ekki hjá ráðherrum. Heldur hjá mörgum þeim þjóðfélagshóp- um sem minnst mega sín í samfélaginu. Það er afar sérkennilegt „réttlætismál" hjá ráðherrum og þingmönnum að af öllu því óréttlæti, allri þeirri ósanngirni, öllum þeim ójöfnuði, allri þeirri misskiptingu og allri þeirri neyð sem þeir gætu séð í kringum sig, ef þeir héldu augunum opnum, þá skuli þeir helst kjósa að leiðrétta þetta - það svívirði- lega óréttlæti sem þeim þykir felast í því að þeir sjálfir hafi ekki nógu góð eftirlaun. I gegnum tíðina hefur mátt fyrirgefa Davíð Oddssyni margt og mikið vegna þess að þótt maður kunni að hafa haft ýmislegt upp á verk hans að klaga, þá hefur maður aldrei trúað því að hann væri að neinu fyrir sjálfan sig. Hann hugsaði ekki um að skara eld að sinni eigin köku. Hann hefur að sönnu hugsað full- mikið um það gegnum árin að gera ýmislegt fyrir vini sína og skara eld að köku þeirra - en maður hefur trúað því að hann sjálfur væri vammlaus og hugsaði aldrei um að maka eig- in krók. Sú trú hefur nú orðið fyrir miklu og þungu áfalli. Því verður einfaldlega ekki á móti mælt að lífeyrisfrumvarpið er - hvort sem Davíð vill viðurkenna það eða ekki - eins og glæsi- legur starfslokasamningur fyrir hann sjálfan. Og reyndar - eins og DV skýrði frá í gær - fyrir Halldór Ásgrímsson líka. Hann þarf að- eins að sitja sem forsætisráðherra þau ár sem eftir eru af kjörtímabilinu, eins og fyrirhugað er, til að vera þá kominn með full eftirlaun forsætisráðherra - eins og Davíð. Illugijökulsson fN '<T3 CC *<TJ C C nj *s\ «o 0) Þótt þau knáu ungmenni sem halda úti Múmum á Netinu hafi einna mestan áhuga á pólitík og Fyrst og fremst skrifi um þau hugðarefni sin margan pistilinn, þá er þó fleira á Múmum en stjómmálin ein. Menn skrifa þar um ýmis sérkennileg áhugamál, eins og knattspymu í Asíu og aimað framandlegt í þeim dúr, auk þess sem sögulegur fróðleikur af ýmsu tagi er Múrverjum afar hugleikinn. Að undanfömu hafa öðm hvom birst á Múmum fróðleiksmolar úr sögu vesturferða íslendinga og snemma f desember birtist þar sjötti molinn af því tagi, en greinaflokkur- inn heitir reyndar Sáldur úr sögu vesturferða. í þessari sjöttu grein kemur fram að Múrverjar hafa lagst f bandarísk manntöl og fundið þar hvorld meira né minna en tvo íslenska kúreka. Orðrétt hljóðar greinin svo: „Fátt er skemmtilegra en mann- töl, sérstaklega efþau eru gömul. ís- lendingar státa af elsta þekkta alls- herjarmanntali heimsins en það var einmitt tekið fyrir 300 árum. Tekin hafa verið mörg siík hér á landi síð- an þá og hafa þau flest nokkuð til síns ágætis. Einn helsti gallinn á íslensku manntölunum er bersýnilega að í þeim koma ekki fram neinir kúrekar. Þess vegna er gaman til þess að vita að strax í bandaríska manntalinu 1880 birtast tveir Islendingar sem bera þennan glæsilega titil. Þar að auki eru nokkrír sem kváðust hafa þann starfa að reka kýr eða halda þeim til beitar. Hér verður þó vita- skuld aðeins staldrað við þessa tvo sönnu kúreka sem hægt er að ímynda sér að hafi stoltir gefíð upp stöðu sína frammi fyrir skrásetjur- um hins opinbera í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það kann að þykja skringilegt að annar kúrekinn okkar kom fram í New York-ríki þegar manntalið var tekið. Þetta var enginn annar en John Quinn, 16ára einhleypur harð- jaxl úr níu manna fjölskyldu. John hefur bersýnilega látið sem vind um eyrun þjóta brýningu séra Jóns Bjarnasonar á þjóðminningarhátíð- inni íMilwaukee sumarið 1874. Eins og flestum er kunnugt skoraði Jón þá á Islendinga í Vesturheimi að apa ekki þá viúeysu eftir Norðmönnum vestra að breyta nöfnum sínum íátt til engilsaxneskra hefða. Hinn kúrekinn gætti gripa öllu vestar eða í Minnesota. Manntals- fulltrúinn skrifaði Segfín Good- mundsson á skýrslu sína en við blas- ir að hér var kominn Sigfmnur Guð- mundsson, tíu ára pjakkur sem kail- aði ekki allt ömmu sína. Hann var fæddur á íslandi. Það er sameiginlegt með þessum tveimur íslensku kúrekum að ekkert meira er um þá vitað. Miklar vonir eru þó bundnar við að frekari rann- sóknirgeti bætt þar úr. Sértæka lexían afþessari grein er sú að þrátt fyrir að manntpl séu skemmtileg þá gefa þau yfírleitt of lítið af sér án stuðnings frá öðrum heimildum. “ Við tökum undir með „sh“ sem skrifar greinina á Múmum um að skemmtílegt væri að finna frekari upplýsingar um þessa íslensku kúreka. Og treystum engum betur en Múrveijum tíl að leggjast í þvílík- ar grundvallarrannsóknir. Við erum enn að velta fyrir okkur hvernigíósköpunum standiáþvíað heilbrigðisyfírvöld ílandinu líti ekká á tennursem hluta líkamans, en það kom fram íblaðinu ígær í viðtali við Heimi Sindrason, nýkjörinn for- mann Tannlæknafélags íslands. Eins og Heimir sagði þar frá vilja heilbrigðisyfírvöld ekki taka þátt í greiðslu á tannlæknakostnaði en eins og Heimir bendir á: „Ef fólk ... slítur krossbönd og þarfí aðferð sem kostar 260 þúsund krónur borgar það ekki nema 18 þúsund. Þetta þykir okkur skrýtið og það ætti fólki líka að þykja. “ V7ð fínnum enga skýringu á þessu nema þá að enn eimi ístjórn- kerfí eftir af þeim hugsunarhætti sem hér var lengi landlægur að tennur ætti helst að draga úr fólki strax við fermingu og skjóta síðan upp í fólk nýju „stelli". Tíðkaðist meira að segja að gefa fermingar- börnum „stefí" um leið og þau voru tekin í kristinna manna tölu. Við héldum þó að þessi hugsunarháttur væri úr sögunni með nýrri kynslóð stjórnarherra en svo virðist þó ekki vera. Gamanvefurinn Baggalútur fjall- ar eins og aðrir um handtökuSadd- ams Husseins og virðist reyndar liggja óvenju mikil alvara milli lín- anna hjá Baggalút að þessu sinni: Jæja, þá em þeir búnir að góma sjálfan Saddam Hussein austur í Babýlon. Dorguðu hann upp úr holu - eins og lunda. Skeggjaðan, skítug- an, þreyttan lunda. Og nú keppast menn við að hía á hann og kalla hann ræfilstusku og karlgrey og aula. Davíð Oddsson furðar sig á því að hann hafi ekki bara kálað sér og einhvemveginn finnst fólki hann hafa svikið það með því að hafa ekki falið blásým- hyiki undir endajaxlinum. Ekki var nú híað á Saddam í þá átta mánuði sem honum tókst að fela sig fýrir öflugasta her veraldar - og það í heimabæ sínum. Mér þættí gaman að sjá þá George Bush, Tony Blair og Davíð Oddsson grafa sig í jörð og hggja þar jafnvel vikum sam- an vegna sannfæringar sinnar og baráttuþreks. Ekki misskilja mig - í mínum huga er Saddam Hussein viður- styggilegur drullusokkur, og þetta fullyrði ég án þess að þekkja mann- inn nokkuð frekar en aðrir. Við skul- um samt ekki afgreiða hann sem lúser og aumingja. Því hann er það ekki og við skulum heldur ekki gleyma hvaðan fréttimar koma sem við lepjum hér upp eins og heilagan sannleik. Fréttimar um gamal- mennið og vesalinginn Saddam Hussein - aumingjann með horið, sem í ræfildómi sínum hefur tekist að fela sjálfan sig og gffurlegt magn gereyðingarvopna fyrir öflugasta og tæknivæddasta her veraldar í tæpt ár. Hann er sagður ósamvinnufús og neita því að í landinu séu gereyðing- arvopn - afhveiju ætli það sé nú? Gætí hann nokkuð verið að segja satt - þessi bugaði, uppgefiú aum- ingi og ræfill?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.