Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 9
UV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 9 Dímon segir öllum upp Dímon hugbúnaðarhús hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum, um 20 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins róa nú öllum árum að því að koma fót- um undir reksturinn, að því er kemur fram í tímaritinu Tölvuheimi. Ástæða bakslagsins er að samning- ar um verkefni fyrir far- símafyrirtækið Nokia gengu ekki eftir vegna þess að Nokia keypti upp annað hugbúnaðarfyrirtæki sem það vildi nýta í fyrirhugað verkefni. Haft er eftir inn- anbúðarmanni í Dímoni að vandræði íyrirtækisins stafi af því að það hafi sett öll eggin í eina körfu. Dró sér milljón Fertug kona hefur verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir fjárdrátt í Bóksölu stúd- enta. Konan, sem var starfsmaður bókabúðarinn- ar, dró sér fé á tímabilinu júní 1997 og fram í ágúst 2000. Konan varð uppvís að fjárdrætti í fimmtíu skipti og alls nam fjárdrátturinn 947 þúsund krónum. Kon- an játaði brot sín. Hún er dæmd til að greiða Bóksöl- unni 1.275 þúsund krónur auk málskostnaðar. Evrópu- met í afla Aldrei áður hefur jafn mikill afli komið á land í Fjarðabyggð eins og á árinu sem er að líða. Vegna þessa tilefnis bjóða hafnaryfir- völd á hverjum stað fyrir sig til veislu á föstudaginn kemur enda rekstur þeirra gengið framar vonum á ár- inu. Þykir því tilhlýðilegt að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og tertur. Til stendur einnig að senda stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjunum væna tertu af sama tilefni. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, óskaði eftir því að fá hræið af háhyrningnum Keikó sent til íslands. Norsk yfirvöld leyfðu ekki flutninginn og Keikó var grafinn í norska jörð í skjóli nætur. Ásbjörn vill aðstoð íslenskra stjórnvalda til að fá leifar háhyrningsins til Húsavíkur „Ég setti mig strax í samband við umsjónar- menn Keikós og óskaði eftir því að hann yrði settur í frystigám," segirÁsbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsa- vik, sem fékk synjun norskra yfirvalda við því að hræ frægasta háhyrnings heims yrði flutt aftur til íslands. Keikó var grafinn í skjóli nætur í fjörukamb- inum í Taknesbukta í Noregi að viðstöddum nokkrum aðstandendum og skurðgröfumanni. Ásbjörn segir sorglegt að búkur Keikós verði látinn rotna. „Það eru þekkt dæmi fyrir því að stoppa upp heilu hvalina, til dæmis á Náttúru- fræðisafni Danmerkur. Auk þess höfum við frystiklefa í Hvalasafninu þar sem við hefðum getað geymt hann í versta falli og sýnt hann gestum safnsins í fullri mynd. En það er búið að eyðileggja þann möguleika. Nú mun ég leggja á það þunga áherslu að íslensk stjórn- völd liðsinni okkur í því að fá leifar Keikós aft- ur til íslands, enda er eðlilegt að hann komi til baka,“ segirÁsbjörn,. Hvalamiðstöðin á Húsavík hefur undanfar- in tvö ár haldið sérstaka sýningu til heiðurs Keikó. Honum hefur verið helgað heilt her- bergi á safninu, og er meðal annars til sýnis beinagrind háhyrnings af sömu stærð og Keikó. Ásbjörn vill fá réttu beinagrindina. „Beinagrindin er eitt og hálft ár eða meira að hreinsast. Það skiptir máli hversu hratt marfló- in étur utan af hræinu. Gröfin laðar án efa að sér marga ferðamenn og Norðmenn eru með hann. En mér finnst rétt að Keikó endi sinn fer- il hér.“ Þó svo að hræ hvala rotni að öllu jöfnu er líklegt að einn líkamshluti Keikós geti sloppið óskaddaður frá gröfmni. „Að öilu jöfnu rotna svona dýr og hveljan, húð hvalsins, verður að drullu. Eini líkamshlutinn sem er ekki úr hvelju er reðurinn og það gæti verið spennandi að reyna að fá hann til landsins. Það er líklegt að hann þorni og varðveitist og ég myndi vilja hafa hann á landinu, hugsaniega á Reðursafn- inu fyrir sunnan," segir Asbjörn. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, vísaði á sjávarútvegsráðu- neytið vegna málsins, vegna þess að ekki væri um að ræða lifandi dýr. Stefán Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu, segir ekkert banna þennan flutning. „Norsk stjórnvöld þyrftu að gefa út útflutnings- vottorð, líkt og vegna allra háhyrningaafurða. Þetta er svolítið sérstakt mál og þetta yrði skoð- að sérstaklega ef það kæmi upp á borð hjá okk- ur.“ „Norðmenn eru með hann og gröfin laðar að sér marga ferðamenn. En mér finnst rétt að Keikó endisinn ferilhér." Haldin verður sérstök uppákoma í Hvala- miðstöðinni á Húsavík til minningar um Keikó á föstudaginn klukkan fjögur, viku eftir að hann lést. Þar verður til sýnis uppblásið módel af Keikó og myndin Free Willy verður sýnd. jontrausti@dv.is Ásbjörn Björgvinsson Forstöðumað- ur Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavik gagnrýnir norsk yfirvöld fyrir að synja um flutning Keikó til Islands. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★* TÍIboð 1. Rafmagnsgítartilboð. KtB^lsTTTffTjffCTIIIMEllllBIDtkB Tilboð 2. Kassagitar. Rafmagnsgítar, magnari, ól og *** ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ snura. Tilboðsverð 27.900,- stgr. ★★★★★★★ Tilboðsverð 15.900,- stgr. Gftarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★ ********

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.