Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 27
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 27 Ozzy Osbourne á batpvegi Grætur og biðjir hjukkurnar að kvæaast ser Ozzy Osbourne er byrjaður að grínast í hjúkkunum á spítalanum þar sem hann liggur og hefur beðið tvær þeirra að kvænast sér. Það mun þó að líkindum taka hann um sex mánuði að ná sér að fullu eftir að hann lenti í slysi á fjórhjóli í síðustu viku, að sögn Sharon eiginkonu hans. Rokkarinn Ozzy liggur enn á gjör- gæsludeild en er á hægum batavegi. „Hann snýr aftur, hann er ekki að fara neitt,“ sagði Sharon við fjöl- miðla fyrir utan spítalann. „Hann mun halda áfram að skipa öllum fyr- ir, ekki hafa áhyggjur af öðru,“ sagði hún. Ozzy Osbourne, sem er 55 ára, var tekinn úr öndunarvél á mánu- dag. Hann viðbeinsbrotnaði, auk þess sem átta rifbein og hálsliður brotnuðu. Ozzy gekkst undir aðgerð því viðbeinið klemmdi æð og stöðv- aði blóðflæði út í handlegg. „Hann er vakandi og lætur öllum illum látum. Hann reytir af sér Sharon Osbourne SegiraðOzzysé vaknaður og láti öllum illum látum. Segir enn fremur að hann hafi grátið þegar hann frétti að lag hans og Kelly dóttur þeirra væri á toppi breska vinsældalistans. brandarana og hefur þegar beðið tvær hjúkkur að kvænast sér,“ sagði Sharon Osbourne. Hún sagði að eiginmaðurinn hefði vakn- að viku eftir slysið og þá fengið þær fréttir að smá- skífan Changes, þar sem hann syngur dúett með Kelly dóttur þeirra, væri á toppi breska vinsældalist- ans. „Hann hefur aldrei átt topplag og í mínum huga þýðir þetta bara hversu mikið fólk elskar hann. Hann gat ekki komið upp orði en tárin flæddu," sagði Sharon Osbourne. Ozzy Osbourne Erallur að koma til en verður ekki bú- inn að ná sér að fullu fyrr en eftir hálft ár. Er þó duglegur að rugla i hjúkrunarkonun- um á spítalanum þar sem hann liggur.. Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur. .ÉT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.