Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Rúmeninn losnar í dag Gæsluvarðhald yflr rúm- enskum karlmanni, sem grunaður er um misferli með vegabréfs- áritanir, rennur út í dag. Mað- urinn var handtekinn á Keflavíkur- flugvelli sfðastliðinn laug- ardag þegar hann var á leið úr landi. Hann var með töluvert magn falsaðra vegabréfa í fórum sínum og einnig fundust fölsuð flugá- hafnarskírteini á honum. DV hefur heimildir fyrir því að málið sé litið mjög alvarlegum augum og bein- ist rannsóknin meðal ann- ars að því að kanna við hverja hann hafði sam- skipti hér á landi. Líkur eru taldar á því að maðurinn sé svokallaður „visa shopper" en í því felst að hann safni vegabréfsáritunum ólög- lega fyrir fólk sem ekki á rétt á að komast inn á Schengen-svæðið. Byssur ófundnar Lögreglan leitar enn að pilti undir tvítugu og tveimurbyss- - um sem hann er grunaður um að hafa undir hönd- um. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík eru önnur lögregluembætti að „skimast um“ eftir piltin- um, en ekki er vitað hvar hann er á landinu. Þremur haglabyssum og þremur rifflum var stolið í innbroti í Keflavík í þarsíðustu viku, en búið er að finna ailar nema eina haglabyssu og einn riffil. Tvær af hagla- byssunum voru notaðar í vopnuðu ráni í Bónus í Kópavogi í síðustu viku. A að þrífa alla skápa fyrir jólin? Jóna Dóra Karlsdóttir forseti bæjarstjórnar Hafnarfirði Ég tek alla skápa í gegn hjá mér í nóvember. Þaö þarf hvort eð er að þrífa þá og mér finnst ágætt að gera það á þessum árstima. Sjálfer ég alin upp við það og mér finnst það góðursiður. Hann segir / Hún segir Það er erfitt fyrir mig að segja að það þurfi að gera það því ég er svo latur við það sjálfur. En þessu er sinnt afmiklum dugnaði á mínu heimili. Sjálfursýni ég skammariega linkind og ódugnað þegar að þessu verki kemur. Ég hefheyrt að það þurfi hvort eð er að gera þetta einhvern tíma og því ekki fyrir jólin eins og á öðrum tímum ? Umræða um mansal gerist æ ágengari og það er jafhvel talað um að konur séu seld- ar manna á milli á íslandi. Margar eru ásakanirnar en færri dómarnir. Lögreglan er meðvituð um vandann og hjá Útlendingastofnun er fylgst vel með þróun mála. Frétt DV í gær um meinta sölu á sambýlis- konu Sævars Sigurðssonar skipstjóra hefur vak- ið mikla athygli. Hann heldur því fram að hún hafl verið seld til Ólafsvíkur og hefur skrifað Út- lendingastofnun bréf þess efnis auk þess sem hann hefur kært þjófnað til lögreglunnar. En konan og hinn meinti kaupandi eiga að hafa stolið DVD-spil ara, eldhúsaáhöldum, GSM- síma og fleiru af heimili Sævars. Hann gengur enn með hring með áletrun konunnar inn- an í og saknar hennar mjög. Útlendingastofnun meðvituð Georg Kr. Lárus- son, forstjóri Útlend- ingastofnunar, segir að mansal komi aðeins til þeirra eftir athugun lögreglu og að þeir séu í samstarfi við lögregluna: „Auðvit- að höfum við orðið vör mansai á íslandi og vissulega eru til dæmi um að konur gangi kaup- um og sölum. Það er greinilega vaxandi til- hneiging að ísiand komi við sögu í mansals- málum," segir Georg. Hann segist ekki geta staðfest að taíienskar konur séu viðriðnar mansalsmál á sam- löndum sínum hér á landi. „Við heyrum margar svona sögur en getum ekki staðfest þær,“ segir Georg. Svartur blettur „Auðvitað er leiðinlegt að þurfa að fjaila um þennan iitla hóp sem setur svartan blett á hundruð kvenna sem eru af taí- lensku bergi brotnar en vanda- málið hverfur ekki við að sópa því undir borð,“ segir Þráinn Stefánsson símvirki en hann var Georg Kr. Lárusson Auövitod höf um við urðið vör mansal ö fslandi og vissuleqa séu til dæmi um að konur qangi koufuim oq sölum. Þráinn Stefánsson „Auðvitað er leiðiniegt að þurfa að fjalla um þennan svarta hóp sem setur blett á hundruð kvenna sem eru aftailensku bergi brotnar en vandamálið hverfur ekki við að sópa þvi undir borð." giftur taílenskri konu til fjölda ára. Þráinn seg- ist þekkja til svona mála þótt hann hafi engar haldbærar sannanir ,í höndunum. En hann bendir einnig á að um lítinn hóp sé að ræða og oft á tíðum tengist sá hópur fjárhættuspilum líkt og þeim sem voru í gangi á Landspítalanum í haust. Þá komst hnífabardagi í fréttirnar en þar hafði eldhússtarfsfólk af erlendu þjóðar- broti komið upp veðpott sem oili deilum sem enduðu í hnífabardaga. Gæti tengst spilafíkn Annar maður sem DV hafði samband við er giftur taílenskri konu. Hún er, ólíkt konu Þráins, spilafíkill. Sá maður vildi ekki koma fram undir nafni vegna bama sinna en staðfesti að á Jslandi væru reknir spilaklúbbar taflenskra kvenna þar sem spiluð er taflensk útgáfa af rommí og háar fjárhæð- ir laggðar undir. Bæði Þráinn og maðurinn sem um ræðir staðfestu að eins og í öllum fjárhættuspil- um gæti fólk farið að skulda háar upphæðir sem erfitt er að greiða til baka. Það er þá sem hlutirnir fara úr böndunum. Mansal á íslandi staopeynd Tugir milljóna króna settir í þætti um Kárahnjúka Áróðursþættir Lands- virkjunar sýndir á RÚV Sjónvarpið sýndi í gærkvöldi fyrsta þáttinn af átta alls um gerð Kárahnjúkavirkjunar. Ætlunin er með þáttunum að kynna lands- mönnum framkvæmdirnar með sérstaka áherslu á mannlífið á svæðinu. J sjónvarpsdagskrám var tekið fram að dagskrárgerð væri í hönd- um Steingríms Karlssonar og þætt- irnir framleiddir af Sagafilm. Hvergi kemur hins vegar fram að fram- leiðslan sé að tilstuðlan Landsvirkj- unar. Þorsteinn Hiimarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að í Jok þáttanna komi skýrt fram að Landsvirkjun standi að baki þáttunum og segir einfaldlega um mistök að ræða. „Það var aldrei ætl- unin að fela það en Sjónvarpið kaupir efnið af Sagafilm og verið getur að þar hafl eitthvað farið úr- skeiðis." Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, viður- kenndi að um mistök væri að ræða en þau hefðu verið leiðrétt um leið og upp komst. „Það var ekki ætlun- in að leika tveimur skjöldum varð- andi þessa þætti. Þeir eru fram- leiddir af Sagafilm fyrir Landsvirkj- un og við höfðum það til hliðsjónar þegar ákveðið var að kaupa þá. Mat okkar var það að sýning þáttanna væri þjónusta við áhorfendur okkar enda er þetta stærsta framkvæmd íslandssögunnar. “ Þáttagerðin var upphaflega boð- in út af Landsvirkjun í febrúar síð- astliðnum. Ætlunin er að framleiða og sýna tvo þætti á hverju ári með- an á framkvæmdunum stendur. Allir verða þeir sýndir í Sjónvarpinu en Bjarni vildi taka fram að enginn þáttur færi í loftið án samþykkis stjórnenda Sjónvarpsins. albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.