Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 • Það gengur á ýmsu í utanríkis- ráðuneytinu. í fyrradag undirrituðu Hjálmar W. Hannesson, fastafull- trúi íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um, og Jagdish Koonjul, fastafulltrúi Máritíus á sama stað, samkomu- lag um stofnun stjórnmálasam- bands á milli Máritíus og ís- lands. Fæstir vita hvar Máritíus er og hefur spurn- ingin um það þótt of þung til að vera í sjónvarps- þættinum Viltu vinna milljón? • Og Hjálmar W. Hannesson lét ekki þar við sitja. Eftir að hafa geng- ið frá stjórnmálasambandi við Mári- tíus fór hann til fundár við Luis Gallegos Chiriboga, fastafulltrúa Ekvador hjá Sameinuðu þjóðunum, og undirritaði samkomulag um stjórnmálasamband við heimaland hans. Ekki verður þó opnað sendi- ráð í Ekvador á næstunni heldur mun sendiráðið í Kanada sinna þeim málum. ADventudryhkja Engir timburmenn um júlin „Sjálfur hef ég ekki orðið timbraður í 15 ár,“ segir Örn Svavarsson í Heilsuhúsinu, sem sett hefur saman lista um hvernig komast megi hjá timburmönnum um jólin. Kynnir hann listann fyrir viðskipavinum sínum sem margir hverjir þurfa á honum að halda um aðventuna. Aðferð Arnar byggir á inntöku ákveðinna efna sem hann að sjálfsögðu hefur til sölu í Heilsuhúsinu sem hann rekur og hefur gert lengi: 1/ Efamol. Unnið úr fræjum jurtar sem heitir Náttljós. Líka virkt í kvöldvorrósarolíu. Ekki dugar að taka inn dag fyrir drykkju eða daginn eftir. Helst þarf að taka efamol 14 dögum fyrir kenderí og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Notist eins og lýsi. Teskeið með morgunmatnum. Engar aukaverkanir fylgja neyslu efamol nema þá þær að efnið dregur úr iiðagigt, exemi og tíðaþrautum hjá konum. 2/ Silymarin. Unnið úr mjólkurþistli. Örvar starfsemi lifrarinnar og þá sérstaklega ef hún er orðin slæm og virkar ekki sem skyldi. Sama gildir um silymarin og efamol. Kemur ekki að gagni nema eftir stöðuga inntöku í töluverðan tíma. Dagarnir fram að jólum ættu þó að duga. 3/ B-vítamínblanda, sink og magnesíum. Allt efni sem likaminn eyðir við áfengisneyslu. Ein- falt ráð til að bæta á birgðir eftir óhóflega rýrn- un. „Sé þessu aðferðum beitt í lífi fólks sem drekk- ur áfengi að jafnaði stendur það uppi eftir 10-15 ár með betri líkama en ella. Og það án þess að hafa orðið timbrað í millitíðinni," segir Örn Svav- arsson, sem sjálfur er hófdrykkjumaður en veit sem er að mörgum getur orðið hált á áfengisísn- um um jólin. Varar hann við slíku. Örn skálar í jólavíninu Hefur beitt ákveðnum aðferðum til að verða ekki timbraður og deilir þeim nú með öðrum. • Þá var Hannes Hafstein yngri valinn úr hópi þriggja manna til að gegna stöðu forstöðumanns Eftir- litsstofnunar EFTA næstu tvö árin. Þykir að þessu mikill heiður fyrir land, þjóð og Hannes sjálfan. Áður var Hannes sendiherra í Brussel í Belgíu og aðalsamningamaður ís- lands um Evrópska efnahagssvæð- ið. Þótti hann standa sig frábærlega í því umfangsmikla starfi undir handleiðslu Jóns Baldvins Hanni- balssonar, þáverandi utanríkisráð- herra. Rauðjól og blaut! Jesúmamma og Jesú- pabbi í Húsasmiðjunni Hugmyndin um Guð verður börnum oft hugleikin á jólunum. Blaðinu hefur borist bréf frá fjögurra ára stúlku sem hugsar sitt á hátíð ljóssins: Guð er uppi a' himninum. Ef maður gæti talað við himininn þá myndi himininn svara til baka. Þeg- ar Guð grætur kemur rigning og þegar hann er reiður kemur rok. Þegar hann er mjög reiður, alvcg öskureiður - þá koma eldingar! Það er til vondi guð oggóði guð og vondi guð er alltaf að drepa alla en góði guð er að hjálpa öllum. Vondi guð á heima hátt, hátt uppi áhimn- inum, langtíburtu á Grænlandi. Einu sinni voru vitringarnir á flóðhestunum að leita að Jesú og æduðu að eiga hann og hann var fasturniðri í skurði og þeir hjálpuðu Jesú og þá sagði mamma Jesú að þeirmáttu eiga heima hjá okkur. Þá hætti vitringurinn að vera vondur og varð góður. Vondir menn eltu mömmu og pabba Jesú á flóðhestum en þau komust til Betlehem og þar kom Jesú úr maganum á Jesúmömm- unni og lagðist í jötu. Svo urðu Jesúmamman og Jesúpabbinn að styttum í Húsasmiðjunni. Super Swamper SSR TrXus Country TXR Wild Country X%X Wild Cat Durango Söiuaðilar Tiiboðsdekkja Gúmmívinnustofan Skipholti 35 105 Reykjavík Sími 553 1055 Hjólbarðastöðin ehf. Bíldshöfða 8 110 Reykjavík Sími 587 3888 Hjólkó ehf. Smiðjuvegi 26 200 Kópavogi Sími 557 7200 Bilaþjónustan hf. Dynskálum 24 850 Hellu Sími 487 5353 Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 110 Reykjavík Sími 587 5588 Bæjardekk Dekkið sf. Reykjavíkurvegi 56 220 Hafnarfirði Sími 555 1538 Vélsmjðja Hornafjarðar hf. Áslaugarvegi 2 780 Höfn Sími 487 1340 Hjólbarðaþjónusta Gunna Gunn Hafnargötu 86 230 Keflavík Sími: 421 1516 Dekk og Smur Nesvegi 5 340 Stykkishólmi Sími: 438 1385 Langatanga 1A 270 Mosfellsbæ Sími 566 8188 Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Gagnheiði 25 800 Selfoss Sími 482 2151 Réttingarverkstæði Sveins Magnússonar Eyrargötu 9 740 Neskaupstað Simi: 477 1169 Höfðadekk ehf. Tangarhöfða 15 110 Reykjavík Sími 587 5810 Bílaþjónustan hf. Garðarsbraut 52 640 Húsavik Sími 464 1122 Hjólbarðaviðgerðin sf. Dalbraut 14 300 Akranes Sími 431 1777 SOLUAÐILAR TILBOÐSDEKKJA HVETJA ALLA JEPPAEIGENDUR TIL AÐ SÝNA ÁBYRGAN AKSTUR Á HÁLENDINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.