Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fókus DV Mikael Torfason var alveg bit um síðustu helgi þegar Davíðsfrumvarpið var kynnt þjóðinni. Hann minnti forsætisráðherra á eigin tilvitnanir í Passísusálmana. í dag á hann hins vegar erfitt með að skilja Steingrím J. Sigfússon, formann vinstri-grænna, sem var á fjöllum og að sinna Qölskyldunni - nokkrum dögum fyrir mánaðarlangt jólafrí þingmanna - í stað þess að vinna vinnuna sína. Svo kom hann af fjöllum. * Eftírlaunafrumvarpið hans Davíðs sýnir svo um munar að það er eitthvað meira en lítíð að foimönnum stjómar- andstöðunnar. Enginn þeirra mættí til að greiða atkvæði um frumvarpið og í gær var í DV eitt það merkilegasta við- tal sem maður hefur séð við formann stjómmálaflokks. Þar mættí Stein- grímur Jóhann Sigfússon, þingmaður og formaður vinstri-grænna, og sagð- ist naga sig í handarbökin þar sem hann sat á flokkskrifstofunni sinni, ný- kominn af fjöflum. Fyrr um daginn hafði hann ekki einu sinnihaftorkutil að dröslast nið- ur á þing (en hann var vlst kjörinn þangað í síðustu kosn- °g atkvæði með samvisku sinni sem nagar hann - í handar- bökin. Davíð og Halldór voru ekki hræddir og komu ekki affjöllum. Þeir leyfðu fjölmiðlum meira að segja að ná i sig og földu sig ekki. Já, það var verið að kjósa um frumvarp - sem hann virðist vera á móti og flestir ef ekki allir þeir sem hann hefur umboð íyrir- sem gefur honum helmings launahækkun og maðurinn mætir ekki. í viðtalinu í gær fabúlerar maðurinn um duldar viðvaranir sem hann hafi sent hin- um formönnunum um að tíma- setningin og efnisatriði frumvarps- ins væru varasöm. Hann bætir því svo við að hann hafi sleppt því að ræða þétta leynimakk sitt með hin- um formönnunum við eigin flokks- menn af því að mikill trúnaður ríkti í málinu. Tennurnarfarnar Svo ég haldi áfram að lýsa viðtalinu við Steingrím J. Sigfússon þá reynir maðurinn að slá sig til riddara með því að segjast skilja reiði fólks og baráttu verkalýðshreyflngarinnar. Hann skilur okkur en gerir ekkert í því. Mætir ekki einu sinni á þing. Þessi baráttuhundur sem aldrei hefur fúlsað við ræðu eða góðum debat. Hver dró úr honum tennurnar? Var það ekki bara þessi helmings launaliækkun? Hún ætti nú að blinda flesta óstaðfasta menn og Steingrímur er svona svoldið eins og tveir menn þessa dagana. Annar er blindur og hinn líka - svo maður vitni nú lauslega í orð Krists um faríseana sem vildu leiðbeina lýðnum en fóru sjálflr villir vega. Eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.1' (Matteus 15:14) Þeir (þ.e. Steingrímur og Jóhann) leiðast á flokksskrifstofunni og komast ekki einu sinni yfir á Alþingi til að greiða at- kvæði um eitt stærsta mál þessa þings en lofa þess í stað að láta launahækk- unina renna í styrktarmannakerfi vinstri-grænna. Takk fyrir það, Steingrímur minn. Það er eflaust gott fyrir bókhaldara flokksins en eins og þetta horflr við mér er það ekki nóg til að þú fáir að þvo hendur þínar af þessu fáránlega máli. Það þýðir ekki að tromma upp núna allt í einu með ofsalegan skilning á þessu máli öllu saman. Mér er alveg sama hvort þú skilur reiði mína og annarra sem eru pirraðir yflr þessu. Ég kæri mig í raun ekki um að þú skiljir mig. Ég hefði frekar viljað að þú hefðir komið hreint fram og staðið með sam- visku þinni. Unnið vinnuna þína í stað þess að sýna það og sanna að allur máttur sé úr þér. Faldi sig fyrir fjölmiðlum Steingrímur er nefnilega í vinnu hjá okkur og þegar við kjósendur ná- um af honum tali, í viðtali í DV, svarar hann því ti! að ástæðan fyrir því að hann hafl sagt lítið sem ekkert um þetta mál hingað til sé að hann hafl verið að koma frá Rússlandi og svo far- ið á fjöll en að nú sé hann loks kominn af fjöllum. Hann kom af fjöllum og sagði orðrétt: „Ég ætlaði ekki að láta ná ímig.“ En í næstu setningu segir hann að fráleitt sé að halda því fram að hann hafl falið sig fyrir fjölmiðlum. Nei, hann ætlaði bara ekki að láta ná í sig, þessi formaður stjómarandstöðu- flokks, þjóðkjörinn alþingismaður, en ekki faldi hann sig. 0 nei, var víst á fjöllum og að sinna fjölskyldunni. Ekki veitir af. Það er ekki ekki nóg að maðurinn sé að fara í frí núna og verði í fh'i fram til loka janúar. Nei, hann þarf á meiri fntfma að halda fyrir fjölskyldu og fjöll. Ef starfsmaður venjulegs fyrirtækis úti í bæ - hugsanlega í yfirmannsstöðu eins og Steingrfmur - segði þessa vit- leysu þegar yfirmenn hans kæmu og bæðu hann skýringa á því af hverju hann væri að skíta á sig í ákveðnu máli sem eigendunum þætti mjög stórt - ja, þá held ég að hausar myndu fjúka. Ef þetta er hugarfarið, við hverju eigum við þá að búast frá Steingrími? Að hann muni alltaf vera til í að rífa kjaft þegar hann nennir og er ekki á fjöllum eða hefur engra beinna hagsmuna að gæta en þegar kemur að buddunni hans, helmings launahækkun kannski, rjúki hann bara á fjöll? Össur mætti ekki heldur Auðvitað stóð Steingrímur ekkert miklu verr en aðrir stjórnarandstöðu- formenn. Össur Skarphéðinsson var einhvers staðar í útlöndum þegar greidd voru atkvæði um eftirlauna- frumvarp Davíðs og Guðjón A. Krist- jánsson var í fríi. En Davíð og Halldór mættu báðir. Sýndu þó þann dug að horfa framan í þjóðina þegar þeir sam- þykktu frumvarpið. Vom ekki hræddir og komu ekki af fjöllum. Þeir leyfðu fjölmiðlum meira að segja að ná í sig og földu sig ekki. Kannski ekki vamm- lausir í sinni afstöðu en við vitum þó hvar við höfum þá. Steingrímur J. Sigfússon á líka að vera fulltrúi þeirra sem minnst mega st'n. Nægar em yfirlýsingamar frá hon- um og flokksfólki hans um fyrir hvað þau standa. Og maður getur því rétt ímyndað sér að Ögmundi Jónassyni, flokksbróður Steingríms, lfði eins og formaðurinn hafi stungið hann í bakið. Það hlýtur allavega að vera einkenni- legt fyrir skörulegan formann verka- lýðshreyfingar að sitja í flokki með for- manni sem rýkur á fjöll þegar jafn stórt mál og eftirlaunafrumvarp Davíðs er tekið fyrir. Og sami maður ætlast svo til þess að allt sé í góðu eftir á af því að hann nagar sig í handarbökin. Hvaða vitleysa er þetta? Nagar sig í handar- bökin! Skárra væri það nú. Maður sem rýkur á fjöll rétt áður en hann fer í mánaðaríangt frí og skorast þannig undan því að að mæta í vinnuna sína á þingi. Nema hann hafí ekki ratað á þing þegar hann kom af fjöllum. Því hann kom af fjöllum. Já, það er meira en að segja það að láta blindan leiða blindan. Mikael Torfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.