Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 16
7 6 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hjúkrunarfræöingurinn Charles Cullen gerðist að eigin sögn raðmorðingi til að losa sjúklinga undan þjáningu. Hann játar á sig tugi manndrápa en er ákærður fyrir morð og manndrápstilraun. Hann gengur laus gegn milljón dollara tryggingu. Lögreglan komstífeitt íbúi í Adelaide í Ástralíu var heldur seinheppinn þegar hann hringdi í lög- reglu og sagði fjóra menn hafa brotist inn í íbúð sína og stolið kannabisplöntum. Lögregla kom þegar í stað á vettvang og hafði hendur í hári þjófanna. Maðurinn varð harla glaður yfir snerpu lögreglunnar en sú gleði varði stutt því hann var sjálfur handtekinn - fyrir ræktun ólöglegra plantna. „Maðurinn lá í hnipri undir rúmi þegar við komum á staðinn," sagði talmaður lögreglunnar. „Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Kannski hefur hann reykt of mikið af eigin framleiðslu." Stoltardætur Saddams Dætur Saddams Husseins vilja að faðir sinn verði leiddur fyrir alþjóð- legan dómstól. „Fram- kvæmdastjórnin í Irak á ekki að annast réttarhöldin. Við viljum sanngjörn rétt- arhöld," sagði Raghad, dóttir Saddams, tregafullri röddu í gær. Hún sagði fjöl- skylduna myndu ráða lög- fræðing til að annast vörn- ina. Raghad sagðist jafn- framt fullviss að faðir sinn hefði verið dópaður þegar hann var handtekinn. „Ljón hættir ekki að vera ljón þótt það sé handsamað. Þeir hefðu aldrei getað tekið hann ef hann hefði ekki verið undir áhrifum lyfja. Við erum stoltar af föður okkar," sagði Raghad og vísaði til systur sinnar, Rönu. Saddam Hussein lét drepa eiginmenn þeirra systra árið 1996 fyrir að veita Vesturlöndum upp- lýsingar um vopnaeign sína. Systurnar eru búsettar í Jórdaníu. Hjúkrunarfræðingurinn Charles Cullen hefur verið ákærður fyrir að myrða sjúkling og gera til- raun til að myrða annan þegar hann starfaði á Somerset-sjúkrahúsinu í New Jersey í Bandaríkj- unum. Talið er að Cullen hafi myrt sjúklinginn með því að gefa honum röng lyf. Réttarhöld í málinu hófust f gær og komu yfir- lýsingar hjúkrunarfræðingsins í réttarsal mörgum í opna skjöldu. Þegar dómari spurði Cullen hvort hann væri sekur um að hafa myrt sjúklinginn sagðist Cullen vissulega bera ábyrgð á dauða hans. Hann sagði það ekld alla söguna því hann hefði komið að minnsta kosti fjörutíu sjúklingum fyrir kattarnef. Tilgangur manndrápanna var að sögn Cullens að losa fólk undan verkjum og þjáningu. „Ég vil ekki verjanda og vil ekki verjast ákærunni. Ég er sekur," sagði Cullen fyrir dómn- um í gær. Cullen, sem gengur laus gegn milljón dala tryggingu, gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér. Þekkt fyrirbæri Manndrápin fjörutíu höfðu raunar komið upp f yfirheyrslum lögreglu yfir Cullen síðustu daga og vikur. Hleypt hefur verið af stokkunum umfangsmikilli rannsókn á öllum sjúkrastofnun- um þar sem Cullen starfaði síðan hann lauk námi fyrir 16 árum. Rannsóknin teygir anga sína til níu sjúkrahúsa í New Jersey og Pennsylvaníu. Rannsaka þarf sjúkraskýrslur nokkur hundruð sjúklinga sem hafa látist á þeim deildum þar sem Cullen starfaði. Saksóknari sagði í gær að engin leið væri að meta hvort játning Cullens væri sönn eða hvort hann færi rétt með tölu látinna. Málið væri skelfilegt. Raðmorðingjar í heilbrigðisstétt eru langt í frá óþekkt fyrirbæri. Nýjasta málið af þessum toga var mál Donalds Harvey, aðstoðar- hjúkrunarmanns, sem viðurkenndi að hafa myrt 37 sjúklinga með því að gefa þeim arsenik á „Ég vil ekki verjanda og vil ekki verjast ákærunni. Ég er sekur/'sagði Cullen fyrir dómnum í gær. Cullen, sem gengur laus gegn milljón dala tryggingu, gæti átt dauðarefs- ingu yfir höfði sér. ............. I sjúkrahúsum í Ohio og Kentucky. Þrátt fyrir játningu Cullens verður aðeins réttað vegna tveggja ákæru atriða nú. Cullen er annars veg- ar gefið að sök að hafa gefið kaþólskum presti á sjö tugsaldri ofurskammt af hjartalyfjum með þeim afleiðingum að hann lést. Hinn ákæruliðurinn varðar fertuga konu sem lá á Somerset- sjúkrahúsinu vegna hjartveiki og krabba- meins. Cullen er talinn hafa gefið henni of stóran skammt lyfja en læknar áttuðu sig á málinu í tæka tíð og björguðu lífi hennar. Góður granni Cullen var handtekinn á veit- | ingahúsi í New Jers- ey sfðastliðinn föstu- dag. Cullen viður- kenndi strax við yfir- heyrslur að vera valdur að dauða prestsins. Hann sagðist hafa reynt að drepa konuna en það hefði mistekist. Síðar í yf- irheyrslunni greindi Cul- len svo lögreglu frá því að dauði prestsins væri langt frá einsdæmi; hann hefði gert það sama að minnsta kosti fjörutíu sinnum. Nágrannar Cullens urðu mjög hissa þeg- ar þeir heyrðu af málinu. Þeir segja Cullen vera dagfarsprúðan nágranna sem tali við fáa. Einn nágranninn sagðist hafa talað við Cullen nýverið og ekki orðið var við að neitt bjátaði á. „Við mokuðum saman snjó. Hann var vingjarn- legur og virtist mest fyrir að vera út af fyrir sig.“ Charles Cullen Kveðst sekur og vill ekki láta verja sig. Hvernig eiga stjörnu- merkin samau? Hvernig er best að hðndla skapsmuni sporðdrekans? Eða klofinn persónuleika tvíburans? Eða ráðríki Ijónsins? Spáðu í mig byggir á fornri speki ásamt djúpu innsæi og er ómissandi veganesti í ferðalagi okkar um hjarta þeirra sem viðelskum. °Z sporðflfeiti saman? Skemmtilegar og uppbyggjandi pælingar sem auka víðsýni og skerpa ástriðurnar... Spáðuí imig salkaforlag.fs Enn ein smygltilraunin innvortis Fundu 250 grömm af kókaíni Tveimur mönnum var í gær sleppt úr haldi lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli eftir að um 150 grömm af kókaíni fundust innvortis í öðrum þeirra. Mennirnir, íslending- ur og Pólverji, voru handteknir á sunnudagskvöld við komuna frá Kaupmannahöfn. Eftir því sem DV kemst næst fundust fíkniefnin á ís- lendingnum. Tæplega tvítugur maður situr í gæsluvarðhaldi en hann var einnig handtekinn í Leifsstöð á sunnudags- kvöld. Um 100 grömm af kókaíni fundust á honum. Maðurinn faldi efnin innvortis. Hann hefur verið ósamvinnufús og neitað að fara í röntgenmyndatöku. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á hádegi í dag. Grammið af kókaíni kostar um 11 þúsund krónur og því gætu verð- mæti efnsins numið um fimm millj- ónum væri það selt á götunni. Það fer eftir hreinleika kókaínsins en gera má ráð fyrir að hægt sé að drýgja efnið um helming. Fyrir utan þremenningana sem að ofan er getið voru tveir aðrir teknir í flugstöðinni á sunnudag. Þar vom á ferð tveir ungir menn sem höfðu komið um 200 grömmum af hassi íyr- ir í endaþarmi. Það mál telst upplýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.