Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hildur Fríða Þórhallsdóttir bjó á götunni meira eða minna í tuttugu ár af þeim 35 sem hún hefur lifað. Óregla stýrði öllu hennar lífi og af þeim sökum hafa þrjú börn verið tekin af henni. Hildur Fríða er nú edrú og á hraðri leið inn í samfélag manna og lítur framtiðina björtum augum. Hildur Fríöa telur að ethefmili fyrir konur í neyslu væri tll hefði það gert hetini auðvéldara fyrir að ná sér út ur vímuefnaneyslu. f augum hennar er glampi; von- arglampi sem stimir á og þaö má sjá hve vel henni líður. En ef betur er að gáð má sjá að þessi sömu augu hafa orðið vitni að ýmsu sem við hin eig- um erfitt með að ímynda okkur að nokkur manneskja geti gengið í gegnum. Hildur Fríða Þórhallsdóttir hefur verið á götunni meira eða minna í rúm tuttugu ár. Hún er á hraðri leið á ný inn í samfélag manna og er þakklát fyrir að vera á lífi. „Ég var þrettán ára þegar ég var send heim til íslands frá Svíþjóð þar sem ég bjó með mömmu. Þegar hún óvænt fyr- irfór sér tók pabbi við mér hér heima. Það var erfitt og ég var fjarri því undirbúin fyrir þá breytingu sem við tók,“ segir hún og rifjar upp í huganum fyrstu mánuðina eftir lát móðurinnar. „Ég sé það núna að ég hefði þurft á sértækri hjálp að haida. Pabbi var virkur alkóhólisti og hafði ekki þá sinnu né getu til að taka við mér né þeim vanda sem ég var í,“ segir hún hugsi og bætir við að heima hafi rónar bæjarins setið að drykkju með föður hennar og hún flosnað fljótlega upp úr skóla. „Eftir það var ég send á unglinga- „Mér þótti samt betra að ráfa um göturnar þar til dagur birti á ný eða hreinlega brjóta rúðu á einhverri versl- uninni og bíða eftir að löggan kæmi og tæki mig í geymsluna." heimili sem hafði ekki önnur áhrif en að þar kynntist ég krökkum sem voru hörð í dópneyslu. Með þeim byrjaði ég og það varð ekki við neitt ráðið. Ég kynntist strák sem ég eign- aðist fyrsta barnið mitt með þegar ég var sextán ára og við fluttum út á land. Þar leið mér nokkuð vel og neyslan í lágmarki. Það flosnaði upp úr því og ég var ein með barnið en tókst ekki að halda mér frá vímuefn- um. Hann var því aðeins ársgamall þegar hann var tekinn frá mér og settur í fóstur,“ segir Hildur og bætir við að hann búi í Danmörku og hafi það mjög gott. „Ég er þakklát fyrir hve góða fósturforeldra bæði hann og þau sem á eftir komu fengu." Ráfaði um göturnar á næturnar Eftir að barnið var tekið flosnaði fljótlega upp úr sambandinu. Hildur átti ekki í nein hús að venda enda ekki í standi til að leita til fjölskyld- unnar. „Þá tók ekki annað við en gatan. Flesta daga sat ég á Keisaran- um eða þvældist unt á milli staða þar sem gleðskapur var í gangi. Það voru náttúrlega ekkert annað en dópbæli. Oft kom fyrir þegar Keisar- inn lokaði að ekki var í neitt hús að venda. Þá var ekki annað en að ráfa um göturnar, leggja sig inni í bíl eða jafnvel ruslakompum," segir Hildur Fríða og augun verða myrk þegar hún rifjar upp þessi ár. „Mér þótti samt betra að ráfa um göturnar þar til dagur birti á ný eða hreinlega brjóta rúðu á einhverri versluninni og bíða eftir að löggan kæmi og tæki mig í geymsluna. Ég gat einhverra hluta vegna ekki farið og beðið um gistingu þar,“ segir hún og útskýrir að ekki hafi annar kostur gefist. „Farsótt í Þingholtsstræti reyndi ég einu sinni en gerði það aldrei aft- ur. Mér var vísað frá og sagt að ekki væri pláss,“ segir Hildur og bendir á að fyrir konu felist ákveðin skömm í því að leita þangað. „Þannig er það líka með Hjálpræðisherinn. Mér og þeim sem ég var með þótti erfitt að fara þangað og biðja um húsaskjól. Frekar héngum við úti.“ Hildur Fríða tekur fram að á sumrin hafi ekki verið mjög erfitt að koma sér eitthvað inn til félaga eða vera bara úti alla nóttina. „Veturnir voru erfiðari. Þá beit kuldinn og mikið fjári var manni oft kalt. A morgnana beið ég eftir að verslanir opnuðu til að geta stolið mér ein- hverju að borða. Oftar en ekki fór það sem ég stal í skiptum fyrir dóp eða vín. Föt náði ég mér í fyrir utan Rauða Krossinn í pokum sem stund- um voru þar fyrir utan frá fólki sem hafði skilið þá eftir. “ Missti frá sér þrjú börn Inn á milli fór Hildur Fríða í með- ferð; oftast þegar hún var ólétt. „Ég reyndi alltaf að vera edrú þegar ég gekk með börnin en það gekk mis- jafnlega. Sjaldnast gekk það nema smátíma. Ég var út og inn í meðferð en náði aldrei að vera edrú nema þegar ég flutti út á land með sambýl- ismanni sem ég kynntist eftir að ég átti fyrsta barnið. Mér leið oftast vel þar. Hann reyndi að vinna og það komu tímar sent við vorum í mjög lítilli neyslu og hegðuðum okkur eins og venjulegt fjölskyldufólk. Eftir að ég eignaðist annað barnið reyndi ég að halda í það. Sagði skilið við barnsföðurinn og fékk inni á mæðraheimili." Hildur reyndi virkilega að vera edrú en féll reglulega inn á milli. „Sjálfsvirðingin var svolítil; mér fannst ég vera algjör lúser og ég gæti þetta ekki. Nú veit ég að það er sjálfsvirðingin sem skiptir öllu máli." Hún segist hafa reynt að taka sig á en staðið hafi til að taka barnið strax við fæðingu. Hún fékk tækifæri og fylgst var með henni og að því kom að hún missti þann dreng líka. „Það var hræðilega erfitt; ég gafst alveg upp og átti mjög erfitt með að sætta mig við að missa hann. Ég var svo lengi búin að berjast við að halda honum. Það er huggun að hann er líka í fóstri hjá góðu fólki og ég veit að honum h'ður vel.“ Var orðin óskaplega þreytt á lífinu Þegar Hildur Fríða hugsar til baka og veltir íyrir sér hvers vegna henni hafi þótt svona erfitt að vera edrú þrátt fyrir löngunina að halda drengnum, segir hún ekki vafa á að sjálfsvirðingin hafi skipt sköpum. „Sjálfsvirðingin var svo lítil; mér fannst ég vera algjör lúser og ég gæti þetta ekki. Nú veit ég að það er sjálfs- virðingin sem skiptir öllu máli,“ segir hún og ljómar. Hún gerir sér ljóst að þessi rúmu tuttugu ár hafa verið erfið og hefðu ekki þurft að vera svona mörg. „Ég var orðin nieira en þreytt en þegar maður er í miklu rugli er svo erfitt að stoppa. Þetta er ein hringrás sem ekki er hægt að rjúfa nema eitt- hvað komi til." Hún tekur undir að ef til hefði verið heimili sem hægt hefði verið að koma á og láta renna af sér og fá að bíða eftir meðferð hefði það gert henni léttara að losa sig. „Mér hefur fundist vanta þannig heimili fyrir konur sem er undanfari fyrir meðferð. Ég veit að það hefði hjálpað í það minnsta mér og ég hefði að öll- um Kkindum ekki verið öll þessi ár í neyslu á götunni." Bjart fram undan Hildur er nú á Dyngjunni. Hún hefur verið þar í fjóra mánuði og hefur aldrei liðið betur. Hún hefur misst frá sér þrjú börn sem hún sér mjög eftir þrátt fyrir að hún viti að þeim líði vel. Þessa dagana er hún að byggja sig upp til að geta tekið við tvíburum sem eru tveggja ára og hún hefur fullt forræði yfir. „Þeir eru í pössun og ég tek þá um helgar. í janúar koma þeir alfarið til mín og ég hlakka óskaplega til. Áður fannst mér ég alltaf þurfa eitthvað öryggi frá karlmanni en nú sé ég fram á tíma með þeim einum og finn ekki fyrir þeirri tilfinningu að karlmaður þurfi að vera í spilinu. Ég er ekki hrædd og óörugg lengur. Þvert á móti verður gaman að geta verið með þeim og alið þá upp og notið þess,“ segir hún og hugsar með hryllingi til áranna á götunni þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi vakna að morgni. Hún stundar AA-samtökin og fer á fundi með konum sem hafa lent í því sarna og hún. Frá þeim fær hún styrk til að takast á við lífið. „Nú veit ég að besta víman er að vera edrú,“ segir Hildur og ljómar í framan þeg- ar hún hugsar til þeirrar framtíðar sem hún sjálf ætlar að byggja sér og börnum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.