Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 15
D>V Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 75 og óskastaða Össurar væri því sú að einmitt á þeim tíma myndi stjórnin springa og hin nýja stjórn SjálfstæðisÐokksins og Samfylkingarinnar yrði mynduð með hraði áður en Ingibjörg Sólrún hefði ráðrúm til að láta verulega að sér kveða. Hanna mætti atburðarás þar sem verulegur nún- ingur skapaðist milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og snúast myndi um einhver mál þar sem Framsóknarflokkurinn stæði höllum fæti gagnvart alþýðu manna - allra helst í ein- hverjum þeim velferðarmálum sem flokkurinn hélt svo mjög á lofti í kosningabaráttunni en hef- ur gengið nokkuð illa að uppíylla. Ef stjórnin springi á einhverjum slíkum málum og Sjálf- stæðisflokkurinn virtist tilbúnari en Framsókn tii að styðja sjónarmið alþýðu, væri íyllilega réttlæt- anlegt fyrir Samfylkinguna að ganga umsvifalítið til liðs við Davíð og Sjálfstæðisflokkinn - hvað sem á undan vaeri gengið. Hvort hér er eingöngu um að ræða óskhyggju Össurar Skarphéðinssonar eða hvort þetta „leik- rit“ hefur öðlast vinsældir innan Sjálfstæðis- flokksins er erfitt að segja. Blaðið hefttr það þó eftir áreiðanlegum heimildum að einhverjir sjálf- stæðismenn og samfylkingarmenn hafi rætt þennan möguleika óformlega og sjálfstæðis- menn ekki látið ólíklega. Auk þess sem sjálfstæð- ismenn gætu losað sig við Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson á stóli forsætisráðherra, myndi atburðarás af þessu tagi fresta því sárs- aukafulla uppgjöri sem flokkurinn stendur frammi fyrir þegar Davíð lætur af embætti. Uppgjöri frestað Enda þótt Davíð hafi sem fyrr segir aldrei lát- ið annað uppi en að hann hygðist haida áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins þótt hann væri ekki lengur forsætisráðherra, hefur þó legið í loftinu að kortast tækju dagar hans í því emb- ætti líka. Og sjálfstæðismönnum sumum hefur lítt litist á þá bliku að þá tæki Geir H. Flaarde við formannsstólnum, því þótt hann sé mikils met- inn í flokknum telja ýmsir hann varla þann bóg sem flokkurinn þurfi á að halda. Og tilhugsunin um förmannsslag milli Geirs og ef til vill Björns Bjarnasonar hefur beinlínis valdið ýmsum and- vökunóttum. Ef Davíð yrði á hinn bóginn forsæt- isráðherra í stjórn með Samfylkingunni myndi hann einfaldlega halda áfram sem formaður, að minnsta kosti til næstu kosninga, þegar búið væri að „ala upp“ nýtt formannsefnivafalítið Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Af þessum ástæðum hafa ýmsir sjálfstæðis- menn verið veikir fyrir hugmyndum samfylking- armanna um stjórnarslit og nýja ríkisstjórn. En nú hefur lífeyrisfrumvarpið, að minnsta kosti í bili, kollvarpað vangaveltum af þessu tagi. Þar sem Davíð tók það upp hjá sjálfum sér í Kastljósinu að setja deilurnar um lífeyrisfrum- varpið í samhengi við hugleiðingar um ríkis- stjórnarmynstur er ljóst að ofangreindir mögu- leikar hafa verið honum ljósir í huga. En virðast nú úr sögunni að sinni - þar sem Davíð er bersýnilega sárgramur Samfylking unni fyrir að hafa ekki staðið með sér í lífeyrismálinu. Ætlaði hann þá að hætta? Reyndar má leiða að því rök að lífeyrismálið eins og það leggur sig sé til marks um að þótt Davíð hafi auðvitað heyrt, og kannski lagt eyrun rækilega við hugleið- ingum um hina möguiegu nýju ríkis- stjóm með Samfylkingu, hafi hann þrátt fyrir aílt verið búinn að ákveða að standa, hvað sem tautar og raular, við sam- komulagið við Hall- dór og draga sig síðan fljótlega í hlé eftir að hann lætur af forsætis- ráðherraembætti. Því þótt Davíð þvertaki fyrir það er þó öllum ljóst að lífeyrisfrumvarpið var klæðskerasniðið fyrir hann sjálfan — svo hann gæti hætt með heiðri, sóma, góðum eftirlaunum og óskertum rithöf- undalaunum. í Kast- ljósviðtalinu sagði hann meira að segja að bann hefði ekki ákveðið hvort hann hygðist sitja áfram í ríkisstjóm eftir að Hall- dór verður forsætisráð- herra en þannig hefur Davíð lítt talað áður - yf- irleitt hefur hann ekki viðurkennt annað en að hann sé ákveðinn í að verða annaðhvort fjár- málaráðherra eða utanríkis ráðherra. Þannig er margt í mörgu, eins og Stuðmenn segja. Hversu raunhæfir mögu- leikar vom á þeim vendingum sem hér að ofan var lýst er auðvitað ekki allsendis ljóst en hitt staðreynd að gremja Davíðs í garð Össurar og Samfylkingarinnar hefur gert þá möguleika að engu. Að minnsta kosti „í augnablikinu". Að minnsta kosti fram yfir áramót. illugi@dv.is Sumir sjálfstæðismenn kunnu Davíð litlar þakkir fyrír, ekki síst efhann ætlaði sjálfur að láta af ráðherraembætti og jafnvel öll- um afskiptum af stjórnmálum íseptember 2004 en skilja þá eftir eins og höfuðlausan her íríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. armenn sem rætt hefúr verið við blása á þessa kenningu Össurar og þeirra samfylkingar- manna. Þeir halda því fram að hún sé á tóm- um sandi reist og þótt vissulega hafi ögn á móti blásið í stjórnarsamstarfinu sé það enn traust og heilsteypt og engar líkur á stjórnar- slitum út af einhverjum tittlingaskít. Kenning- in sé fyrst og fremst til marks um óskhyggju Össurar og eigi sér reyndar að verulegu leyti rætur í innanflokkserjum í Samfylkingunni. Spenna milli Össurar og Ingibjargar Eins og allir vita er vaxandi spenna milli Össurar og svilkonu hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem ýmsir flokksmenn vilja heldur sjá á formannsstólnum en Össur. Ingibjörg Sól- rún hefur hins vegar þann djöful að draga að sitja ekki á þingi og á sér reyndar fremur fáa stuðn- ingsmenn innan þingflokks Samfylkingarinnar þar sem Össur ræður ríkjum. En Ingibjörg Sólrún hefur boðað framboð sitt til formanns eftir tæp tvö ár, hvort sem Össur vill halda áfram eður ei. Ákafi Össurar við að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum er þvf sagður vera sprottinn ekki aðeins af sjálfsögðum memaði stjómmála- leiðtoga til að komast til valda, heldur einnig af því að hann telji sig geta með þvf styrkt mjög stöðu sína gegn svilkonu sinni. Eins og kunnugt er var Ingibjörg Sólrún for- sætisráðherraefni Samfylkingarinnar fyrir kosn- ingarnar í vor og ef Samfylkingunni stæði nú til dæmis til boða að leiða nýja ríkisstjórn, myndu stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar gera mjög ákveðna kröfú um að hún settist þá í gamla Múr- inn við Lækjartorg. Með tilliti til þeirrar stöðu sem hún gegndi í kosningabaráttunni væri stuðningsmönnum Össurar lítt kleift að standa gegn þeirri kröfu. Ef flokkurinn færi hins vegar í stjórn undir forystu Davíðs og Samfylkingin fengi aðeins fáein „óbreytt" ráðherraembætti í sinn hlut, er vafasamt að Ingibjörg Sólrún fengi stuðn- ing í þingflokknum til að taka eitt þeirra - þar eð hún situr ekki á þingi og nóg er af vonbiðlum um ráðherrastóla í þingflokknum. Össur væri hins vegar fúllsæmdur af utanrík- isráðherraembættinu í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar og gæti notað tímann til að styrkja stöðu sína innan flokksins fyrir hina komandi hólm- göngu við svilkonu sína. Ljóst yrði að vísu að það myndi kosta Össur ýmislegt að setjast sem utan- ríkisráðherra í stjórn Davíðs, svo gerólíkar skoð- anir sem þeir hafa á Evrópumálum, en þar sem þau mál verða varla mjög á dagskrá næstu miss- erin gæti slíkt eigi að síður gengið upp. „Leikrit" eða óskhyggja Ekki er það - samkvæmt kenning unni - talið bæta stöðu Ingibjargar Sólrúnar að hún hefur boðað að hún verði erlendis við nám fyrstu mánuði næsta árs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.