Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir * MIÐVIKUDAGUR 77. DESEMBER2003 3 Dekraðu við þig Spurning dagsins Er heilbrigðiskerfið á íslandi of dýrt? Jólasveinarnir eru að koma. Þeir koma ofan úr fjöllum þar sem mamma þeirra stendur snarbrjáluð og hrærir í stórum grautarpotti full- um af óþekkum börnum. Það er sárasjaldan minnst á föður þeirra enda er hann víst alger hengilmæna og hefur fátt gert til þess að hljóta þann virðingarsess sem frægir menn hafa. Það er aldrei viðtal við hann í sjónvarpinu og hann skartar aldrei á forsíðu Séð og Heyrt. En það eru margir aðrir leppalúðar sem þar brosa breitt og hjálpa til við að selja þetta merka tímarit sem kennt hefur þjóðinni að það skiptir ekki máli hvað menn gera, geta, kunna eða segja; frægðin ein og sér er aðalat- riðið. Það er oft í þróunarsögu fjöl- miðlanna talað um Stokkhólms- syndrómið. Það er bankaránið með gfslatökunni á Norrmalmstorgi haustið 1973 þar sem stúlkurnar sem teknar voru til fanga urðu ást- fangnar af gíslatökumönnunum. Samband sem snerist upp í and- hverfu sína. Svipað er þessu háttað í slúðurfréttapressunni. Það er, sá sem framið hefur glæp eða gert sig að fffli á einhvern hátt verður frægastur og bestur og það er jú frægðin per se sem skiptir aðalmáli. Hugsjónir hvað? Við lifum á erfiðum tímum, það er kannski ekki svo mikið atvinnu- þref en það er vandi að velja veginn þegar hugsjónir eru nánast af- greiddar sem hugsýki. Enda, ég meina það sko, hver græðir á því að vera með einhverjar hugsjónir? Það er svo skrítið með þessa jóla- hátíð, sem oftast hefur verið nýtt til þess að minna á okkar minnstu bræður og hvetja fólk til þess að vera gjafmilt við annað fólk, að núna er þessu þannig farið að menn eru hvattir til þess að vera góðir við sjálfa sig. Dekraðu við þig. Láttu dekra við þig. Jólahlaðborð, aðeins 4300 krón- ur á manninn, láttu það eftir þér. Elísabet Brekkan skrifar um jólasveina. Sem sagt, gerðu sjálfan þig að þínu eigin dekurbarni. Ætleiddu sjálfan þig, þannig að þú erfir örugglega þína eigin peninga að lokum. Það er kannski þess vegna sem hann heldur sig svona til hlés hann Leppalúði; hann kann hreinlega ekki að dekra við sjálfan sig. En íslenskir stjórnmálamenn eru miklar dekurrófur. Þeir kunna að dekra við sjálfa sig. Það er einmitt þess vegna sem allir minni máttar treysta þeim svo vel. Hrekkir og prettir í þessu fi'na dekri okkar væri nú líklega best að sleppa því algerlega að tala um einhvern boð- skap, eins og til dæmis fæðingu frelsar'ans og þýð- ingu þeirra at- burða sem tengd- ust honum. Hrekkir og prett- ir jólasvein anna eiga rniklu betur við. Það er ekki einn þeirra sem dekrar ekki við sjálfan sig. Að vísu er kannski ekki hægt að flokka það undir dekur að skella hurðum, en Hurðaskellir fær útrás á kostnað annarra þannig að hann stenst alveg prófið. Ég er viss um að ef þeir kæmust í almennan dekur- banka þá væru þeir vitlausir í að fá góða starfslokasamninga. Hugsið ykkur gleðina. 700 milljónir skyr- tunna sem yltu niður fjallshlíð og beint upp í Skyrgám. Sá myndi nú ekki vera í neinum vandræðum með að dekra við sig. Stekkjastaur er náttúrlega á jaðrinum með að vera öryrki með sína staurfætur, sá myndi nú dekra við sig á öryrkjabót- unum, maður minn! Kjötkrókur gæti nú aldeilis dekrað við sig á niðurgreiðslunni og Kertasníkir ætti ábyggUega ekki í vandræðum með að láta dekra við sig. Hann myndi bara vaxbera á sér lappirnar sér til dekurs og ánægju. Ég er ansi lirædd um að þetta séu ekki gamlir eða úreltir jóla- sveinar sem nú eru að birtast ung- viðinu heldur bara nútfmamenn með sjálfa sig í fararbroddi. Góðar fyrir- myndir sem sóma sér vel á markaðs- torgi sjálfs- dekursins. Mætti standa betur aðrekstri „Auðvitað erþetta ansi dýrt, en bet- ur mætti standa að rekstrinum. Það vilja allirað vel sé staðið að þessum rekstri, slíkt er krafa bæði starfsfólks og sjúklinga." Stefán Steinar Tryggvason, fv. lögregluvarðstjóri „Nei, ekki að mínu mati.En . þeim fjármun- um sem eru til ráðstöfunar er ekkiskipt þannig að sem flestir fái bestu mögulegu þjónustu þar sem þeir þurfa á henni að halda." Elsa B. Friðfinnsdóttir, form. Félags ísl. hjúkrunarfræðinga „Það þarfað hagræða og ná betri ár- angri fyrirþá fjármuni sem við höfum til skiptanna. Svo sem með þvi að ríkið kaupi í ríkari mæli þjónustu einkaaðila úti I bæ.“ Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisfiokks „Ég tel það ekkiofdýrt miðað við þá þjónustu sem við fáum. Við þurfum að laga fjárveit- ingar að þjón- ustustigi, en jafnframt vinna að hagræðingu og betri nýtingu fjármuna." Sigurður Bessason, formaður Eflingar, stéttarfélags „Þetta kerfi er alls ekki of dýrt, það þjón- arvel sínum og hefur af- bragðsgóða lækna í sinni þjónustu. Vandamálið er að ofnaumt er skammt- að I fjárveitingum til þessarar starf- semi." Grétar Ársælsson bifvélavirki Gylfi er haltur Tómas Guðmundsson skrífai: Af hverju eru forystumenn launþega svona feimnir að segja okkur hver laun sín séu og hvaða lífeyrisréttindi Lesendur þeir hafi tryggt sér. Hvers vegna kjósa þeir að segja ekkert - og þar með ljúga með þögninni. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, var í Kastljósi spurður þessarar spurningar en vildi engu svara. Þar með gerði hann sjálfan sig tortryggi- legan - því laun verkalýðsfor- kólfanna eiga að liggja fyrir. Svart á hvítu. Nú eru kjara- viðræður að hefj- ast, þar sem Gylfi verður væntan- lega í fylkingar- brjósti. Og í bar- áttuna heldur hann sem vafa- Gylfi Tortryggilegur samur maður og haltur á báðum fótum, fyrir að hafa ekki svarað þeirri þýðingarmiklu einu spurn- ingu sem hér að framan greinir. Engin búhyggindi Anna Jónsdóttir hríngdi: Stór- tækar sparnaðartillögur Landspítala - háskólasjúkrahúss eru vont mál fyrir alla aðila. Fjárveitingarvaldið sjálft er komið í bobba. Niðurskurð- ur á sjúkrahúsinu þýðir að þjóðin, sem er góðu vön hvað heilbrigðis- þjónustu varðar, mun leita eftir læknisaðstoð annars staðar, svo sem á einkastofum úti í bæ. Reikningum þeirra verður umsvifalaust vísað til Tryggingastofnunar, rétt eins og lækna er siður. Það er því næsta víst að niðurskurður á einum stað þýðir útgjaldaaukningu á hinum næsta. Sparnaðurinn virðist því vera í flestu tilliti algjörlega vanhugsaður - og ekki bera vott um nein sérstök búhyggindi þeirra sem með opin- bera fjármuni fara. Landspítalinn Þjóðin ergóðu vön. Kjánagreyin tvö Krístján Ólafsson skrífar. Síðustu misserin hafa tveir ungir menn á sjónvarpsstöðinni Popp-Tíví náð miklum vinsældum - og um margt orðið fyrirmyndir og átrúnaðargoð ungra Islendinga. Þeir Sveppi og Auddi hafa náð miklum vinsældum; sakir fíflagangs og angurgapaháttar. Illu heilli eru fjölmiðlar á íslandi fyrst og síðast reknir áfram af taum- lausri gróðafíkn. Minna fer fyrir menningarlegri viðleitni - og þeirri meðvituðu skyldu sem stjórnendur fjölmiðla eiga hafa; að sinna uppeld- islegu hlutverki gagnvart þjóð sinni. Popp-Tíví er rekið af öðrum hvötum og annarlegri. Þar er aulahúmor lát- inn vera í aðalhlutverki. Þar sem fremstir fara tveir áðurnefndir piltar sem ég kýs að kalla kjánagrey tvö. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikill niðurskurður stendur nú fyrir dyrum á Landspítala - háskólasjúkrahusi. '-iLi 7 ' ' ' •• Úl efftir Dag Kðra ER KOMIN ÚT Á DVD 0G SÖLUMYNDBANDI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.