Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Síðast en ekki síst UV Rétta myndin Lýst er eftir þessum bandaríska tindáta sem hvarf sporlaust af vakt sinni fyrir framan Ameríska jóla- markaðinn í Ármúla 5 á dögunum. Hefur ekkert spurst til hans síðan. Hann var á tilboðsverði og kostaði 15 þúsund krónur. Fundarlaunum heitið. Hjálpar íslendingum að flytja til Danmerkur „Ég hafði komist að því að það var gífurleg þörf meðal íslendinga sem ílytja til Danmerkur á ýmiss [rpjgl konar aðstoð, t.d. í sam- bandi við húsnæðismál, umsóknir í skóla og atvinnu, og allt í sambandi við danska kerfið. fs- lendingafélagið íÁrósum fær marg- ar fyrirspurnir frá fólki í vandræð- um og þar sem þeir vissu að ég þekki allt hér eins og lófann á mér báðu þeir um að fá að vísa fólki á mig. Það sem byrjaði sem vinar- greiði við kunningja vinafólks er á einu ári orðið fullt starf hjá mér,“ segir Sigrún Þormar í bréfi sem hún sendi blaðinu til kynningar á starf- semi sinni í Danmörku. Sigrún er 44 ára hagfræðingur og hefur verið búsett í Danmörku í 23 ár. Hún hef- ur bæði staðið í fyrirtækjarekstri og unnið að markaðsmálum á þeim tíma hjá ýmsum fyrirtækjum. Nú ætlar Sigrún aftur á móti að skipta um starfsvettvang og hjálpa Islend- ingum að flytja til og koma sér fyrir í Danmörku. Og hún nýtur fullting- is eiginmanns síns, Gunnars Rögn- valdssonar. „Það hefur komið í Ijós að það er gífurleg þörf fyrir svona þjónustu," segir Sigrún en þau hjónin sinna einnig ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem vilja koma sér á fram- færi þarna úti. Allar upplýsingar fást á síðunni www.sigrun- thormar.dk. Ert þú að nytja til Danmerkur 1 I Danmðrku Ætlarðu að flytja til Danmerkur? Talaðu þá við Sigrúnu Þormar. Líklegir sigurvegarar Skák Alþjóðlega skákmótið í Belfort í Frakldandi er nýhafið og mættust 2 af líklegum sigurvegur- __________ um í fyrstu umferð. Gurevich, sem á sér nokkra áhangendur hér á íslandi, þjarmaði að Tregubov eftir öllum kúnstarinnar reglum og nú leikur hann hefðbundnum vinningsleik, með þrýstingi á tvö peð og ekki hægt að valda bæði í einu. Enda hrundi staðan! Svartur á leik! Hvítt: Pavel Tregubov (2635) Svart: Michail Gurevich (2656) Alþjóðlegt skákmót Belfort (1), 15.12.2003 30. -Db7! 32.Rdl Bxe4 33.Bxe4 Dxe4 34.Rfe3 Hb3 35.Dc2 Dxc2 36.Rxc2 Bxb2 0-1 • Norski myndlistarmaðurinn Odd Nerdrum er sem kunnugt er orðinn fslenskur ríkisborgari. Er hann þá Síðast en ekki síst loks laus við landa sína í Noregi en í fréttatilkynningu sem Odd sendi frá sér í fyrra sór hann og sárt við lagði að hann skyldi aldrei framar tala við norskafjöl- miðla. Við það hefur hann staðið. Nú er bara að sjá hvernig honum á eftir að semja við íslenska fjölmiðla... • Ingvar Garðarsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri símafyrirtækisins Halló sem síðar sam- einaðist Íslandssíma og Tal þannig að úr varð Og Vodafone, er nú á förum til Ir- lands. Þar hefur Kenneth Peterson, athafnamaður og ís- landsvinur, falið honum að koma á fót símafyrirtæki í líkingu við Halló og láta það ganga eins og þegar best lét hér á landi... • Það er gangur í Latabæ. Hingað flytjast til lands útlendingar gagngert til að vinna að þróun bæjarins og sá nýjasti í þeim hópi mun vera banda- rískur tæknibrellusnillingur sem mjög kom við sögu við gerð Lord of the Rings-kvikmyndanna. Sá er sest- ur hér að með fjög- urra manna fjölskyldu þannig að ekki er tjaldað til einnar næt- ur í framtíðarverkefn- um hans og Magnús- ar Scheving... VXD ICARLMENN SETUM VERIB SVOLÍTXB SPES! UM DAGINN FENGUM VIB PARI6 SENDA KLUkKU MED ÚTVARPI FRÁ TENGDÓ í ÚTLANDINU. SEM SANNUR KARLMADUR HÓFST ÉG HANDA VID AD STILLA KLUKKUNA. EN PAD GEKK EKKI ALVEG SEM SKILDI ENDA BARA EINN SNÚNINGSTAKKI Á B-VÍTANS KLUKKUNNI. Bragi á Nelly's Skynsamlegasta bjnrver Dið í bænum Véðrið Q> Hvassviöri v cv +3**‘*Go|a +3 i« Strekkingur ' strekkfngur Gola * » Nokkur vindur +5« * Gola +9 7** /Ni Nokkur * * vlndur Nokkur vindur ekki láta snupra sig um 600 kall fyrir einn bjór.“ Fáir aðrir barir erq nálægt því jafn skynsamlegir og Nelly’s. Grand Rokk kemst þó einna næst, og er reyndar enn skynsamlegri ef skynsemin er mæld í magni. Flestir hálfslítersbjór- ar þar fara á 500 kállinn, en ef maður staldrar við um stund margborgar sig að kaupa lítra af San Miguel í flösku, sem kostar einungis 600 krónur þessa dagana, eða 300 kall per hálfan lítra. Það gerist ekki öllu skynsam- legra í miðbæ Reykjavíkur. Langibar á Laugavegi 34a býður þó jafn vel, en einungis milli klukkan 17 og 19. Þar geta skynsemismenn fengið tvo bjóra á 600 krónur innan réttra tímamarka. Á fimmtudagskvöldum má einnig finna skynsemisbjór á Kaffi Vín, en þá fer hann niður í 390 krónur, sem er álíka skynsamlegt og á Nelly’s. Á Vitabar kostar hann 450 krónur og á de Boomkikker 490, en þar eftir fer hratt út fyrir mörk skynsemi og vel- sæmis. Best er því að reyna að hafda sig þar fyrir innan, og ganga hægt um skynseminnar dyr. Þegar bjórinn var lögleiddur fýrir næstum 15 árum kostaði hann 500 kall og þ'ótti ekki ódýr, en landinn var þyrstur eftir að ölið liafði verið bannað mestalla öldina og feginn að vera laus við flugvallarskatta þegar hann fékk sér einn kaldan. Enn þann dag í dag er hægt að fá hann víða í skiptum fyrir vasaportrett af Jóni Sigurðssyni, nema hvað að nú er það kallað tilboð sem áður þótti okur. Heldur hefur því sigið á ógæfuhliðina fyrir drykkjumenn og - konur íslands, þar sem verðið hefur óðum nálgast 600 krónur á flestum knæpum undanfarið, og jafnvel í sumum tilfellum sprengt þann múr líka. Einstaka staðir standa þó vörð um skemmtanalíf almúgans. Fremstur í flokki fer Bragi á Nelly’s, en hann býður bjórinn á litl- ar 390 krónur (Viking), og fækkar sig jafnvel niður í 330 fyrir stúdenta. Hvernig fer maðurinn að þessu? „Aðallega með því að selja mikið af honum. Þetta ætti að vera venjuleg álagning miðað við innkaupaverð. Síðan bætist ofan á að við erum ekki með eldhús, en ég veit ekki um einn einasta bar þar sem eldhúsið skilar hagnaði. En með skynsamlegum rekstri er hægt að bjóða bjórinn ódýrar,” segir Bragi. Og hvernig fólk stundar svo stað- inn? „Það eru mest mest háskólastúd- entar og salt jarðarinnar, fólk sem vill Krossgátan Lárétt: 1 kona, 4 mjúk- leiki,7 plagg, 8 hljóðfæri, 10 droll, 12 kjaftur, 13 lækkaði, 14 flugvél, 15 fýldur, 16 hár, 18 megna, 21 gagnslausi, 22 vítt, 23 fengur. Lóðrétt: 1 fíkniefni, 2 beiðni, 3 dimmt, 4 mátt- laus, 5 væla, 6 seinkun, 9 taldi, 11 víðátta, 16 sjór, 17 raust, 19 eyri, 20 bleyta. Lausn á krossgátu •|6e 0Z 'ju 6 L 'ujoj l l 'Jæs 9l '>|e}ujn 1 l '1!S|? 6 '1919 'e|Á S 'e}OJCju6eiu tr '}UÁs66n>|s £'>(so j'dop t :«ajgoT age Ej'iujru zz'UÍu° LE'e>|JO 81 'Áj)s 9 l 'jns s l 'ejocj z t '6|as £ l 'u|6 z l 'jne6 0 L 'n>(ed 8 '|ef>|s l ')>|Áuj p'sojp l :»ajei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.