Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hélt að Nicole væri Kate Karl Bretaprins ruglaðist heldur betur í ríminu þegar hann heilsaði áströlsku þokkagyðjunni Nicole Kid- man á frumsýningu Cold Mountain í London í íyrra- dag. Nicole kom til frum- sýningarinnar ásamt mót- leikara sínum, Jude Law, og var nærvera prinsins einn af hápunktum frumsýning- arinnar. Það vantaði ekki að prinsinn heilsaði Nicole með virktum; vandinn var bara sá að hann kallaði hana Kate. Taldi Karl prins að þarna væri á ferðinni Kate Winslet. „Lékst þú ekki í Enigma?" spurði prinsinn. Nicole svaraði því til að hún hefði leikið í Moulin Rouge. „Þú hefur þá unnið við ýmislegt sfðan þá,“ sagði Karl prins þá og virtist engu nær. Frumsýningu myndar- innar var vel fagnað og var Karl prins meðal áhorf- enda. Valgeir Guðjónsson Valgeir er hugljúfur og góður drengur með snilligáfu í meló- díum. Hann er vandvirkur og hógvær í kynningum á eigin afurðum. Valgeir hefur óvenju mikla eðlisgreind sem hefur fleytt honum langt í lífinu. Kostir & Gallar Valgeir mælti huga að endur- nýjun. Þegar hann kemur fram fyrir alþjóð með margra ára millibili hættir honum til kæruleysis; hefur sama brandarann á vörum í hverju viðtalinu aföðru. I samskipt- um við fólk skortir Valgeir dug til að standa fastar á eigin sannfæringu. Formaður útvarpsráðs gagnrýnir harðlega þau ummæli ritstjóra Spegilsins að útvarpsstjóri og fleiri séu í rógsherferð gegn Speglinum. Ritstjórinn segist engu vilja svara að svo stöddu. Segir Spegilsritstjóra neðan við allar hellur „Slík framganga starfsmanns í fjölmiðlum er fyrir neðan allar hellur," segir í bókun formanns útvarpsráðs um viðtal ritstjóra Spegilsins við Fréttablaðið. í viðtalinu við Fréttablaðið er haft eftir Frið- riki Páli Jónssyni, ritstjóra Spegilsins, að Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs Ríkisút- varpsins, sé með skipulagsbreytingum ætlað að vera „með puttana" í vinnu starfsmanna Spegils- ins. Einnig að í gangi sé rógsherferð Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra, Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns útvarpsráðs, gegn Speglinum. Formaður hneykslaður Páll Magnússon, varaþingmaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði, benti á fundi útvarpsráðs í gær á viðtalið við Friðrik Pál sem birtist í Fréttablaðinu 27. nóvember. Bogi Ágústsson sagðist á fundi útvarpsráðsins Friðrik Páll Jónsson Rit- stjóri Spegilsins. hafa rætt við Friðrik Pál. Sinn skilningur hafi engan veginn ver- ið sá sem greinir hér að ofan. Að loknum umræð- um lét Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í útvarpsráði, bóka ofangreinda at- hugasemd um að hann teldi framgöngu Frið- riks Páls í viðtalinu týr- ir neðan allar hellur. Páll Magnússon Fulltrúi Framsóknarflokks benti á ummæli ritstjóra Spegilsins i blaðaviðtali. Siv Friðleifsdóttir „Ekki verður unað við vinnubrögð afþessu tagi." „... til að leggja hart að henni að fara í viðtal í hljóðver Ríkisútvarpsins." Reynir Tómas Geirsson Yf- irlæknir á kvennadeild Land- spitala - háskólasjúkrahúss. Útvarpsmaður leyfir sér að hringja Á útvarpsráðsfundinum í gær voru auk þessa lögð fram tvö bréf sem bæði snertu efnistök Spegilsins. Fyrra bréfið var frá Reyni Tómasi Geirssyni yfirlækni sem lýsti óánægju með efnistök í viðtali við einn undirmanna sinna. Dagskrárgerðar- maður hafi „leyft sér að hringja" í lækni á frívakt „til að leggja hart að henni að fara í viðtal í hljóð- ver Ríkisútvarpsins." Umræðuefnið var snemm- skimun í þungun. Útvarpsstjóri sagði í svari til Reynis að verk- lagsreglur yrðu endurskoðar, meðal annars vegna athugasemda yfirlæknisins. Áður hafði dagskrárstjóri Rásar 2, Jóhann Hauksson, lýst þeirri niðurstöðu í minnisblaði til Markúsar Arnar að starfsreglur hefðu ekki verið brotnar í umræddum dagskrárlið. Umhverfisráðherra vísað á bug Seinna bréfið var frá Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra sem taldi sjónarmið ís- lenskra stjórnvalda ekki hafa komið fram í tengslum við frásögn Spegilsins af umræðu á fundi fastanefndar Bernarsamningsins um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á fslenskt fuglalíf. Siv sagði að gera yrði þær kröfur að reynt væri að gæta lágmarks jafnvægis í umfjöllun og ekki fjalla um mál með jafn einhliða hætti og dag- skrárgerðarmaður Spegilsins hefði „orðið uppvís að“, eins og ráðherrann orðar það. Rætt var við fulltrúa ríkisins í Speglinum daginn eftir. í svari sínu vísaði ritstjóri Spegilsins á bug ásökun um- hverfisráðherra um að lýsing Spegilsins á áður- greindum fundi hefði „ekki verið í neinu sam- ræmi við veruleikann." Skipulagsbreytingin, sem áður er vikið að, var sú að Spegillinn var færður frá innlendri dag- skrárdeild og undir fréttastofu útvarps og þar með undir Boga Ágústsson, forstöðumann fréttasviðs. Engar breytingar munu hins vegar hafa orðið á starfsemi og efnistökum Spegilsins við þetta. Friðrik Páll Jónsson, ritstjóri Spegilsins, sagð- ist ekki vilja tjá sig um bókun formanns útvarps- ráðs að svo stöddu. gar@dv.is Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson For- maður útvarpsráðs. Tilvalin gýöf handa afa og öntntu! Amma, hvernig var fyrsta stefnumótiö þitt? Afi, langaði þig alltaf aö eignast barn? Hvernig var tískan þegar þú varst unglingur? Þegar afi og amma hafa svarað spurningunum í bókinni þá gefa þau hana til baka við gott tækifæri. Þannig breyta þau bókinni í sína eigin ævisögu, miðla af reynslu sinni og ljóstra upp leyndar- málum. Afi og amma - milli mín og þín er ævintýralegt og uppbyggjandi veganesti fyrir yngri kynslóðir. Tæpur þriðjungur Finna býr við örorku samkvæmt rannsókn innan ESB Einn af hverjum sex er öryrki Einn af hverjum sex einstakling- um innan Evrópusambandsins er öryrki. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sambandið lét gera nýlega og tók bæði til ríkja innan sambandsins og átta annarra þjóða sem sótl hafa um inngöngu. í þeim 25 ríkjum samanlagt sem rannsóknin náði til voru 45 milljón- ir manna sein þjáðust annaðhvort af langvarandi veikindum eða höfðu misst getu að einhverju marki. Mikill munur var á milli land- anna. Langhæsta hlutfall öryrkja var í Finnlandi. Þar eru heil 32,2% ör- yrkjar. Bretar koma næstir en þar er hlutfallið rúm 27%. Á Ítalíu, Spáni og í Slóvaldu er hlutfall öryrkja hvað lægst eða í kringum 8%. Kynjamun- ur var lítill en áberandi var hve til- fellum fjölgaði mjög í öllum löndum með hækkandi aldri. Flestir öryrkjar í Finnlandi /löndum Evrópu búa 45 milljónir manna við örorku afeinhverju tagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.