Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 20
n rp ■ Cfsr-r mof.nn 20 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fókus DV Þann 26. desember frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Jón Gabríel Borkmann eftir Ibsen, sem Qallar um bankamann sem sekur er um fjárdrátt og verður fjölmiðlafári að bráð. Seinna bíður hann þess að fá uppreisn æru og reynir að finna leið út úr ógöngunum. Verkið var fyrst sett upp fyrir rúmum hundrað árum en virðist þó hafa augljósar skírskotanir í nútímann. DV kíkti á æfingu á verkinu í vikunni. „Frán början?" spyr Ragnheiður Steinþórs- dóttir leikkona af stóra sviði Þjóðleikhússins. Hún er íklædd blárri peysu af gerð sem var vafalaust ekki til um aldamótin 1900 - á þeim tíma þegar leikritið Jón Gabríel Borkmann ger- ist - yfir kjól sem vafalaust var það. „Já, já, frá början," svarar leikstjórinn Kjart- an Ragnarsson, og Ragnheiður slær Eddu Am- ljótsdóttur utan undir í fjórða skipti þann eft- irmiðdaginn. Hún er þó ekki að slá blessaða konuna vegna þess að hún hafi fengið nóg af síendur- teknum æfingum, heldur leikur Edda þjón- ustustúlku sem hefur reitt hússtýru sína til reiði. Og ástæðan fyrir því að hún er í klæða- samsetningu sem gæti flokkast undir tímaleysi er ekki sú að búið sé að póstmódernísera og poppa höfundinn Ibsen upp, heldur erum við stödd á æfingu og allur gangur er á því hvort fólk er í búningum eða ekki. Sá Ibsen sem ver- ið er að setja upp í Þjóðleikhúsinu er hvorki þungarokkari né staddur í íslenskum fírði. Borkmann er kirfilega staddur á þeim stað og tíma sem höfundurinn setti hann á. Þunqir Norðmenn Bankastjórinn Gefst upp á lífinu. bak við hneykslisfréttir dagblaðanna. Maður gæti, fljótt á litið, allt eins haldið að verkið gerðist í samtímanum. Ekki ósvipaður bankastjórum í dag „Ibsen er að skoða það þegar menn fyllast svo mikilli tilflnningu fyrir eigin mikilleik að það gengur út yfir allt og alla. Borkmann finnst hann vera hafinn yfir aðra menn og yfir lög,“ segir leikstjórinn Kjartan Ragnarsson. Hartn viriðist kannski ekki svo ósvipaður bankastjórum dagsins í dag? „Borkmann telur sig vera að gera gott, og það halda menn líka þegar þeir eru búnir að margfalda hagnað bankanna. Menn eru djarfir við að verðlauna sjálfa sig. Annars var Ibsen alltaf á einhvern hátt að skrifa um sjálfan sig og hvernig hann átti það til að íjarlægast fólk. Hann skrifaði til dæmis ljóð um námu- mann, en honum fannst stundum sem hann væri að grafa sjálfan sig ofan í jörðina." Ibsen var hvorki bankastjóri né námumaður, en heldur var hann þungur á brún og á þeim myndum sem til eru af honum sést sjaldan bros í mikilfenglegu skegginu, enda fastur í ástlausu hjónabandi, rétt eins og Bork- Hvers vegna leikararnir sletta sænsku er ekki jafn augljóst. Ibsen var rammnorskur, þótt leikritið hafi fyrst verið sett upp á sænsku og finnsku samtímis í Finn- landi. Líklega er það þó ekki þetta sem Ragnheiður er að vitna til, en Norð- menn fyrir tíma Ellings voru heldur gleðisnauð þjóð og Ibsen skrifaði mik- ið í anda þess skandinavíska þung- lyndis sem Bergmann varð seinna þekktur fyrir. Þannig virðist manni eðlilegt að menn tali einhvers konar skandinavísku. Leikritið Jón Gabríel Borkmann fjallar um samnefndan bankastjóra, sem situr átta ár í fangelsi fyrir fjár- drátt, og varpar ljósi á það sem gerist á Henrik Ibsen Þungurá brún að vanda. mann. Það mætti halda að vinátta hans við yngri stúlkur, eftir að hann var kominn yfir sextugt, hafi glatt hann, en svo virðist ekki vera; þess í stað varð hann geðveiki að bráð. Spádómshæfileikar Þjóðleikhússins Spádómshæfileikar Þjóðleikhússins virðast umtalsverðir því fyrir rúmum tveimur árum var verkið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones frumsýnt, og skömmu síðar var maður handtekinn fyrir að stela kantsteinum leik- hússins. í haust var tilkynnt að jólaleikrit húss- ins fjallaði uiö spilltan bankamann, og skömmu síðar varð allt vitlaust vegna ofur- launa bankastjóra. „Þetta sýnir og sannar að eftir öll þessi ár er Þjóðleikhúsið enn þá með puttana á púlsin- um,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem fer með hlutverk sonar Borkmanns. Hann liggur á sóf- anum og virðist hafa átt erfiða helgi, enda ný- „Já, já, frá början." Kjartan Ragnarsson leiðbeinir liðinu. kominn heim frá London. „Eru mánudagar erfiðir fyrir Ieikara?" spyr ég hann samúðarfullur. „Já, við sýnum sko um helgar," upplýsir hann mig. Borkmann sjálfur kemur rétt i þessu inn, íklæddur fullum 19. aldar bankastjóraskrúða. „Veit þessi maður eitthvað um leikrit?" segir hann og bendir á mig. Ég hristi hausinn ótta- sleginn. Hann lítur mig þungum skandinav- ískum svip og gengur út. Með hlutverk Bork- manns fer Arnar Jónsson, greinilega enn í karakter, en í ár er 40 ára starfsafmæli hans. Bankamaður deyr Á sviðinu eru leikararnir að leika, fyrir neð- an eru hvíslararnir að hvísla, og sviðsmennirn- ir hlaupa til og grípa stól sem frú Borkmann hendir af sviðinu. Gervisnjór fellur og Bork- mann eldri klifrar upp á fjall þar sem hann deyrlöngum, hægum, skandinavískum dauða. Fjallið rís undir honum og hækkar með hverju skrefi, og þegar hann rúllar niður örmagna finnur maður næstum fyrir grátkverkunum, þökk sé magnaðri túlkun Arnars. Það gleður mann að vita að Ibsen var ekki skáld til einskis og getur enn, eftir hundrað ár, komið manni í skilning um tilgangsleysi tilverunnar. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.