Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 25
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 25 Becks leitarað „jólakúlum" Argentínumaðurinn Lionel Scaloni, leikmaður Deportivo, er ekki ánægður með David Beckham þessa dagana. Upp úr sauð milli þeirra „félaga" er Real lék gegn Deportivo um helgina og mátti litlu muna að Scaloni spólaði í Becks. Ástæðan er sú að Becks kleip í Scaloni á viðkvæmasta stað og það sætti hann sig illa við. „Dómarinn sagði okkur að sættast. Becks bauð hendina en það var engin meining á bak við afsökunarbeiðnina. Hann var með takta. Ég meina hann greip í „kúlurnar" á mér. Finnst ykkur það viðeigandi?" sagði Scaloni sem einnig reifst við Becks eftir leikinn ásamt öðrum góðvini Beckhams, Aldo Duscher. Kallið mig Allardicci Framkvæmdastjóri Bolton, Sam Allardyce, segir að hann fái ekki almennilega viðurkenningu á afrekum sínum þar sem hann sé enskur en ekki erlendur. „Ef ég héti Allardici þá myndu örugglega allir halda að ég væri langbesti stjórinn," sagði Allardyce. „Það að vera enskur virðist draga úr möguleikum manna að þjálfa eitt af bestu liðunum. Það halda allir að erlendu þjálfararnir séu að finna upp bestu aðferðirnar og séu þeir einu sem þora að reyna eitthvað nýtt en það er algjört kjaftæði." Fergie vill kaupa Saha Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er tilbúinn að greiða Fulham 7 milljónir punda fyrir franska framherjann Louis Saha sem farið hefur hamförum í vetur. Efst á lista Ferguson í janúar er að kaupa góðan framherja sem getur létt álaginu af Van Nistelrooy og hann sér Saha sem rétta manninn til starfans. Fulharn getur ekki leyft sér að neita slíku boði en Chris Coleman, stjóri Fulham, fær væntanlega að versla fyrir hluta fjárins. Ameríski ruðningskappinn Joe Horn, sem spilar með New Orleans Saints, stal senunni um síðustu helgi með einhverju eftirminnilegasta fagni sem sést hefur í áraraðir. Horn var í fínu formi í leiknum og þegar hann skoraði sitt annað snertimark í leiknum gerði hann sér lítið fyrir og náði í síma sem hann hafði falið undir dýnunni á markstönginni. Símann notaði hann síðan til þess að hringja heim til sín þar sem hann átti stutt spjall við móður sína og börnin sín. Fagnaðarlætin féllu í grýttan jarðveg hjá þjálfara liðsins sem og hjá stjórnendum NFL-deildarinnar sem ætla að sekta Horn fyrir vikið og einnig kemur til greina að setja hann í leikbann vegna atviksins sem mörgum finnst vera algjört grín. Horn hafði augljóslega planað fagnið lengi því hann faldi símann fyrir leik og fékk síðan félaga sinn, Michael Lewis, til þess að aðstoða sig við að ná símanum. „Ég bað krakkana mína um að vera heima og horfa á leikinn. Ég sagði svo við mömmu mína að hún skyldi vera klár í að svara símanum ef mér tækist að skora tvö snertimörk," sagði Horn sem reyndar gerði gott betur og skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þjálfari Horn, ]im Haslett, var ekki par hrifinn af uppátæki Horns og hann hellti sér yfir spéfuglinn er hann snéri til baka á varamannabekkinn. „Þú gerir bara ekki svona. Ég veit að þetta var planað og að leikurinn var sýndur í sjónvarpi en þetta er ekki til fyrirmyndar. Ég ætla samt ekki að sekta hann en ég geri fastlega ráð fyrir því að deildin geri það," sagði Haslett sem hafði runnið reiðin í leikslok og því leyfði hann sér að grínast aðeins eftir leikinn. „Hann á eftir að læra og þroskast enda er hann bara 32 ára,“ sagði Haslett og glotti. Fékk dæmt á sig víti Dómarar leiksins voru ekki ánægðir með tilburði Horn og skelltu umsvifalaust á hann 15 metra víti fyrir óíþróttamannslega hegðun. Leikmenn New York Giants, sem Saints voru að spila við og sigruðu með yfirburðum, höfðu misjafnar skoðanir á uppátæki Horns. „Ég ber mikla virðingu fyrir Horn en mér fannst þetta ekki frumlegt. Terrell Owens á þegar besta fagnið," sagði Michael Strahan. Leikstjórnandinn Jesse Palmer fannst fagnið aftur á móti þrælfyndið en útherjinn Amani Toomer sagði aftur á móti að ,Eg mundi geraþetta hiklaust aftur. Ég vissi allan tímann hvað ég var að gera. Ég skil það líka vel að ég fái sekt sem er allt í lagi. fagnið hans Horn væri það síðasta sem þeir þyrftu að hugsa um enda búnir að tapa sex leikjum í röð. Horn er ekki á því að biðjast afsökunar á athæfi sínu, enda finnst honum í lagi að menn skemmti sér endrum og sinnum. „Ég mundi gera þetta hiklaust aftur. Ég vissi allan tímann hvað ég var að gera. Ég skil það líka vel að ég fái sekt sem er allt í lagi," sagði Horn sem einnig vakti mikla athygli fyrr í vetur með öðru fagni. Þá þóttist hann draga upp byssu eftir að hann skoraði og skaut síðan félaga sína sem féllu að sjálfsögðu með miklum tilþrifum. Fleiri spéfuglar Þetta fagn er þegar umtalað sem eitt það besta allra tíma en fleiri spéfuglar hafa látið til sín taka í vetur. Chad Johnson hjá Cincinnati hljóp beint út af vellinum þegar hann skoraði fyrr í vetur. Þar náði hann í skilti og hljóp með það aftur inn á völlinn. Á því stóð: „Kæru stjórnendur NFL. Ekki sekta mig aftur. “ Hann fékk að sjálfsögðu nýja sekt fyrir athæfið. Það fagn sem flestir eru hrifnir af á útherji San Francisco 49ers, Terrell Owens. Eftir að hafa skorað gegn Seattle tók hann upp penna sem hann var með falinn í sokknum. Áritaði boltann sem hann hafði skorað með og kastaði honum sfðan til fjármálastjórans síns og sagði honum að selja hann. henry@dv.is Spéfuglar Félagarnir Michael Lewis og Joe Horr. sjást hér á minni myndinni hjálpast að við að ná slmanum undan stönginni en á þeirri stærri er Horn kominn i beint samband við móðursina ísímanum og það i beinni útsendingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.