Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 22
Sport DV Yfirburðamaður f Katalóníu BrasUiumaðurinn Ranaldinho er einn af fáum leikmönnum Barcelona-liðsins sem geta borið höfuðid hátt yfir frammistöðu sinni á þessu timabili, Ronaldinho kom frá franska liðinu Paris St. Cermain fyrir timabilið og hefur sýnt það og sannað að hann er einn af betri leikmönnum heims um þessar mundir. 22 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ■ ■ Þrátt fyrir að spænska stórliðið Barcelona hafi eytt tugum milljóna punda í leikmenn h vera í skugganum af erkiQendum sínum í Real Madrid sem kaupa alla bestu leikmennii titlana á meðan Barcelona húkir um miðja deild á Spáni og tekur þátt i Evrópukeppni f Spænska stórliðið Barcelona, stolt Katalóníu, hefur gengið í gegnum miklar þrengingar á und- anfömum árum. Félagið hefur ekki unnið spænska meistaratitilinn síð- an 1999 né lent ofar en í fjórða sæt- inu undanfarin þrjú keppnistfma- bil. Á sfðasta ári endaði liðið í sjötta sæti og komst með naumindum í Evrópukeppni félagsliða. Núna er liðið í níunda sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftír vinum sínum í Real Madrid, og til að bæta gráu ofan á svart beið það, á dögunum, lægri hlut fyrir Real Madrid á heimavelb sínum, Camp Nou, í fyrsta sinn síðan 1983. Það er til gamalt máltæki á Spáni sem segir að erfiðleikar í spænsku knattspyrnunni ferðist fram og til baka í hraðflugi á milli Barcelona og Real Madrid. Ef Barcelona vann Real Madrid þá var höfuðborgin í sárum en ef dæmið snerist við voru Kata- lóníubúar með böggum hildar. í dag er þetta reyndar ekki svona einfalt því að þessi tvö lið hafa ekki þá yfír- burði yflr önnur lið sem þau höfðu hér á árum áður. Erfiðleikarnir virð- ast líka hafa tekið sér varanlega ból- festu í Barcelona, borginni við sjó- inn með nútímalega byggingarstíl- inn og knattspyrnulið sem virkar engan veginn eins og staðan er í dag. Fyrsta tapið í 20 ár Fyrir ellefu dögum tapaði Barcelona fyrir Real Madrid á heimavelli í fyrsta sinn í tuttugu ár. Tapið gerði það að verkum að liðið var komið niður fyrir miðja deild. Það fór inn í jólamánuðinn þriðja árið í röð með þá vissu að draumur- inn um titil væri fokinn út í veður og vind og eina markmiðið væri að ná fjórða sætinu, sem gefur sæti í forkeppni meistaradeildarinnar. Barcelona er ekki með í þeirri keppni í ár og einhverjir hefðu kannski haldið að sú fjarvera þýddi að botninum hefði verið náð og endurreisn liðsins væri handan við hornið. Nýr forseti, hinn ungi og kappsfulli Joan Laporta, var valinn, þeir réðu Hollendinginn Frank Rijkaard sem fimmta þjálfara liðs- ins á fjórum árum en samt virðist allt vera við það sama. Barcelona virðist upplifa sama daginn aftur og Ricky Davis til Boston Celtics Cleveland Cavaliers sendi í gær einn sinn besta mann, bakvörðinn Ricky Davis, yfir til Boston Celtics ásamt Chris Mihm og Michael Stewart í skiptum fyrir Eric Willi- ams, Tony Battie og Ked- rick Brown. Davis, sem hefur skorað 15,5 stig að meðaltali það sem af er þessu tímabili, átti ekki upp á pallborðið hjá Paul Silas, þjálfara Cleveland. Að auki var talið að rangt hugarfar Davis væri ekki góð fyrirmynd fyrir hinn 18 ára gamla nýliða Cleve- land, LeBron James, sem er helsta vonarstjarna liðsins. Guðmundur velur hóp í dag Guðmundur Guð- mundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, mun í dag velja 28 manna æfingahóp sem fyrsta stig í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumeistaramótið í Slóveníu í janúar. Ljóst er að tveir leikmenn liðsins, Aron Kristjánsson, sem leikur með TVIS Holsterbro í Danmörku, og Roland Eradze, markvörður Vals, verða ekki með í Slóveníu vegna meiðsla en Aron er meiddur á hné og Eradze sleit krossbönd í hné í leik með Val í september. Ronaldovann Zidane Liö Ronaldos bar sigur- orð af liði félaga síns hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, í góðgerðarleik fyrir Sameinuðu þjóðarnir í fyrrakvöld en leikurinn fór fram í Basel fyrir framan þrjátíu þúsund áhorfendur. Lið Ronaldos vann, 4-3, í leik þar sem alvaran vék fyrir skemmtuninni. Zidane skoraði tvö mörk fyrir sitt lið og Luis Fabiano eitt en Robinho skoraði tvö mörk fyrir lið Ronaldos. Diego skorað eitt mark og Savio gerði sigurmark leiksins. Mikill áhugi var á þessum leik og má ætla að miklir peningar hafi safnast í sjóði Sameinuðu þjóð- anna. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.