Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 29 Sandra sigraði Survivor Fór alltaf hinn gullna meðalveg 16 strandaglópar Allir þátttakendurnir samankomnir i upphafi. Sandra sigur- vegari er lengst til hægri i neðri röö. Eftir 39 daga, 16 strandaglópa, fjóra ættbálka, fjölmörg bandalög sem leystust upp, einn sem hætti, dauða ömmu sem er í raun ekki dáin, er það Sandra Diaz-Twine sem stendur ein eftir, sigurvegari í sjö- undu seríunni af Survivor. Úrslitin voru ljós á sunnudagskvöldið og úr- slitaþátturinn var sýndur á mánu- dagskvöldið á Skjá einum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Sandra því milljón dollurum ríkari eftir erfiðið. Sandra er 29 ára gömul, gift og á tvö börn, ættuð frá Púertó Rfkó. Hún starfar sem aðstoðarmað- ur á skrifstofu í Ft. Lewis í Was- hington-ríki. A sfðasta ættbálkaþinginu lýsti Sandra því yfir við kviðdóminn að hún hafi gengið í hvaða bandalag sem henni bauðst án þess að spyrja neinna spurninga. Hún sagðist aldrei hafa verið fyrir neinum, hafa haldið sig tfi baka, fór alltaf hinn gullna meðalveg og hún ætti það fýllilega skilið að sigra í leiknum. Kviðdómurinn féllst á hennar rök því hún fékk sex atkvæði á móti einu og sigraði þar með örugglega. Kænskubrögð Jons dugðu ekki Mikil spenna var fyrir lokaþátt- inn. Fjórir keppendur voru eftir, þau Darrah (22 ára líksnyrtir frá Miss- issippi), Lill (51 árs skátaforingi frá Ohio) og Jon (29 ára listráðunautur frá Virginiu) auk sigurvegarans Söndru. Stjórnandi þáttarins færði þeim morgunmat og ‘ kampavín í morgunsárið og eftir það fengu þau öll að lesa bréf frá ættingjum sínum. Jon fannst hann ekki vera í góðri stöðu sem eini karlmaðurinn eftir. Hann lýsti því strax yfir að konurnar væru ákveðnar í að kjósa sig út og náði að koma af stað deilum á milli Lill og Darrah. Þess vegna sannfærði Lill Söndru um að það væri öllum í hag að kjósa Darrah út. Það gekk eft- ir. Kænska Jons var ótrúleg í þáttun- um og gefur þetta bragð ekkert sér- staka mynd af honum; hann gekk eitt sinn svo langt að ljúga því að amma hans væri nýdáin til að fá góða máltíð. Þjarmað að skáta- foringjanum Þau þrjú sem eftir voru kepptu því í erfiðri þraut um hvert þeirra ynni friðhelgi þegar sfðasti kepp- andinn yrði kosinn út. Þrautin var að halda jafnvægi á planka úti á sjó án þess að mega styðjast við hnén eða afturendann. Eftir fimmtán mínútur voru Jon og Sandra þegar komin í vandræði og Sandra datt fljótlega út. Jon missti svo jafnvægið þegar yfir tvær klukkustundir voru liðnar og Lill vann sér inn friðhelgi. Það kom því hlut hennar að kjósa á milli þess hvort Jon eða Sandra færi með henni í tveggja manna úr- slitin. Lill kaus Jon út úr leiknum og því tók hún Söndru með sér í úrslit- in. Þegar þangað var komið gagn- rýndu kviðdómendurnir Lill mikið og sögðu hana sviksama. Það endur- speglaðist í atkvæðagreiðslunni, Sigurvegarinn Sandra Diaz-Twinesigraðii sjöundu þáttaröðinni afSurvivor, fór alltaf hinn gullna meðaiveg og gekk i hvaða bandalag sem bauðst. Sandra fékk sex atkvæði og eina milljón dollara í sigurlaun en Lill einungis eitt atkvæði og 100 þúsund dollara í huggun. Stjörnuspá Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er fertugur í dag. „Hér þarfn- ast maðurinn breyt- inga. Hann ætti alls ekki að leyfa kunnug- legu mynstri og vana að stjórna gjörðum sínum heldur læra að taka meðvitað- ar ákvarðanir í byrjun janúar ' 2004," segir ( stjörnuspá hans. Jón Kalman Stefánsson Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) VV -------------------------------------- Ef þú ert ekki sátt(ur) við ástand mála ættir þú ekki að hika við að segja hug þinn. Ef þú hefur tileinkað þér að umla skaltu öskra af alefli sem fyrst og sjá, þér opnast nýr heimur sem uppfyllir dagdrauma þína ef þú aðeins losar um þitt tilfinningaflæði því hér birtast einhverskonar stíflur. F\skm\r (19. febr.-20. mars) Þú hefur hér tilhneigingu til að vera áhorfandi af einhverjum ástæð- um en þar með dregur þú úr eigin til- finningum. Hugur þinn, líkami og andi ættu að vinna betur saman og þú veist það svo sannarlega sjálf/ur Hrúturinn (21.mrs-19.apnl) Hugaðu að leikgleðinni sem býr sannarlega innra með þér en þú ert fær um að beita orku þinni (marga hluti í einu og ættir að nýta þann eiginleika vel næstu misseri. Ef þú ert ekki ánægð/ur með sjálfið ert þú fær um að gera eitthvað í málinu. M T ö NaUtÍð (20. april-20. mal) Ef þú finnur fyrir álagi eða daglegri streitu um þessar mundir, ættir þú að hlaða orkustöðvarnar með því að horfa mun betur inná við. Stjörnu nautsins er ráðlagt að keyra ekki sjálfið með því að fara yfir þröskuldinn þegar kemur að þreytumörkum. Tvíburarnir(2! . mal-21.júni) n Aðstæður fara stöðugt batn- andi þegar stjarna þfn birtist. En hafðu hugfast að ef þú ekki nærð að virkja jafn- vægi þitt og lagfæra það sem aflaga fer í þínu eigin fari gætir þú átt það á hættu að missa af annars stóru tækifæri sem kemur hér fram samhliða stjörnu þinni. Krabbinn/22 .júnl-22.júll) Hér birtast geysilegir hæfileik- ar í fari þínu til að sigra miðað við stjörnu krabbans. Ljónið (2J./UÍ-22. égústj Ef þú hefur það á tilfinning- unni að þú sért eitthvað öðruvisi en aðrir um þessar mundir er það ekki rétt en gleymdu eigi að sérviska þín er öflug og jákvæð fyrir fólk eins og þig. Meyjan (23. ágúst-22.sept.) Þér er ráðlagt að vera ekki eigingjarn/eigingjörn á ástúð annarra eins og á hlutina sem þú átt eða dreymir um að eignast þessa dagana jafnvel. T15 n Vogín (23.sept.-23.okt.) Sálarró þín eflist með tíman- um ef þú temur þér að finna merkingu í hversdagslegum hlutum tilveru þinnar. Virtu tilfinningar annarra betur og temdu þér háttvísi. Ekki láta falskar von- ir fara með ímyndunarafl þitt næstu misseri. Skilgreindu alla möguleika áður en þú framkvæmir í starfi þínu. HL Sporðdrekinn 124.okt.-21.n6v.) Þér er ráðlagt að ýta stolti þínu til hliðar um stund og hlúa að hjartastöðvum þínum varðandi ætt- menni af einhverjum ástæðum um þessar mundir. Nýttu það sem eftir lifir af árinu til að koma verkefni, sem teng- ist þér persónulega, á laggirnar. / Bogmaðurinn(22./Kíi'.-2WB.) Ekki líta á ástina sem sjálfsagð- an hlut og hlustaðu á elskhuga þinn fyr- ir alla muni. Nýttu þér starfskrafta sam- starfsfólks þíns og/eða félaga þinna og sýndu þeim mun meira traust en þú hefur tileinkað þér undanfarið. Steingeitin (22jes.-19.jan.) Z Ekki láta þér detta í hug að neita innra með þér að njóta stundar- innar af því að hún er ekki eins og þú hefðir kosið að hún væri. SPAMAÐl 'R.IS — «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.