Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 10
70 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER2003 Fréttir DV Grundartangi, Reyðar- fjörður og Þórshöfn í Fær- eyjum verða nýir áfanga- staðir Samskipa frá og með áramótum og hefur tæp- lega fimm þúsund tonna gámaskip verið tekið á leigu vegna verkefnisins. Nýja skipið fær nafnið m/s Skaftafell og verður það þriðja skip Samskipa í föst- um áætlunarsiglingum á milli Islands og Evrópu. Siglt verður frá Reykjavík á hálfsmánaðar fresti og sem fyrr segir bætast Grundar- tangi, Reyðarfjörður og Þórshöfn við sem áfanga- staðir en aðrir viðkomu- staðir Skaftafells verða Immingham á Bretlands- eyjum og Rotterdam í Hollandi. M/s Skaftafell var smíðað árið 1999 og getur flutt 364 gámaeiningar. Skipið er rúmir 100 metrar að lengd, burðargetan tæp- lega 5000 tonn og gang- hraðinn allt að 15,5 hnútar. Patreksfirð- ingarfánýtt íþróttahús Sveitarfélagið Vestur- byggð ætlar að verja 115 milljónum króna til að byggja nýtt íþróttahús á Patreksfirði á næsta ári. Þetta kemur fram í fjár- hagsáætlun Vesturbyggðar sem var lögð fram í síðustu viku. Vestfirski fréttavefur- inn bb.is greinir frá þessu, og að 163 milljónum króna verði varið í fræðslumál. Iþróttahúsið á Patreksfirði er orðið gamalt og orðin þörf á nýju. Eyjajólin yndisleg „Aðventan hefur verið afar viðburðarík eins og alltaf. Jólatónleikar, jólabingó og jólahlaðborð er meðal þess sem eyjarskeggjar hafa npBnBM>ia skemmt undanförnu," segir Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður Flugfélags íslands í Grímsey. „Hér er ekki mikið jólastress. Fólk vinnur nú í því að panta mat og viðurgjörning til jólanna. Við fáum þetta allt sent og þurfum ekki að þræða búðirnar. Skötuveislan á Þorláksmessu er líka stór viðburður og þá hittast allir eyjarskeggjar. Samgangur er alla jafna mikill í eynni, ekki sístyfir hátíðar. Það verða um sjötíu manns í eynniyfir jólin. Prestur Dalvikinga messar hér á þriðja í jólum og um kvöldið ætla Aðalsteinn Bergdal og hans fólk að sýna okkur leikritið Fiðring.Jólin í Grímsey eru alltafyndisleg." Bruni í íbúð mæðgna við Jórufell í Reykjavík: Kertið brann ng kntturinn vældi „Kisan var farin að hoppa og væla ofan á dótt- ur minni, sem varð til þess að hún vaknaði. Um leið og stúlkan lauk upp augum fann hún og sá að herbergið hennar og raunar fbúðin öll var full af reyk,“ segir Ólöf Fjóla Haraldsdóttir, íbúi við Jóru- fell í Reykjavík. Ekki mátti tæpara standa á heim- ili hennar á fjórða tímanum í fyrrinótt þegar kviknaði í út frá kertaskreytingu sem var í borð- stofu. Með snarræði tókst Ólöfu að slökkva eld- inn, en áður hafði hún komið dætrum sínum tveimur út úr íbúðinni. Ausið á eidinn Þegar mæðgurnar vöknuðu hringdi Ólöf strax eftir aðstoð - og starfsmenn Neyðarlínunnar sögðu þeim mæðgum að flýta sér út. Móðirin kom dætrunum fram á gang, en sjálf fór hún í eldhúsið og náði þar í könnu sem hún fyllli af vatni. Hún jós því á eldinn, en nokkrar slíkar þurfti til. Á með- an þessu vatt fram vældi og pípti reykskynjari í íbúðinni, svo heyrðist um allan stigagang. Á sama tímapunkti og Ólöf var að slökkva sfð- ustu glæðurnar bar lögregluna að, og skömmu síðar slökkvi- og sjúkralið. „Við fórum á slysadeild vegna gruns um reykeitrun; vorum með sót í nef! og munni. Sjálf var ég með snertingu af eitrun en þó var þetta ekki alvarlegra en svo að ég fékk að fara heim í morgunsárið," segir Ólöf. Brunastaður Eldurinn kviknaði út frá jólaskreytingu, en það er orsök margra bruna á þessum tíma árs. Tryggingar í lagi Mesta mildi þykir að ekki fór verr. Skemmdir í íbúðinni eru ekld stórkostlegar, en sót er á veggj- um og öllum húsmunum. Starfsmenn trygginga mættu á vettvang strax í gærmorgun og verða hafðar hraðar hendur við þrif á íbúðinni og að koma öllu í samt lag. Kveðst Ólöf hafa þeirra orð fyrir því að hún geti haldið heOög jól í heimaranni með dætrum sínum. Á meðan dveljast mæðgum- ar í skjóli ættingja, en sá tími ætti þó ekki að þurfa að vera nema fáeinir dagar. „Sem betur fer var ég með allar tryggingar í góðu lagi,“ sagði Ólöf. Kviknaöi í út frá þvottavél í Funafold 2. Hárrétt viðbrögð björguðu húsinu. Heppni að ég var veikur heima Eldur kom upp í þvotthúsi á efri hæð Funafoldar 2 síðdegis í gær. Slökkvilið og sjúkrabílar voru köll- uð á vettvang en bruninn reyndist ekki stórvægilegur. „Það var mikill reykur þegar við komum og helling- ur af slökkvibílum með sírenurnar í gangi," sagði ung stúlka sem stóð ásamt vinkonum sínum og fylgdist með brunanum. Slökkviliðið réð fljótlega niðurlögum eldsins en naut aðstoðar íbúa hússins. „Heim- ilisfaðirinn var heima og bást hár- rétt við,“ sagði talsmaður slökkvi- liðsins, „þess vegna urðu sáralitlar skemmdir." Konráð Hjaltason ræðir við blaðamann. Þegar DV bar að garði vom slökkviliðsmenn að ganga úr skugga um að enginn eldur væri lengur í húsinu. Fjöldi fólks stóð á götunni og lögreglan afmarkaði svæðið í kringum brunann. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var um meiriháttar bruna að ræða. Það er algengt á þessum tíma árs að það kvikni í út frá jólaseríum en talsmaður slökkvi- Iiðsins sagði að í þessu tilviki væri ekki um það að ræða. „Þetta var bara vaskahúsið,“ sagði Konráð Hjaltason, heimilis- faðirinn, og bætti við: „Sem betur fer.“ Konráð var heima þegar eldur- inn kom upp og hans fyrstu við- brögð voru að loka öllum hurðum og hringja f neyðarlínuna. DV náði tali af Konráði þar sem hann stóð fyrir utan húsið sitt á náttsloppnum einum klæða, umkringdur lögreglu- og slökkviliðsmönnum. „Mestu máli skiptir að enginn meiddist," sagði Konráð sem var að vonum nokkuð brugðið. „Kannski bjargaði það líka húsinu að ég lá veikur heima."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.