Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 17
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 7 7 Margir háttsettir menn frá Hells Angels í Evrópu hafa komið hingað til lands. Samtökin leggja mikla áherslu á ímynd sína gagnvart almenningi. Hamar er uppáhaldsvopn Vítisengla. SKAMMSTAFANIR Þessar skammstafanir sjást oft á merkjum, húðflúri og öðrum stöðum hjá HA 1% Viðkomandi er útlagi 13 Merki um að viðkomandi noti Hells Angels hafa áhuga á ís- lenska fíkniefhamarkaðnum þar sem þeir geta þar fengið mikla ávöxtun á verslun með fikniefni. „Þótt fíkniefnamarkaðurinn hér sé lítill, þá er hann hlutfallslega dýrari en í nágrannalöndunum og hefur hingað til verið mjög óskipulagður. Þarna sjá HA eflaust fyrir sér mark- aðstækifæri," segir í grein í Lög- reglumanninum, tímariti Lands- sambands lögreglumanna. Heimildarmenn DV nefna dæmi af því að burðardýr, sem komið hafi hingað til lands með kíló af hassi, hafi nokkru áður verið að flytja heilu tonnin af hassi í vörubíl í Þýska- landi. Hingað er hægt að flytja til- tölulega lítið magn af fíkniefnum með miklum ágóða. Það sé hægt með hassið sem gengur kaupum og sölum á fslandi á allt að 3.500 krón- ur fyrir grammið en á „hvítu efn- unum“ svokölluðu sé hægt að græða enn meira á þar sem hægt er að þynna þau út. Vottuðu glæpamanni virð- ingu og komu til íslands Lögreglan hefur heimildir fyrir því að háttsettir menn innan Hells Angels hafi komið hingað til lands, nokkrir á síðasta ári. DV greindi frá því á mánudag að á síðasta ári hefði verið hér á landi yfirmaður allrar fíkniefnadreifingar Hells Angels í Norður-Evrópu. Fíkniefnadreifing- in er gerð út frá Hollandi en mið- stöðin fyrir Norðurlöndin er í Dan- mörku. Einn heimildarmaður greinir frá því að þegar einn af leið- togum Hells Angels hafi verið myrt- ur í Hollandi fyrir fáeinum misser- um, hafi öllum háttsettum englum verið fyrirskipað að fara til Hollands og votta honum virðingu sína. Þar á meðal voru þeir sem stýra starfi Hells Angels í Noregi en á meðal þeirra eru menn sem hafa komið til íslands oftar en einu sinni. Gefa leikföng og blóð I DV í gær birtist viðtal við Brynjólf Þór Jónssön talsmann vél- hjólaklúbbsins Fáfnis MC, þar sem hann lýsti því að Fáfnir hefði sótt um inngöngu í Hells Angels. „Vítisenglar eru ekki óheiðarleg samtök," sagði hann en hafði ekki mörg orð um ásakanir Sniglanna um að Fáfnir ætti ekki rétt á sér, frekar en mafían. Hann sagði bæði Fáfni og Hells Ang- els vera lögleg samtök sem hvergi væru bönnuð. I greininni í Lögreglumanninum kemur fram að Hells Angels hefur í gegnum tíðina verið mjög umhugað um ímyndina. Til að mynda halda þeir árlega samkomu í Bandaríkjun- um og gefa leikföng í sjóð sem á að renna til munaðarlausra og fátækra. Þá eru þeir duglegir í að gefa blóð. Eins hefur á síðari árum verið lögð áhersla á að fækka ögrandi merking- um á einkennisklæðum Hells Ang- els. Þegar Vítisenglar hasla sér völl á Brynjólfur Þór Jónsson Vítisenglar eru ekki óheiðarleg samtök. nýjum stað, leggja þeir sig fram um það að koma sér í mjúkinn hjá ná- grönnunum og halda öðrum glæpa- mönnum í nágrenninu í skefjum. „í fyrstu líkar fólki vel návistin við þá, en smám saman breytist þetta og HA verða yfirgangssamari og reyna að ganga eins langt og hægt er. Einnig lenda nágranarnir oft í mikilli hættu þegar gengin eiga í innbyrðis stríði hvert við annað," segir í grein- inni. Hamar uppáhaldsvopnið í greininni í Lögreglumanninum, sem er byggð á erlendum rannsókn- um á starfsemi Hells Angels, kemur fram að það vopn sem meðlimir Hells Angels haldi mest upp á sé hamarinn. Þannig verði hamrar iðu- lega uppseldir á þeim stöðum sem samtökin halda mót. Skýringin er sú að hamarinn getur reynst hættulegt og ’sterkt vopn en svo er erfitt að koma í veg fyrir að menn beri á sér venjulegt verkfæri af því tagi. eða versli með marijúana eða metamfetamín. 22 Viðkomandi hefur setið í fangelsi 81 Tölur í stað bókstafa. H er 8 stafur í stafrófinu og A 1. ACAB All Cops Are Bastards (Allar löggur eru bastarðar) AFFA Angels Forever, Forever Angels (Englar aðeilífu, eilífu englar) Dequlallo Sá sem ber þetta hefur verið ofbeldisfullur gagnvart lög- reglu. Fifthy Few Viðkomandi hefur framið morð fyrir gengið FTW FuckThe World, sést lítið nú til dags. MC Motorcycle Club (Mótor- hjólaklúbbur) TCB Taking Care of Business kgb@dv.is Fimm stjörnu golffatnaður Sunderland Sunderland regnfatnaðurfær bestu dóma hjó Golf Monthly www.sunderlandgolf.com Opið til: kl. 22.00 tiljóla kl. 23.00 á Þorláksmessu kl. 10 - 12 á aðfangadag Alfrn-ðihókiu um pulf A-Ö Big House Crew Mynd úrdagataii norrænna Hells Angels fyrir árið 2004. Þetta eru menn sem sitja i fangelsi. Merkingarnar á vestunum skipta máli. Merkið „Filthy few‘‘þýðir að viðkom- andi hafi framið morð. HoleinOne • Bæjarlind 1-3 • sími 5774040 • www.holeinone.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.